Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 16 Framkvæmdastjóraskipti. Jórunn Magnúsdóttir kveður eftir 16 ára starf í þágu Vímulausrar æsku.bls 1 og 4. Umsagnir foreldrabls. 2., 4, 5, 6 og 8 Eru framlög til forvarna í þágu barna og ungmenna viðunandi? bls. 2 V.E.R.A - Úrræði fyrir börn og unglinga með áhæt-tuhegðun og fj ölskyldur þeirra. bls. 5 Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga í vanda. bls. 5 Farsælt samstarfbls. 6 Styrkarmannakerfi Vímu-lausrar æsku bls. 8 Nýlega var efnt til samstarfs við Atvinnutorg Reykjavíkurborgar, sem er atvinnutengt úrræði fyrir unga atvinnuleitendur á aldrinum 16-25 ára, óháð rétti þeirra til atvinnuleysisbóta. Í samstarfi Foreldrahúss og Atvinnutorgs felst meðal annars að markhópnum er boðið upp á námskeið í sjálfseflingu. Þátttak-endur skoða og vinna með sig í hóp og takast á við þær aðstæður sem hver og einn glímir við. Þannig myndast tækifæri til að þiggja og veita stuðning, brjóta upp óæskilegt mynstur, finna nýjar leiðir og ekki síst, raunhæf og persónuleg markmið.Til að tengjast Atvinnutorginu hefur ungmenni samband við Vinnumálastofnun eða þjón-ustumiðstöð í sínu hverfi og fær þaðan tilvísun í ráð j f Samstarf Foreldrahúss og Atvinnutorgs Sálfræðingurinn Hrafndís Tekla Pétursdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Vímulausrar æsku af Jórunni fyrr á á iGr ó FRÁ TENERIFE TIL MAROKKÓ Margir Íslendingar dvelja um lengri tíma á Tenerife yfir vetrartímann. Ef fólk vill tilbreytingu þá er hægt að skreppa til Marrakech, Agadir eða Casablanca í Marokkó með flugfélaginu Binter Canarias. Kíkið á www.bintercanarias.com. www.tk.is Falleg gjöf fyrir allan aldur Afmælis- útskrifta- fæðingar- skírnar og jólagjöf Verð kr.10.995.- SWAROVSKI KRISTALSTJARNAN Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 FAGURT Í BLÁFJÖLLUMBÚIÐ AÐ OPNA Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í síðustu viku og eru að-stæður þar einstaklega góðar Magnús Árn f k DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara 2 SÉRBLÖÐ Fólk | Vímulaus æska Sími: 512 5000 12. desember 2012 292. tölublað 12. árgangur Sjálfboðaliðar í löggæslu Álagið á björgunarsveitir landins vex stöðugt. Sjálfboðaliðar í björgunar- sveitunum sinna verkefnum sem lög- reglan ætti með réttu að gera, segja fagmenn og lögreglumenn. 10 Ekki blóðbankajól Vegna margra frídaga um hátíðarnar biður Blóðbankinn fólk að íhuga að koma við og gefa blóð á aðventunni. 2 Lokað á sóðana Forstjóri Mjólkur- samsölunnar segir að hugsanlega verði lokað á framleiðendur sem virða ekki skilmála um hreinlæti. 8 Lærin í lagi EFTA-dómurinn telur að ÁTVR hafi ekki mátt neita að selja áfengi sem var skreytt kvenmanns- leggjum og þótti „nautnalegt“. 12 SKOÐUN Jólamaturinn er sérstaklega hitaeiningaríkur og fitandi, skrifar Anna Sigríður Ólafsdóttir. 22. SPORT Björgvin Páll Gústavsson snýr aftur á handboltavöllinn í kvöld eftir tíu vikna fjarveru. 40 Reykjavík • Borgartúni 31 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 4BLS BÆKLINGUR STÚTFULLUR AF TILBOÐUM Í FRÉ TTA- BLAÐINU Í DAG OPIÐ TIL Í KVÖLD DAGARTIL JÓLA MENNING Afsteypa Cynthiu Plaster Caster af getnaðarlim Smuttys Smiff á X-inu misheppnaðist. 