Fréttablaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 62
26. nóvember 2012 MÁNUDAGUR| MENNING | 30
„Það er búið að grafa stríðsöxina. Það þurfti fimm
ár. Ég var greinilega ekki þrjóskari en það,“ segir
trommarinn Egill Örn Rafnsson.
Hann er snúinn aftur í rokksveitina Sign eftir
að hafa yfirgefið hana í fússi árið 2008. Brott-
hvarf hans kom í kjölfar þess að hljómsveitin
hafnaði fimm platna samningi við þýsku útgáf-
una JKP. Ragnar Sólberg, bróðir hans, vildi ekki
skrifa undir samninginn af ótta við að frelsi hans
sem tónlistarmanns myndi skerðast. „Við vorum
alltaf vinir en að vinna saman var ekki alveg inni í
myndinni,“ segir hann um ósættið við bróður sinn.
Fyrstu tónleikarnir með Agli aftur við
trommusettið verða á Gamla Gauknum 26. des-
ember. „Við vorum í brúðkaupi hjá Ragnari í
sumar. Ég, Arnar [Grétarsson, gítarleikari] og
Ragnar spiluðum í brúðkaupinu og svo verðum
við allir á Íslandi um jólin þannig við ákváðum
að halda tónleika.“
Egill er búsettur í London þar sem hann spilar
með hljómsveitinni Fears. Hún gefur út EP-
plötu eftir áramót. Ragnar býr í Noregi en hefur
verið að taka upp ný lög í Þýskalandi. Stefnan er
sett á að gefa út nýtt Sign-lag fyrir tónleikana
hér heima og plata er einnig í undirbúningi.
Egill hlakkar mikið til að tromma aftur með
uppáhaldshljómsveitinni sinni. „Nú er bara að
draga fram naglalakkið og augnskuggann,“ segir
hann og hlær. Forsala miða á tónleikana hefst á
næstunni. - fb
Bræðurnir grafa stríðsöxina eft ir fi mm ár
Egill Örn Rafnsson hætti í Sign í kjölfar höfnunar á plötusamningi en hefur nú snúið aft ur í rokksveitina.
STRÍÐSÖXIN GRAFIN Trommarinn Egill Örn
Rafnsson, lengst til vinstri, er snúinn aftur í
rokksveitina Sign eftir fimm ára fjarveru.
„Ég veit lítið um þetta ferli enda allt mjög dularfullt.
Einhver fyrirtæki í Los Angeles hafa haft samband
við mig og boðist til að taka að sér kynningu á mynd-
inni fyrir það sem þeir kalla „Oscar run“,“ segir
leikstjórinn Ísold Uggadóttir.
Stuttmynd hennar, Útrás Reykjavík, er kominn
áfram í fyrsta forvali til Óskarsverðlauna 2013 en í
desember verður svo tilkynnt hvaða tíu myndir kom-
ast í gegnum næstu síu. Til að komast í þetta forval
til Óskarsverðlaunanna þurfa myndir að vinna til
aðalverðlauna á útvöldum kvikmyndahátíðum sem
Óskarsakademían hefur viðurkennt. „Í mínu tilfelli
voru það aðalverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Aþenu
sem skiptu sköpum og komu Útrás Reykjavík inn á
þennan góða lista.“
Stuttmyndin Útrás Reykjavík hefur hlotið mikla
athygli síðan hún var frumsýnd, en í síðasta mánuði
hlaut hún aðalverðlaun á Seminci-hátíðinni í Valla-
dolid á Spáni. Stuttmyndin, sem skartar þeim Lilju
Þórisdóttur og Maríu Hebu Þorkelsdóttir í aðalhlut-
verkum, etur kappi við 60 aðrar stuttmyndir sem
eiga kost á að verða tilnefndar til Óskarsverðlauna.
Útrás Reykjavík hefur verið á ferð og flugi um
heiminn og verið sýnd á hátíðum í Telluride, New
York, Tyrklandi, Lettlandi, Úkraínu, Póllandi,
Kosovo, Noregi, Grikklandi og á Spáni. -áp
Útrás Reykjavík áfram í fyrsta
forvali til Óskarsverðlauna
Mynd Ísoldar Uggadóttur freistar þess að keppa um Óskarinn 2013.
DULARFULLT FERLI Það voru aðalverðlaunin á kvikmynda-
hátíðinni í Aþenu sem skiluðu Útrás Reykjavík plássi í forvali
til Óskarsverðlauna 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Jón [Jónsson] hafði spurt kennara
í FÍH hvort þeir vissu um tromm-
ara til að spila með honum og ein-
hver nefndi mig. Ég fór svo í viðtal
til Jóns og eftir það var ég boðaður
á æfingu með hljómsveitinni,“
segir Andri Bjartur Jakobsson,
trommuleikari. Hann var valinn
til liðs við hljómsveit Jóns Jóns-
sonar úr hópi tíu trommuleikara.
Fjórir komust áfram í prufur og að
lokum var Andri Bjartur fenginn
til liðs við sveitina.
„Ég hef aldrei farið í gegn-
um svona ferli áður til að fá að
tromma með hljómsveit. Þetta var
mjög prófessional hjá þeim,“ segir
Andri, en hann er einnig trymbill
hljómsveitanna Mammút og 1860.
Fréttablaðið skýrði frá því í
október að tónlistarmaðurinn Jón
Jónsson hefði landað plötusamn-
ingi við Sony eftir að hann heill-
aði útgáfustjórann og X Factor-
dómarann L.A. Reid. Svo gæti
farið að Andri Bjartur fylgi Jóni
út til Bandaríkjanna þegar þar
að kemur. „Mér skilst að það gæti
farið þannig. Samningurinn var þó
gerður við Jón einan, en ég veit að
hann vill hafa hljómsveitina með
sér og ég er partur af henni. En
þetta kemur betur í ljós síðar.“
Ný hljómplata með Mammút er
væntanleg í vor, en útgáfa hennar
hefur gengið nokkuð brösuglega og
hafa sumir gengið svo langt að segja
bölvun hvíla á plötunni. „Platan átti
upphaflega að koma út fyrir Iceland
Airwaves en svo komu upp erfiðleik-
ar í kringum upptökur og við urðum
að fresta útgáfunni. Í kjöl farið
ákváðum við að endurvinna plötuna
alveg upp á nýtt og við reiknum með
að hún komi út í mars eða apríl á
næsta ári,“ segir Andri Bjartur að
lokum. -sara@frettabladid.is
Sérvalinn af Jóni
Jónssyni eft ir prufu
Trommuleikarinn Andri Bjartur Jakobsson var valinn úr tíu manna hópi til að
leika með Jóni Jónssyni. Aldrei farið í viðlíka prufur hjá hljómsveit áður.
BAR SIGUR ÚR BÝTUM Svo gæti farið að Andri Bjartur fylgi Jóni Jónssyni til
Bandaríkjanna þar sem sá síðarnefndi er á plötusamningi hjá Sony. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Ætli það sé ekki Spáðu í mig
með Megasi. Það er bara eitt-
hvað við þetta lag, það kemur mér
alltaf í gott skap. Meira að segja á
mánudögum.“
Bjarni Haukur Þórsson leikari.
MÁNUDAGSLAGIÐ
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunudaga 8.00 -16.00
ÖLL BRAUÐ Á
25%
AFSLÆTTI
Á MÁNUDÖGUM
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
• Fálkagötu 18
• Lönguhlíð