Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 20
FÓLK|
Veistu
hver ég
var?
Siggi Hlö
Heitasta partýið í bænum!
Laugardaga kl. 16 – 18.30
Air Crash Investigation
Flugslys krufin til mergjar og orsökin fundin
NATIONAL GEOGRAPHIC CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
| F LK | 4
Eldvarnir ættu að vera ofarlega í hugum landsmanna nú á aðvent-unni, enda fylgja henni margs
konar kertaskreytingar og ljósaseríur.
„Það verður svolítil aukning á brunum
í desember en mesta aukningin er í
janúar þó svo að áhætturnar virðist
meiri í desember. Það er erfitt að segja
af hverju. Kannski slakar fólk á eldvörn-
unum eftir að jólunum lýkur eða er sér-
staklega meðvitað um þær í kringum
jólin,“ segir Bjarni Kjartansson hjá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
HVAR LEYNAST HÆTTURNAR?
„Fyrst og fremst eru það opinn eldur
og kertaskreytingar sem valda hættu
en einnig alls kyns rafmagnsljósaseríur.
Ljósaperur í seríum geta hitnað mikið,
og ef þær liggja lengi utan í einhverju
getur hitinn vel valdið íkveikju. Ég
myndi segja að þessi köldu ljós eins og
díóðuljós séu hættuminni, enda engar
heitar perur til staðar.“
Of mikið álag á rafmagnssnúrum
getur hæglega skapað eldhættu. „Passa
þarf að ekki séu of mörg ljós eða seríur
á grannri framlengingarsnúru. Mörg
ljós eða seríur á einni grannri fram-
lengingarsnúru gerir það að verkum að
hún hitnar og við það skapast eld-
hætta.“
VARASAMAR KERTASKREYTINGAR
Vinsælt hefur verið að líma myndir
á kerti og varar Bjarni fólk við því.
„Þegar myndir eru límdar utan á kerti
vill það gerast að kertið brennur
niður en svo stendur örþunn filma af
vaxi ásamt myndinni eftir upp úr. En
hæglega getur kviknað í kertavaxinu ef
það nær að hitna nóg. Góð regla er að
halda kertaskreytingum sem lengst frá
kertunum. Þannig minnkar eldhættan.
Einnig mæli ég með að úða eldtefjandi
efni á allar kertaskreytingar.“
JÓLAGJÖF UNGA FÓLKSINS
Eldvarnarbandalagið lét gera könnun á
eldvarnartækjaeign fyrir nokkru. „Þar
kom í ljós að ungt fólk er verst sett í
þeim efnum. Ég mæli því með því að
foreldrar sem eiga börn sem nýlega
eru byrjuð að búa gefi þeim hina svo-
kölluðu heilögu þrenningu í jólagjöf;
slökkvitæki, reykskynjara og eldvarnar-
teppi.“
TÖLUM SAMAN
Nú sem ávallt á það við að ræða við
börnin sín um eldvarnir. „Nú eru fimm
ára börn búin að fá Loga og Glóð í
heimsókn á leikskólann og átta ára
börnin hafa fengið forvarnarfulltrúa
í heimsókn. Nauðsynlegt er að fara
yfir öryggisatriði með börnunum og
kenna þeim hvernig á að umgangast
eld á heimilinu. Betra er að kenna
þeim hætturnar sem fylgja eldi og að
umgangast hann rétt heldur en að vera
með boð og bönn og skammir.“
■ vidir@365.is
ELDVARNIR YFIR
JÓL OG ÁRAMÓT
VARIST ELDINN Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins, ráðleggur fólki að huga vel að eldvörnum.
ELDHÆTTUR
Fyrst og fremst eru það
opinn eldur og kerta-
skreytingar sem valda
eldhættu, en ekki má
gleyma að við notkun
alls kyns rafmagnsljósa-
sería eykst eldhætta
líka.
MYND/GVA
„Ég gekk fram á síma dóttur minnar í hleðslu og snúran lá meðfram
gólfinu og upp í hillu. Ég sá að nú myndi einhver detta um snúruna
og síminn færi í gólfið. Ég vildi hafa hann á öruggum og vísum stað
og hleðslutækið líka,“ útskýrir Gunnhildur Kjartansdóttir, en hún
hefur látið framleiða statíf úr plasti á vegg fyrir farsíma og hleðslu-
tæki.
Statífið kallar hún 4-phone en áður hefur hún látið framleiða skáp
undir skartgripi sem hún kallar 4-bling.
„Skápurinn fór á markað fyrir ári og á döfinni er að markaðssetja
hann erlendis og einnig símastatífið.”
4-phone fæst meðal annars í verslunum Vodafone, Símans og A4.
Nánari upplýsingar á www.4phone.is.
ALLT Á EINUM STAÐ
4-PHONE Á VEGG Gunnhildur Kjartans-
dóttir hefur látið framleiða statíf á vegg
fyrir farsíma. MYND/GVA
ÁRAMÓTIN
„Við leggjum
áherslu á áramótin
því þá skapast
aukin hætta á
brunum. Ef þurrt
er og lítill snjór er
til dæmis hætta
á sinubruna. Við
erum því með
aukinn viðbúnað
yfir áramót.“