Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 12
26. nóvember 2012 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.
is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Misgengi á þróun íbúðaverðs og lána
sem varð á árunum 2008 og 2009 hefur
vakið upp kröfur um lækkun verðtryggðu
lánanna um allt að 20% til þess að bæta
eigna rýrnunina. Þykir eignarýrnunin
ósanngjörn og eðlilegt talið að skattgreið-
endur eða lífeyrisþegar beri kostnaðinn.
En þessi lýsing á hreint ekki við nema
stundum og veruleg vandkvæði eru á því
að framkvæma skuldaniðurfellinguna
þannig að sanngjarnt verði. Húsnæðis-
lán eru veitt til 25-40 ára. Ekki er hægt
að líta til misgengis á einu afmörkuðu
tímabili heldur verður að gera leiðrétt-
ingar yfir allan lánstímann. Þá verður
að leiðrétta misgengi á báða vegu, bæði
þegar íbúðareigandi tapar og líka þegar
hann hagnast vegna þess að íbúðarverð
hækkar meira en lánin. Það er engan
veginn sanngjarnt að hagnaður sé einka-
væddur en tapið sent til skattgreiðenda
eða ömmu og afa. Loks verður að bæta
misgengi sem verður vegna annarra
orsaka en bankahruns eins og til dæmis
vegna breytinga í atvinnulífi einstakra
byggðarlaga. Mörg dæmi eru um mikið
verðfall fasteigna á undanförnum ára-
tugum víða um landið, jafnvel mun meira
en nú varð á höfuðborgarsvæðinu, og
jafnræðisregla stjórnarskrárinnar gerir
það að verkum að ekki verður hægt að
mismuna íbúðareigendum eftir staðsetn-
ingu fasteignar, orsökum hruns eða
hvenær það varð.
Lítum á dæmi um fasteign á höfuð-
borgarsvæðinu sem keypt var í árs byrjun
2000. Gert er ráð fyrir að hún hafi kostað
15 m.kr. og viðskiptabankinn hafi lánað
fyrir öllu kaupverðinu til 25-40 ára verð-
tryggt. Til einföldunar er gert ráð fyrir
að ekkert hafi verið greitt af láninu nema
vextir. Miðað við markaðsverð í dag
myndi íbúðin seljast á 39 m.kr. en lánið
stæði í 31 m.kr. Kaupandinn sem ekkert
átti í upphafi hefur eignast fyrirhafnar-
laust 8 m.kr. og á 20% skuldlausan eignar-
hlut. Krafan um 20% lækkun lánsins
þýðir að viðkomandi yrðu færðar á silfur-
fati 6 m.kr. til viðbótar. Hvaða ranglæti er
verið að lagfæra? Með vaxandi kaupmætti
á næstu árum mun íbúðarverð hækka
umfram hækkun lánsins. Þá á íbúðareig-
andinn eignaaukninguna einn og lífeyris-
þeginn sem greiddi lækkun lánsins fær
ekkert. Hvar er sanngirnin í þessu?
Gefi ð þeim sem græddu
FJÁRMÁL
Kristinn H.
Gunnarsson
fv. alþingismaður
➜ Það er engan veginn sanngjarnt
að hagnaður sé einkavæddur en
tapið sent til skattgreiðenda eða
ömmu og afa.
„Fremstur
norrænna
sakamálahöfunda.“
THE TIMES
N
ú þegar tekist hefur að koma böndum á farsóttir, sem
áður voru helsta heilbrigðisógnin, stafar heilsu Vestur-
landabúa helst ógn af lifnaðarháttum sínum; lifnaðar-
háttum sem flestir eru kenndir við velmegun.
Nýr heimsfaraldur er þannig í uppsiglingu að mati
læknanna Vilmundar Guðnasonar, forstöðulæknis Hjartaverndar,
og Karls Andersen, prófessors í hjartalækningum, sem nýverið
birtu grein í Læknablaðinu þar sem fjallað var um langvinna sjúk-
dóma sem heimsfaraldur 21. aldarinnar. Að þeirra mati er vandinn
sem hlýst af svokölluðum lífsstílssjúkdómum að sliga heilbrigðis-
kerfið og stendur hagvexti í heiminum fyrir þrifum.
Langvinnir sjúkdómar valda nú 65 prósentum dauðsfalla í
heiminum en 85 prósentum ef eingöngu er litið til Evrópu. Þetta
eru hjarta- og æðasjúkdómar,
langvinnir lungnasjúkdómar,
krabbamein og sykursýki. Vissu-
lega hefur veruleg framþróun
orðið í lækningum við þessum
sjúkdómum. Hitt liggur fyrir að
mun árangursríkara er að reyna
með öllum ráðum að koma í veg
fyrir sjúkdómana. Ávinningurinn
af því er hvort tveggja minni kostnaður í heilbrigðiskerfinu og hitt
sem ekki er minna um vert; meiri lífsgæði.
