Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 20
FÓLK| Veistu hver ég var? Siggi Hlö Heitasta partýið í bænum! Laugardaga kl. 16 – 18.30 Air Crash Investigation Flugslys krufin til mergjar og orsökin fundin NATIONAL GEOGRAPHIC CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS | F LK | 4 Eldvarnir ættu að vera ofarlega í hugum landsmanna nú á aðvent-unni, enda fylgja henni margs konar kertaskreytingar og ljósaseríur. „Það verður svolítil aukning á brunum í desember en mesta aukningin er í janúar þó svo að áhætturnar virðist meiri í desember. Það er erfitt að segja af hverju. Kannski slakar fólk á eldvörn- unum eftir að jólunum lýkur eða er sér- staklega meðvitað um þær í kringum jólin,“ segir Bjarni Kjartansson hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. HVAR LEYNAST HÆTTURNAR? „Fyrst og fremst eru það opinn eldur og kertaskreytingar sem valda hættu en einnig alls kyns rafmagnsljósaseríur. Ljósaperur í seríum geta hitnað mikið, og ef þær liggja lengi utan í einhverju getur hitinn vel valdið íkveikju. Ég myndi segja að þessi köldu ljós eins og díóðuljós séu hættuminni, enda engar heitar perur til staðar.“ Of mikið álag á rafmagnssnúrum getur hæglega skapað eldhættu. „Passa þarf að ekki séu of mörg ljós eða seríur á grannri framlengingarsnúru. Mörg ljós eða seríur á einni grannri fram- lengingarsnúru gerir það að verkum að hún hitnar og við það skapast eld- hætta.“ VARASAMAR KERTASKREYTINGAR Vinsælt hefur verið að líma myndir á kerti og varar Bjarni fólk við því. „Þegar myndir eru límdar utan á kerti vill það gerast að kertið brennur niður en svo stendur örþunn filma af vaxi ásamt myndinni eftir upp úr. En hæglega getur kviknað í kertavaxinu ef það nær að hitna nóg. Góð regla er að halda kertaskreytingum sem lengst frá kertunum. Þannig minnkar eldhættan. Einnig mæli ég með að úða eldtefjandi efni á allar kertaskreytingar.“ JÓLAGJÖF UNGA FÓLKSINS Eldvarnarbandalagið lét gera könnun á eldvarnartækjaeign fyrir nokkru. „Þar kom í ljós að ungt fólk er verst sett í þeim efnum. Ég mæli því með því að foreldrar sem eiga börn sem nýlega eru byrjuð að búa gefi þeim hina svo- kölluðu heilögu þrenningu í jólagjöf; slökkvitæki, reykskynjara og eldvarnar- teppi.“ TÖLUM SAMAN Nú sem ávallt á það við að ræða við börnin sín um eldvarnir. „Nú eru fimm ára börn búin að fá Loga og Glóð í heimsókn á leikskólann og átta ára börnin hafa fengið forvarnarfulltrúa í heimsókn. Nauðsynlegt er að fara yfir öryggisatriði með börnunum og kenna þeim hvernig á að umgangast eld á heimilinu. Betra er að kenna þeim hætturnar sem fylgja eldi og að umgangast hann rétt heldur en að vera með boð og bönn og skammir.“ ■ vidir@365.is ELDVARNIR YFIR JÓL OG ÁRAMÓT VARIST ELDINN Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, ráðleggur fólki að huga vel að eldvörnum. ELDHÆTTUR Fyrst og fremst eru það opinn eldur og kerta- skreytingar sem valda eldhættu, en ekki má gleyma að við notkun alls kyns rafmagnsljósa- sería eykst eldhætta líka. MYND/GVA „Ég gekk fram á síma dóttur minnar í hleðslu og snúran lá meðfram gólfinu og upp í hillu. Ég sá að nú myndi einhver detta um snúruna og síminn færi í gólfið. Ég vildi hafa hann á öruggum og vísum stað og hleðslutækið líka,“ útskýrir Gunnhildur Kjartansdóttir, en hún hefur látið framleiða statíf úr plasti á vegg fyrir farsíma og hleðslu- tæki. Statífið kallar hún 4-phone en áður hefur hún látið framleiða skáp undir skartgripi sem hún kallar 4-bling. „Skápurinn fór á markað fyrir ári og á döfinni er að markaðssetja hann erlendis og einnig símastatífið.” 4-phone fæst meðal annars í verslunum Vodafone, Símans og A4. Nánari upplýsingar á www.4phone.is. ALLT Á EINUM STAÐ 4-PHONE Á VEGG Gunnhildur Kjartans- dóttir hefur látið framleiða statíf á vegg fyrir farsíma. MYND/GVA ÁRAMÓTIN „Við leggjum áherslu á áramótin því þá skapast aukin hætta á brunum. Ef þurrt er og lítill snjór er til dæmis hætta á sinubruna. Við erum því með aukinn viðbúnað yfir áramót.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.