Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 8
26. nóvember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Í haust réðust Íslandsstofa og Samtök upplýsingatæknifyrirtækja í stórt og metnaðar-
fullt verkefni þegar ráðinn var sérstakur verkefnisstjóri til að kortleggja upplýsinga-
tæknigeirann. Stærsti hluti verkefnisins fólst í að taka viðtöl við 70 fyrirtæki í greininni.
Í framhaldi af þeirri vinnu voru fulltrúar átta fyrirtækja kallaðir saman á vinnufund til að
gera verkáætlun byggða á niðurstöðum þessara viðtala, og verður henni hrint af stað
strax á nýju ári.
Nú er komið að því að kynna helstu niðurstöður skýrslunnar og þau verkefni sem
Íslandsstofa ætlar að ráðast í ásamt fyrirtækjum í upplýsingatæknigeiranum.
Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.
Nánari upplýsingar veita: Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is
og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is
DAGSKRÁ
Setning fundar – Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu
Niðurstöður skýrslunnar – Vilhjálmur Jens Árnason, verkefnisstjóri
Verkefnaáætlun framundan hjá íslandsstofu í samvinnu við upplýsinga-
tæknifyrirtæki – Hermann Ottósson, forstöðumaður hjá Íslandsstofu
Næstu skref – Magnús S. Norðdahl LS Retail sem jafnframt situr í stjórn
SUT (Samtök Upplýsingatæknifyrirtækja)
Skoda Octavia 1,6
TDi Árgerð 2012, dísel
Ekinn 11.000 km, sjálfsk.
VW Jetta 1,9 TDi Com-
fort, Árgerð 2008, dísel
Ekinn 81.500 km, beinsk.
Ásett verð:
3.850.000,-
VW Polo Comfort 1,4 AT
Árgerð 2011, bensín
Ekinn 35.000 km, sjálfsk.
Audi A4 2,0TDi 6 gíra
Árgerð 2011, dísel
Ekinn 38.000 km, beinsk.
Ásett verð
2.390.000,-
Komdu og skoðaðu úrvalið!
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga kl. 12-16
MM Pajero 3.2 Instyle
Árgerð 2012, dísel
Ekinn 25.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð:
9.390.000,-
GOTT ÚRVAL
AF NÝLEGUM
GÆÐABÍLUM
Ásett verð:
2.190.000,-
Ásett verð
4.690.000,-
SJÓNVARPSSTÖÐIN ID: INVESTIGATION DISCOVERY ER EINGÖNGU Í BOÐI Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS
STJÓRNMÁL Stjórnmálaflokkur
pírata var stofnaður á laugardag.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður
Hreyfingarinnar, var kjörin for-
maður sjö manna framkvæmda-
ráðs. „Ljóst er að grunnstefna
pírata höfðar til margra, sér í
lagi ungs fólks,“ sagði hún. „Við
munum leggja höfuðáherslu á að
kynna grunnstefnuna fyrir lands-
mönnum og hvetjum venjulegt fólk
til að stíga um borð og taka þátt.“
Amilia Andersdotter, annar Evr-
ópuþingmaður sænskra pírata,
sendi fundinum formlega kveðju
í formi mynd-
bands.
Birgitta Jóns-
dóttir, Björn
Þ ór Jóhann-
esson, Hal l -
dóra Mogensen,
Jason Scott og
Stefán Vignir
Skarphéðins-
son voru kjörin í
framkvæmdaráð
ásamt Herberti Snorrasyni og Ein-
ari Val Ingimundarsyni sem voru
valdir samkvæmt slembiúrtaki. - fb
Birgitta Jónsdóttir kjörin formaður framkvæmdaráðs:
Píratar stofna flokk
BIRGITTA
JÓNSDÓTTIR
VÍSINDI, AP Þegar risaskjaldbakan
Einmana Georg lést á Galapagos-
eyjum síðastliðið sumar dó um
leið út sú skjaldbökutegund.
Vísindamenn í Ekvador telja
hins vegar möguleika á því að end-
urvekja þessa sömu tegund, sem
bjó á Pinta-eyju, með markvissri
kynblöndun skyldra tegunda.
Þeir hafa rannsakað erfðaefni
Georgs, sem hafðist við á eyjunni
Pinta, og borið saman við erfða-
efni úr 1.600 skjaldbökum í hlíðum
Wolf-fjalls á eyjunni Isabella.
Niður staðan varð sú að erfðaefni
úr sautján af þessum skjaldbökum
er það líkt erfðaefni Georgs, að á
endanum væri hægt að ná fram
tegund sem væri nákvæmlega eins
og tegund Georgs.
„Þetta yrði í fyrsta sinn sem
dýrategund yrði endurvakin eftir
að hafa verið lýst útdauð,“ segir
Edwin Naula, framkvæmdastjóri
Galapagos-þjóðgarðsins. Hann
sagði miklar líkur á því að þetta
væri hægt. Hins vegar væri svona
ræktunarstarf tímafrekt: „Það
myndi taka um 100 til 150 ár.“
Hann segir að þegar sé byrjað að
flytja þessar sautján skjald bökur frá
Isabella-eyju til ræktunarstöðvar
þjóðgarðsins í Santa Cruz, stærstu
eyju Galapagos-klasans. - gb
Vísindamenn beita kynblöndun skyldra tegunda:
Endurvekja útdauða
skjaldbökutegund
ÚTDAUÐUR EÐA EKKI? Georg var síðasta risaskjaldbaka sinnar tegundar. Hann lést
í sumar.