Forvarnirnar eru tvenns konar. Annars vegar er um að ræða
fræðslu og aðrar aðgerðir sem hafa það markmið að breyta því
neyslumynstri sem faraldrinum veldur. Hins vegar er um að ræða
svokallaða skimun sem beint er að tilteknum hópum sem vegna
aldurs, erfða eða lífsstíls eru líklegri en aðrir til að fá tiltekna
sjúkdóma. Þá er leitað að byrjunareinkennum sjúkdóma í því skyni
að snúa við þróun eða lækna þá á byrjunarstigi. Skimunin skilar
sannarlega árangri. Til þess að hún gagnist þarf þó bæði að bera
sig eftir henni og greiða fyrir hana úr eigin vasa. Flest stéttarfélög
taka raunar þátt í þessum kostnaði eða greiða hann til fulls en
einnig þarf að bera sig eftir því, auk þess sem styrkurinn ber
skatt. Ljóst er að auka mætti skilvirkni skimunar með því að greiða
aðgengi að henni.
Forvarnir sem stuðla að því að breyta lífsháttum fólks til að
draga úr hættunni á langvinnum sjúkdómum skipta þó ekki
síður máli. Fyrir tilstilli slíkra forvarna hefur stórlega dregið úr
reykingum undanfarna áratugi og árangurinn birtist í stórfækkun
dauðsfalla af völdum kransæðasjúkdóma.
Fyrirbyggjandi forvarnir felast þó ekki bara í því að auka þekk-
ingu fólks á skaðsemi óhollra lifnaðarhátta. Stjórnvöld geta með
margvíslegum hætti stuðlað að auknu heilbrigði með óbeinum
hætti, aðgerðum sem alls ekki flokkast undir heilbrigðismál.
Nefna má skipulags- og samgöngumál. Uppbygging hjólastíga og
skilvirkara almenningssamgangnakerfi er til dæmis meðal annars
lýðheilsumál. Skólamatur er annað dæmi. Stjórnvöld eiga þess
ekki kost, sem betur fer, að fara inn á heimili fólks og fylgjast með
því hvað þar er í matinn. Það er hins vegar lágmarkskrafa að það
mataruppeldi sem fram fer í ranni skólakerfisins sé til þess fallið
að ala upp fólk sem líklegra er til að velja mat sem nærir og byggir
upp fremur en mat sem ekki bara er rýr að næringu heldur stuðlar
beinlínis að verri heilsu.
Baráttan gegn heimsfaraldri 21. aldarinnar felst þannig ekki síst
í því að byggja upp samfélag þar sem hvatt er til heilbrigðs lífernis
með margvíslegum hætti.
Forvarnir eru ekki bara skimun og fræðsla:
Samgöngur eru
líka forvarnir
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Nýr leiðtogi
Hanna Birna Kristjánsdóttir er
sigurvegari helgarinnar í prófkjörum
stjórnmálaflokkanna. Hún laut í
lægra haldi fyrir Bjarna Benedikts-
syni í formannsslagnum í fyrra, en
stendur nú með pálmann í hönd-
unum. Bjarni hlaut 55 prósent
atkvæða í efsta sætið í
Kraganum, en Hanna
Birna kom, sá og sigraði
með 74 prósent atkvæða
í fyrsta sætið. Þar atti hún
kappi við einn helsta sam-
starfsmann Bjarna, Illuga
Gunnarsson. Hanna Birna
hlýtur að stefna á for-
mennsku í flokknum
eftir þennan glæsilega
sigur.
Tveir leiðtogar
Gangi spár eftir mun Sjálfstæðis-
flokkurinn bæta við sig töluverðu
fylgi frá síðustu kosningum, en þá
hlaut hann mikinn skell. Fari svo
aukast líkurnar á ríkisstjórnarþátt-
töku flokksins og Hanna Birna er
sjálfvalin á ráðherrastól. Þá reynir
á samstarf þeirra Bjarna, sagan
sýnir að ekki er gott að
hafa tvo leiðtoga í
sama flokknum sem
situr við stjórnvölinn.
Enginn áhugi
Sammerkt hefur verið prófkjörum
að kjósendur hafa lítinn áhuga á því
hverjir veljast í forystusveit flokk-
anna. Það hlýtur að vera leiðtogum
flokkanna áhyggjuefni. Tæpur
fjórðungur félaga í Vinstrihreyfing-
unni– grænu framboði hafði til að
mynda skoðun á því hver
þeirra fimm þingmanna sem
sóttust eftir efstu sætunum
í Reykjavík bæri sigur út
býtum. Þátttakan var minnst
í því forvali, en ekki hefur
hún verið mikil í öðrum. Ný
framboð hljóta að hugsa
sér gott til glóðarinnar fyrst
áhuginn á flokkunum sem eru
á þingi er svona lítill.
kolbeinn@frettabladid.is