Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 26. nóvember 2012 | MENNING | 23 „Heimilistækin mín eru frá Smith Norland. Það kemur ekkert annað til greina.“ Þakkargjörðahátíðin hjá Halle Berry og unnusta hennar, Olivier Martinez, tók óvænta stefnu á fimmtudaginn. Barnsfaðir Halle, Gabriel Aubry, var að skila af sér dóttur þeirra Nöhlu þegar slagsmál brutust út á milli hans og Martinez. Á unnustinn að hafa sagt barnsföðurnum að nú væri kominn tími til að komast yfir Halle og halda áfram og var það kveikjan að slagsmálunum. Báðir enduðu þeir á slysadeild og Gabriel var bókaður fyrir óspektir og gert að halda sig í minnst 90 metra fjarlægð frá Halle, Olivier og Nöhlu. Slógust um Halle Fyrirhuguðum tónleikum Chris Brown í Gvæjana hefur verið aflýst vegna ítrekaðra mótmæla. Þarlend kvenréttindasamtök auk stjórnarandstöðunnar hafa mótmælt tónleik- unum vegna líkamsárásarinnar sem Brown var dæmdur fyrir árið 2009. Brown réðst á þáver- andi kærustu sína, Rihönnu, og beitti hana grófu líkamlegu ofbeldi. Tónleikarnir áttu að fara fram á annan í jólum en Brown hætti við þau áform eftir að hann fékk veður af mótmælunum. Samkvæmt tónleika- haldaranum, Hits & Jams Entertainment, tók Brown sjálfur þessa ákvörðun því honum þótti mótmælin óþægileg. Svipuð mótmæli fóru fram í Svíþjóð fyrir stuttu og var fólk hvatt til að sniðganga tónleikana. Þann 25. ágúst árið 2009 var Brown fundinn sekur um að hafa beitt Rihönnu líkamlegu ofbeldi og í kjölfarið dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi, sex mánuði í samfélagsþjónustu auk með- ferðar við ofbeldishegðun sinni. Þrátt fyrir dóminn beið ferill Browns ekki mikla hnekki og aðeins fáar útvarpsstöðvar hættu að spila tónlist hans. ÓÞÆGINDI Chris Brown hefur hætt við tónleika sína í Gvæjana vegna mótmæla. NORDICPHOTOS/GETTY Armbandsúr sem tilheyrði Elvis Presley er til sölu hjá bresku upp- boðshúsi. Líklegt er að minnst 1,2 milljónir króna fáist fyrir úrið. Armbandsúrið sem um ræðir fékk Presley í jólagjöf árið 1976 frá umboðsmanni sínum, Tom Parker. Presley lést í ágúst árið eftir. Skilaboð til söngvarans sjást enn grafin í úrið. „Elvis gleðileg jól þinn vinur Col. Tom Parker“ stendur grafið í úrið. Á sama uppboði verður einnig hægt að bjóða í lífstykki sem Mad- onna klæddist á tónleikaferðalagi árið 1990. Jólagjöfi n á uppboð GJÖF TIL SÖLU Armbandsúr sem var í eigu Elvis Presley fer á uppboð í Eng- landi. NORDICPHOTOS/GETTY Á nýársdag 1962 ferðuðust Bítlarnir, sem þá hétu The Silver Beatles, frá Liverpool til London til að taka upp fimmtán lög hjá útgáfunni Decca. Yfirmaðurinn Dick Rowe átti að hlusta á lögin með mögulega útgáfu í huga. Hann varð síðar þekktur sem maðurinn sem hafnaði Bítlunum. Tíu af þessum lögum eru á upp- haflegu „master“-upptökunni sem verður sett á uppboð á þriðjudaginn. Talið er að hátt í fjórar milljónir króna fáist fyrir hana. Ólíklegt er að hún fari í almenna sölu í framtíðinni því Bítlarnir eiga sjálfir útgáfuréttinn á henni. Bítlaupptökur boðnar upp BÍTLARNIR tóku upp tíu lög fyrir útgá- funa Decca árið 1962. Tónleikum Browns afl ýst vegna mótmæla Chris Brown hætti við fyrirhugaða tónleika í Guyana. Brown var dæmdur fyrir líkamsárás árið 2009. LÆTI Olivier og Halle áttu ekki mjög rólega þakka- gjörðar hátíð í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.