Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 26. nóvember 2012 | SKOÐUN | 13
– alvöru piparkökur
Fást í verslunum Hagkaups og Bónus
„Heimsins brestur hjálpar-
lið,/ hugur skerst af ergi, /
þegar mest ég þurfti við / þá
voru flestir hvergi“ orti Frið-
rik Jónsson á sínum tíma og
þau orð gætu margir fram-
bjóðendur gert að sínum eftir
helgina. Kjósendur voru flestir
hvergi – eða að minnsta kosti
fjarri. Og hvað sem líður tali
um „ákall um breytingar“ þá
bylur hæst í þögninni, rétt eins
og andstæðingar Sjálfstæðis-
flokksins þreytast ekki á að núa
þeim um nasir, eftir túlkanir
þeirra á fjarverandi at kvæðum
í stjórnarskrárkosningum á
dögunum. Lítil þátttaka. Áhuga-
leysi. Sinnuleysi. Leiði. Kannski
bíður þjóðin átekta og ætlar
svo að gera eitthvað óheyrilegt.
Og kannski er þjóðin bara að
geispa.
Þau nýju
Kannski er sú stund runnin
upp að helst sé hægt að mjaka
langþreyttri þjóð á kjörstað
til að lýsa því yfir að Icesave-
skuldin sé sér með öllu óvið-
komandi eða kannski er þetta
allt saman ávitull þess að beðið
sé eftir nýju framboði. Þau
sem nú þegar eru komin fram
heita mjög skátalegum nöfnum
sem þó er furðu erfitt að muna.
Litlum sögum fer af fylginu,
enn sem komið er. Björt Fram-
tíð er reyndar fjarska geðslegur
flokkur – góðvinur minn segir
að þetta sé Samfylkingin með
mannlega ásjónu – og ekki skal
efast um góðan hug fólksins
í Dögun og Samstöðu og vera
kann að það sé rétt hjá Lilju
Mósesdóttur að gengisleysi
flokksins sé vegna þess að hún
hafi sjálf ekki átt þess kost að
koma nógu oft í Silfur Egils; og
þótt maður með mitt lífsviður-
væri hljóti að hafa ákveðnar
efasemdir um það mikla hug-
sjónamál píratanna að ekki
skuli greiða listamönnum fyrir
vinnu sína heldur skuli skjá-
mennið einrátt um það hvað það
greiðir fyrir og hvað ekki, þá
fer ekki á milli mála að ferskir
vindar blása um þann nýja
flokk. Hægri grænir hafa vissu-
lega komið auga á mikið skarð,
sem er að vandaðir íhaldsmenn
fari að sjá ljósið í umhverfis-
málum og leiti markaðslausna á
stærstu vandamálum mannkyns
en afneiti þeim ekki; talsmenn
þessa flokks tala á hinn bóginn
aldrei um neitt nema peninga og
skuldaniðurfellingar – eins og
ekki séu nógir um það.
Í Suðvesturkjördæmi höfðu
heimamenn ekki erindi sem
erfiði gegn Ögmundi Jónas-
syni sem er undarlegt sambland
af Vesturbæingi og þingmanni
Jóns Bjarnasonar. Vinstri græn
höfnuðu hins vegar Birni Vali,
þessum skemmtilega sjóara
að norðan; og hann er sendur
aftur heim, roðlaus og beinlaus.
Það er synd: þetta er dugnaðar-
forkur sem kemur vel fyrir sig
orði en talaði full ógætilega um
Evrópumál fyrir hreinlífisfólk
innanflokks; jafnvel þótt stór
hluti kjósenda VG sé heldur
Evrópusinnaður er eins og í
heilabúi sérhvers flokksbundins
VG-liða búi strangur Hjörleifur
Guttormsson, þess albúinn að
hasta á minnstu linkind gagn-
vart auðvaldsríkjunum vondu í
vestri. Sjálfur er Hjörleifur hins
vegar farinn; genginn í heldur
brúnaþungan en óskráðan flokk
með Birni Bjarnasyni, Guðna
Ágústssyni og Davíð Oddssyni.
Ákall um kall?
