Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 59
MÁNUDAGUR 26. nóvember 2012 | SPORT | 27 F A B R IK A N OSTAVEISLA FRÁ MS Gullostur Hvítmygluostur. Hvítmyglan er einnig inni í ostinum. Áhugaverður ostur með mildu bragði sem gott er að njóta í lok góðrar máltíðar. Þessi ostur er einn af flaggskipunum í ostafjölskylduni frá MS. Heilbakaður Gullostur með timjan og hvítlauk Vefjið smjörpappír utan um ostinn, pikkið átta göt ofan í ostinn og stingið ögn af timjan ásamt þunnum sneiðum af hvítlauk ofan í götin. Dreypið örlítilli ólífuolíu yfir. Pakkið ostinum aftur inn í bréfið sem var utan um hann og bakið hann í 30 mínútur við 160°C. Berið ostinn fram með grilluðu hvítlauksbrauði. Osta er hægt að bera fram með ýmsum hætti, það má t.d. borða Gullostinn með góðu ávaxtamauki, eða með hnetum og hella síðan góðu hunangi yfir eða setja í hann fyllingu úr þurrkuðum ávöxtum s.s. apríkósum og fíkjum og skreyta hann að ofan með þurrkuðum trönuberjum og hlynsírópi. Búa til litlar og fallegar ostasamlokur eða ostasnittur. Kynntu þér fleiri góðar hugmyndir og uppskriftir á heimasíðunni: www.ostur.is Ostabakki - antipasti Grillaðar paprikur, sól- eða ofn- þurrkaðir tómatar, grillað eggaldin, hráskinka og þurrkaðar pylsur. Gullostur, gráðaostur með ferskri peru, blár Kastali. Steyptur villisveppaostur skorinn út í litla hringi. Maribóostur með kúmeni. Kryddað apríkósumauk. Baguette-brauð. Uppskriftina að kryddaða apríkósu- maukinu má finna á vefnum www.ostur.is Eygló Ósk í þrettánda sæti á EM SUND Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sund félaginu Ægi varð í 13. sæti í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í Chartres í Frakklandi. Eygló Ósk synti á 2:09;88 mínútum en Íslandsmetið hennar (2:07;10 mín.) hefði dugað henni til að komast í úr- slitasundið. Eygló varð í 15. sæti í 100 metra baksundi. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH varð í 15. sæti í 50 metra baksundi og Inga Elín Cryer bætti eigið Íslands- met í 400 metra skriðsundi þegar hún synti á 4:14;24 mínútum. Fyrirliðinn farinn heim til Akureyrar FÓTBOLTI Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Valsmanna, hefur ákveðið að spila næsta sumar með KA í 1. deildinni en hann skrifaði undir tveggja ára samning í gærmorgun. Miðvörðurinn er komin aftur í KA eftir átta ára fjarveru frá sínu upp- eldisfélagi en Atli Sveinn hefur spilað með Val frá 2004 og verið fyrirliði þar í fimm sumur. „Ég skynja núna að það er mikill kraftur í félaginu og mér finnst virki- lega vera lag til þess að taka skrefið og koma liðinu upp í efstu deild, þar sem ég tel að það eigi heima,“ sagði Atli Sveinn á heimasíðu KA í gær. Fimm bræður í sama leiknum BLAK Fimm bræður leika með Stjörnunni og Þrótti úr Neskaupsstað í Mikasadeild karla í blaki og það vakti athygli að þeir voru allir með í 3-0 sigri Stjörnunnar í innbyrðis leik liðanna um helgina. Róbert Karl, Vignir Þröstur og Ástþór Hlöðverssynir léku með Stjörnunni en í liði Þróttar Nes voru þeir Geir Sigurpáll og Hlöðver Hlöðverssynir. Stjarnan vann hrinurnar í leiknum 25-20, 25-21 og 25-15 og komst með þessum sigri í toppsæti deildarinnar en Garðbæingar eru komnir með fjórtán stig. Fjórir sigrar í röð hjá Jóni Arnóri KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza unnu sinn fjórða sigur í röð í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær þegar þeir skelltu Joventut 77-57 og komust upp í fimmta sæti deildar- innar. Jón Arnór skoraði átta stig á 21 mínútu í leiknum en hann hitti úr tveimur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. CAI Zaragoza hefur unnið þessa fjóra leiki með samtals 84 stigum eða 21 að meðaltali og það er því ljóst að Jón Arnór og félagar geta gert góða hluti í vetur. ÚRSLIT LENGJUBIKAR KARLA ÚRSLITALEIKUR SNÆFELL 81 (45) TINDASTÓLL 96 (44) Snæfell: Jay Threatt 22/8 fráköst/8 stoðsendingar, Asim McQueen 17/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 8, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Ólafur Torfason 5, Sigurður Þorvaldsson 1. Tindastóll: Þröstur Leó Jóhannsson 27, George Valentine 26/14 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 16, Drew Gibson 16/5 frák./8 stoðs., Svavar Birgisson 6, Helgi Freyr Margeirsson 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 2. N1 deild karla HAUKAR 27 (19) ÍR 26 (13) Mörk Hauka (skot): Stefán Rafn Sigurmannsson 9/3 (10/3), Gísli Kristjánsson 3 (3), Jón Þorbjörn Jóhannsson 3 (3), Tjörvi Þorgeirsson 3 (7), Árni Steinn Steinþórsson 3 (8), Gylfi Gylfason 2 (2), Elías Már Halldórsson 2 (3), Gísli Jón Þórisson 1 (2), Sveinn Þorgeirsson 1 (3), Adam Haukur Baumruk (1), Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 18/1 (43/5, 42%), Einar Ólafur Vilmundarson (1/1, 0%), Hraðaupphlaup: 6 (Árni 2, Stefán Rafn, Gísli, Tjörvi, Gylfi) Mörk ÍR (skot): Sturla Ásgeirsson 8/5 (10/6), Björgvin Hólmgeirsson 7 (14), Guðni Már Kristinsson 4 (8), Davíð Georgsson 2 (2), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Ólafur Sigurgeirsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson 1 (4), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1 (5), Máni Gestsson (1), Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 9 (30/3, 30%), Hermann Þór Marinósson (6, 0%), Hraðaupphlaup: 6 (Björgvin 2, Guðni Már 2, Ólafur, Ingimundur) Staðan í deildinni Haukar 9 8 1 0 245-201 17 Akureyri 9 5 1 3 224-216 11 ÍR 9 4 1 4 236-236 9 FH 9 4 1 4 217-229 9 HK 9 3 2 4 219-232 8 Fram 9 3 1 5 225-232 7 Valur 9 2 2 5 214-222 6 Afturelding 9 2 1 6 220-232 5 FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Eyjólfur Héðinsson voru allir á skotskónum með liðum sínum um helgina. Alfreð tryggði Heerenveen 1-1 jafntefli á útivelli á móti VVV Venlo en hann er annar markahæsti maður hollensku deildarinnar með 10 mörk. Aron Einar skoraði í 2-1 útisigri Cardiff á Barnsley í ensku b-deildinni en hann hefur nú skorað 4 mörk í síðustu 7 deildarleikjum sínum og það þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað þrjá þeirra. Björn Bergmann kom Úlfunum yfir á 5. mínútu í sömu deild en liðið tapaði engu að síður 1-2 á heimavelli á móti Nottingham Forest. Eyjólfur Héðinsson kom SönderjyskE í 1-0 á móti FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni en það dugði ekki til því FCK tryggði sér öll þrjú stigin með tveimur mörkum í seinni hálfleik. - óój Alfreð áfram á skotskónum ALFREÐ FINNBOGASON 10 mörk í 12 leikjum í hollensku deildinni. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.