Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 16
26. nóvember 2012 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORBERGUR ÓLAFSSON
Garðastræti 6, Reykjavík,
sem lést á heimili sínu 17. nóvember,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 29. nóvember kl. 13.30.
Ólafur Þorbergsson Valborg Gunnarsdóttir
Rakel Þorbergsdóttir Ragnar Santos
Thelma Þorbergsóttir Kristinn Jónasson
Ísak, Þorbergur, Arnar, Sölvi, Elsa, Kristófer Karl og
Hildur Emelía.
Móðir okkar og amma,
ÁSTHILDUR SIGURGÍSLADÓTTIR
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir
mánudaginn 19. nóvember, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
28. nóvember kl. 13.00.
Júlíana Þórhildur Lárusdóttir
Þóra Lárusdóttir
Lárus Arnór Guðmundsson
Þórhildur Björnsdóttir
Sigríður Ásta Björnsdóttir
Ásthildur Erlingsdóttir
Ólöf Auður Erlingsdóttir
Ragnheiður Erlingsdóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
STEFÁNS VALDIMARS
ÞORSTEINSSONAR
fv. feldskera,
Silfurteigi 6, Reykjavík.
Anna Margrét Cortes
Björg Cortes Stefánsdóttir Halldór I. Elíasson
Steinunn Guðbjörg Stefánsdóttir
Stefán Valdimar Halldórsson
Anna Margrét Halldórsdóttir Haraldur Darri Þorvaldsson
Steinar Ingimar Halldórsson Xue Li
Halldór Alexander, Jökull Ari og Hugrún Eva Haraldsbörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug, vináttu og virðingu við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNS KR. ÁRNASONAR
skipasmiðs, Njörvasundi 30 í Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á L4 á
Landakoti fyrir kærleiksríka umönnun.
Sigríður Magnúsdóttir
Laufey Jóhannsdóttir Skúli Gunnar Böðvarsson
Árni Jóhannsson Theódóra Þórarinsdóttir
Kristján Jóhannsson Jóhanna J. Bess Júlíusdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu
vegna andláts og útfarar elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
UNNAR MAGNÚSDÓTTUR
frá Flögu, Núpalind 6, Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við Höllu
Skúladóttur krabbameinslækni,
hjúkrunarþjónustu Karitas og starfsfólki á hjúkrunarheimili Das
við Boðaþing fyrir ómetanlega hjálp og alúðlega umönnun í
veikindum hennar.
Haukur Hlíðberg Aðalheiður Sævarsdóttir
Alma Hlíðberg Jónas Gunnarsson
Valur Hlíðberg Hildur Einarsdóttir
Arndís B. Smáradóttir Gísli Georgsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín,
GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR
Baugholti 7, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
þriðjudaginn 20. nóvember. Útför verður
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn
27. nóvember kl. 13.00.
Jón Ásmundsson
og aðrir aðstandendur.
Þegar mannfólk strandar skipi sínu við
huldubyggð á eldfjallaeyju verður uppi
fótur og fit. Huldufólkið hefur heyrt
ýmislegt misjafnt um mannfólkið og
leggur á ráðin um að stökkva þeim burt.
Ráðabruggið fer þó öðruvísi en til stóð
með afdrifaríkum afleiðingum.
Svo hljóðar söguþráðurinn í Sögunni
af huldufólkinu á eldfjallaeyjunni eftir
mæðginin Sigrúnu Elsu Smáradóttur
og Smára Rúnar Róbertsson. Sagan
átti sér langan aðdraganda en Sigrún
Elsa skrifaði fyrsta uppkastið að henni
í barnaskóla.
„Sagan kom aftur í leitirnar þegar ég
var taka til uppi á háalofti árið 2010,“
segir hún. „Ég las hana og sá ýmislegt
skemmtilegt í henni, til dæmis ástir
eldfjalla og fleira. Þetta sat í mér og
ári síðar ákvað ég að reyna að tengja
þessar hugmyndir saman og í heild-
stæða sögu. Vorið 2011 settist ég niður
og byrjaði að skrifa.“
Sigrún Elsa segir það hafa legið
nokkuð beint við að leita til Smára
Rúnars sonar síns til að myndskreyta
söguna, en hann var á leið í listnám til
Amsterdam sama haust. „Hann vann
því að teikningum fyrir bókina um
sumarið.“
Samstarfið gekk vel að sögn Sig-
rúnar. „Við fórum yfir það í sameiningu
hvernig anda við vildum hafa í bókinni,
köstuðum á milli okkar hugmyndum og
ræddum þær fram og til baka. Þetta
hefur eflaust styrkt sambandið enn
frekar á milli okkar ef eitthvað er.“
Söguefnið stendur þeim mæðginum
nærri því bæði fæddust þau í Vest-
mannaeyjum; Sigrún var nýfædd þegar
gaus í Heimaey og flúði yfir á megin-
landið með foreldrum sínum á meðan
það gekk yfir en eftir gos flutti fjöl-
skyldan aftur til eyja.