„Ákall um endurnýjun“ – „Sjálf-
stæðismenn að kalla eftir breyt-
ingum“: þannig voru fyrir-
sagnirnar á netmiðlunum í
fyrrakvöld þegar fregnir bárust
af úrslitum úr prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Reykjavík.
Ekki verður þó sagt að þau
köll séu beinlínis ærandi. Nema
maður heyrir náttúrlega kröf-
una um þá einu breytingu sem
sjálfstæðismönnum finnst
ástæða til að gera: að hætta
að tala um „þetta svokallaða
„hrun““ en fara aftur að virkja,
höndla, kaupa, selja, gíra sig,
veðsetja, taka lán, borða gull og
kaupa Eiffelturninn; fara aftur
að stjórna eins og Guð ákvað
að Sjálfstæðisflokkurinn ætti
að gera þegar hann skapaði
heiminn.
Sjálfstæðismenn eru svo lítið
eins og grunsamlega fólkið í
glæpaþáttunum í sjón varpinu
sem segir þegar löggan er búin
að tæta í sig fjarvistarsönnun
þeirra: „I want to call my lay-
wer.“ Sigurvegarinn í prófkjör-
inu, Brynjar Níelsson, hefur
sýnt okkur hvernig hann getur
komið fram opinberlega og
varið fimlega alls kyns mál-
stað án þess að depla augunum.
Hann hefur sýnilega hrifið
marga sjálfstæðismenn með
þeirri framgöngu sinni, og þeir
hugsað með sér að slíkur tals-
maður sé einmitt það sem sjálf-
stæðisstefnan þurfi á að halda
um þessar mundir: slyngur
verjandi.
Annars er óþarfi að vera með
skens: Sigurvegari próf kjörsins
er auðvitað Hanna Birna, sem
sumir segja óskrifað blað. Hún
hefur þó áður sýnt í störfum
sínum að hún getur bæði verið
hörð í horn að taka þegar því
er að skipta, og brúarsmiður
þegar svo ber undir; verið ýmist
Harðsnúna Hanna, Hraðmælta
Hanna eða Hlýlega Hanna.
Um hríð hafa sjálfstæðis-
menn reynt að finna sig: Þeir
hafa farið að hamast á ný á
móti Uppkastinu, sem síðast
var þjarkað um árið 1908 en
heitir nú ESB; þeir hafa safnað
skeggi sumir karlarnir (Birgi
Ármannssyni hefði áreiðanlega
gengið betur nú með sítt skegg
– en það er hins vegar óvíst með
Guðlaug Þór), konurnar hafa
ýmsar klæðst lopapeysu með
hæfilega smart og þjóðlegum
mynstrum. „Mín ástkæra þjóð,
þú ert enn í peysu,“ orti séra
Matthías á sínum tíma og átti
við að sér fyndist þjóðin lúðaleg
og afturhaldssöm; nú er þessi
peysa (grænlenska mynstrið
kom reyndar ekki fyrr en um
miðja 20. öld) orðin að tákni
nægjusemi og þjóðlegra dyggð.
Kannski eigum við eftir að
sjá kvenframbjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins ganga alla leið
fyrir næstu kosningar og hrein-
lega koma fram á peysufötum?
Kannski ekki.
Hitt stendur eftir, að stór
hluti kjósenda nennir þessu
ekki alveg; er eins og luntalegur
unglingur sem neitar að koma
fram og vera með en vill heldur
hanga einn inni hjá sér á netinu,
sem kannski er einmitt sá
staður sem líkist því einna helst
að vera hvergi.
Þá voru flestir hvergi
Í DAG
Guðmundur Andri
Thorsson
rithöfundur
Annars er óþarfi að vera með skens: Sigurvegari
prófkjörsins er auðvitað Hanna Birna sem sumir
segja óskrifað blað. Hún hefur þó áður sýnt í störfum
sínum að hún getur bæði verið hörð í horn að taka
þegar því er að skipta, og brúarsmiður þegar svo ber
undir; verið ýmist Harðsnúna Hanna, Hraðmælta Hanna
eða Hlýlega Hanna.