Fréttablaðið - 26.11.2012, Side 55

Fréttablaðið - 26.11.2012, Side 55
MÁNUDAGUR 26. nóvember 2012 | MENNING | 23 „Heimilistækin mín eru frá Smith Norland. Það kemur ekkert annað til greina.“ Þakkargjörðahátíðin hjá Halle Berry og unnusta hennar, Olivier Martinez, tók óvænta stefnu á fimmtudaginn. Barnsfaðir Halle, Gabriel Aubry, var að skila af sér dóttur þeirra Nöhlu þegar slagsmál brutust út á milli hans og Martinez. Á unnustinn að hafa sagt barnsföðurnum að nú væri kominn tími til að komast yfir Halle og halda áfram og var það kveikjan að slagsmálunum. Báðir enduðu þeir á slysadeild og Gabriel var bókaður fyrir óspektir og gert að halda sig í minnst 90 metra fjarlægð frá Halle, Olivier og Nöhlu. Slógust um Halle Fyrirhuguðum tónleikum Chris Brown í Gvæjana hefur verið aflýst vegna ítrekaðra mótmæla. Þarlend kvenréttindasamtök auk stjórnarandstöðunnar hafa mótmælt tónleik- unum vegna líkamsárásarinnar sem Brown var dæmdur fyrir árið 2009. Brown réðst á þáver- andi kærustu sína, Rihönnu, og beitti hana grófu líkamlegu ofbeldi. Tónleikarnir áttu að fara fram á annan í jólum en Brown hætti við þau áform eftir að hann fékk veður af mótmælunum. Samkvæmt tónleika- haldaranum, Hits & Jams Entertainment, tók Brown sjálfur þessa ákvörðun því honum þótti mótmælin óþægileg. Svipuð mótmæli fóru fram í Svíþjóð fyrir stuttu og var fólk hvatt til að sniðganga tónleikana. Þann 25. ágúst árið 2009 var Brown fundinn sekur um að hafa beitt Rihönnu líkamlegu ofbeldi og í kjölfarið dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi, sex mánuði í samfélagsþjónustu auk með- ferðar við ofbeldishegðun sinni. Þrátt fyrir dóminn beið ferill Browns ekki mikla hnekki og aðeins fáar útvarpsstöðvar hættu að spila tónlist hans. ÓÞÆGINDI Chris Brown hefur hætt við tónleika sína í Gvæjana vegna mótmæla. NORDICPHOTOS/GETTY Armbandsúr sem tilheyrði Elvis Presley er til sölu hjá bresku upp- boðshúsi. Líklegt er að minnst 1,2 milljónir króna fáist fyrir úrið. Armbandsúrið sem um ræðir fékk Presley í jólagjöf árið 1976 frá umboðsmanni sínum, Tom Parker. Presley lést í ágúst árið eftir. Skilaboð til söngvarans sjást enn grafin í úrið. „Elvis gleðileg jól þinn vinur Col. Tom Parker“ stendur grafið í úrið. Á sama uppboði verður einnig hægt að bjóða í lífstykki sem Mad- onna klæddist á tónleikaferðalagi árið 1990. Jólagjöfi n á uppboð GJÖF TIL SÖLU Armbandsúr sem var í eigu Elvis Presley fer á uppboð í Eng- landi. NORDICPHOTOS/GETTY Á nýársdag 1962 ferðuðust Bítlarnir, sem þá hétu The Silver Beatles, frá Liverpool til London til að taka upp fimmtán lög hjá útgáfunni Decca. Yfirmaðurinn Dick Rowe átti að hlusta á lögin með mögulega útgáfu í huga. Hann varð síðar þekktur sem maðurinn sem hafnaði Bítlunum. Tíu af þessum lögum eru á upp- haflegu „master“-upptökunni sem verður sett á uppboð á þriðjudaginn. Talið er að hátt í fjórar milljónir króna fáist fyrir hana. Ólíklegt er að hún fari í almenna sölu í framtíðinni því Bítlarnir eiga sjálfir útgáfuréttinn á henni. Bítlaupptökur boðnar upp BÍTLARNIR tóku upp tíu lög fyrir útgá- funa Decca árið 1962. Tónleikum Browns afl ýst vegna mótmæla Chris Brown hætti við fyrirhugaða tónleika í Guyana. Brown var dæmdur fyrir líkamsárás árið 2009. LÆTI Olivier og Halle áttu ekki mjög rólega þakka- gjörðar hátíð í ár.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.