„Askan var manni stöðug áminning
um gosið. Ég hef líka alltaf haft áhuga á
óútskýrðum hlutum; ég ólst upp í gömlu
húsi þar sem hlutir voru alltaf að hverfa
og dúkka síðan upp á stöðum þar sem
var búið að þaulleita. Við gengum út frá
því að við værum með húsálfa heima!
Það var því sjálfsagt engin tilviljun að
ég ákvað að skrifa sögu um huldufólk á
eldfjallaeyju.“
Auk þess að myndskreyta bókina
braut Smári Rúnar hana um og til að
myndirnar fái að njóta sín sem best eru
sumar síðurnar með innbrotnum flipa
fyrir textann.
„Mér finnst þetta í aðra röndina vera
listaverkabók,“ segir Sigrún Elsa. „Það
er öðruvísi upplifun að lesa barnabók
með svona myndum. Enda hug myndin
að gera skemmtilega bók sem full orðnir
og börn geta notið að lesa saman.“
Sigrún Elsa segir það koma vel til
greina að skrifa fleiri bækur.
„Við ætlum að sjá hvernig viðtökur
þessi fær áður en við ákveðum nokkuð
en ég er búinn að gera drög að annarri
sögu. Þetta var að minnsta kosti það
skemmtilegt að við erum til í meira.“
bergsteinn@frettabladid.is
Mamman skrifar
og sonurinn teiknar
Mæðginin Sigrún Elsa Smáradóttir og Smári Rúnar Róbertsson gáfu út sína fyrstu bók
á dögunum, barnabókina Söguna af huldufólkinu á eldfj allaeyjunni. Sigrún Elsa samdi
söguna en Smári Rúnar myndskreytti.
Þennan dag árið 1981 sameinuðust
síð degisblöðin tvö sem gefin voru út í
Reykjavík og barist höfðu illvígri baráttu
um markaðinn frá 8. september 1975.
Óbreyttir starfsmenn þeirra, sem höfðu
litið á keppinautana sem algera fjandmenn,
voru nú allt í einu orðnir vinnufélagar því
þegar þeir komu til starfa þennan morgun
var búið að brjóta niður skilvegginn á milli
ritstjórnanna í Síðumúla 12 og 14.
Þeir héldu sig líka sjá ofsjónir þegar þeir
sáu ritstjóra beggja blaðanna sitja í mak-
indum hlið við hlið, menn sem höfðu ekki
yrt hvor á annan svo vitað væri heldur
skipst á hörðum skeytum í leiðurunum.
Verkfall Félags bókagerðarmanna hafði
staðið frá 14. til 24. nóvember og þá hafði
hugmyndin að sameiningu komið upp og
gott ráðrúm fékkst til að undirbúa hana.
Nýja blaðið hét Dagblaðið & Vísir en var
síðar stytt í Dagblaðið Vísi og síðar DV.
Ritstjórar voru Jónas Kristjánsson, sem
áður ritstýrði Dagblaðinu, og Ellert B.
Schram, áður ritstjóri Vísis. Reynt var
að samhæfa efnisþætti blaðanna en
smám saman dró það meira dám af
Dagblaðinu. Fyrir sameiningu var upp-
lag beggja blaðanna samanlagt 44-48
þúsund eintök en ári eftir sameiningu
var það 37-39 þúsund eintök.
ÞETTA GERÐIST: 26. NÓVEMBER 1981
Dagblaðið og Vísir í eina sæng
BURT MEÐ MENNINA Huldufólkið er ekki par hrifið af því þegar mannfólk kemur sér fyrir á eldfjallaeyjunni. Ráðabrugg til að hrekja þá burt
fer hins vegar öðruvísi en þeir ætluðu sér.
SIGRÚN ELSA OG SMÁRI RÚNAR Þegar Sigrún Elsa fann drög að sögu sem hún hafði skrifað
í barnaskóla ákvað hún að ljúka við hana. Þá lá beint við að biðja soninn, verðandi myndlis-
tarnemann, um að myndskreyta.