46 VIÐSKIPTI „Það þarf að mínu mati að hreinsa til í þessum einkahluta- félagaskógi. Það þarf að ná því fram að hér séu ekki til þúsundir skúffufélaga þar sem engin sér- stök starfsemi er í gangi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra. Starfshópur á vegum ráðuneyt- is hans á að skila tillögum um aðgerðir til að verjast kennitölu- flakki fyrir næstkomandi laug- ardag. Í hópnum sitja fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Við- skiptaráði, Fjármálaeftirlitinu, Ríkisskattstjóra, Hagstofu Íslands og Sérstökum saksóknara. Í verklýsingu starfshópsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að meginviðfangsefni hóps- ins séu róttækar breytingar á starfsumhverfi félaga með tak- markaða ábyrgð. Á meðal þess sem hópurinn á að gera er að endurskoða stofnskil- yrði slíkra félaga, meðal annars varðandi tryggingar fyrir slita- meðferð, og skoða ákvæði um lán- veitingar þeirra. Þá mun hópurinn líka skila inn tillögum um breyt- ingar á heimildum yfirvalda til að afskrá og slíta félögum sem til dæmis skila ekki ársreikningum og skoða leiðir til að stjórnendur félaga með takmarkaða ábyrgð „axli persónulega ábyrgð“ á þeim. Verklýsingin er dagsett 23. nóvember og á hópurinn að skila lagabreytingatillögum eigi síðar en 15. desember, eða á laugardag. Steingrímur segir stjórnvöld ætla sér með þessu að reyna að vinna bug á kennitöluflakki. „Það þarf að taka á slíku og um það er góð samstaða á meðal aðila vinnu- markaðarins. Þessi vinna er líka hluti af stærri skoðun af okkar hálfu þar sem markmiðið er að innleiða betra viðskiptasiðferði á Íslandi. Það er mjög mikilvægt að það séu settar skorður við kenni- töluflakki. Það gengur ekki að hér séu þúsundir skúffufélaga þar sem engin sérstök starfsemi er í gangi. Það er hluti af tiltektinni eftir hrunið að laga þetta.“ Að sögn Steingríms hefur vinna við málið staðið yfir í þó nokkurn tíma og haldnir hafa verið undir- búningsfundir. Hann hyggst leggja fram frumvarp sem byggir á til- lögum starfshópsins í síðasta lagi í byrjun næsta árs. Breytingarnar munu meðal annars hafa áhrif á lög um ársreikninga, hlutafélaga- lög og lög um slitameðferð. - þsj Stríð gegn kennitöluflakki Steingrímur J. Sigfússon ætlar að grisja íslenska einkahlutafélagaskóginn með miklum breytingum á ýmsum lögum. Stefnt að því að auka ábyrgð þeirra sem eiga og stýra einkahlutafélögum. Tillögur liggja fyrir í vikulok. PERSÓNUVERND Facebook-notkun gerir stærstan hluta Íslendinga að mögulegum uppljóstrurum fyrir stjórnvöld, og er það margfalt þéttara net uppljóstrara en jafn- vel Stasi, leyniþjónusta Austur-Þýska- lands, státaði af fyrir hrun Berlínar- múrsins. Þetta segir Julian Assange, stofnandi Wikileaks, í nýlegu viðtali við breska dagblaðið Guardian. Talið er að um tíu prósent Austur-Þjóð- verja hafi á einhverjum tímapunkti verið uppljóstrarar fyrir Stasi. Hlutfall Íslend- inga sem notar Facebook er hins vegar um 88 prósent. „Þetta fólk gefur skýrslu oftar og í mun meiri smáatriðum en þeir létu sig dreyma um hjá Stasi. Og fær ekki einu sinni borgað fyrir!“ segir Assange. Hann segir að áður hafi stjórnvöld sem vilja hafa eftirlit með borgurunum þurft að ákveða hverjum ætti að fylgjast með. Nú sé tæknin orðin svo öflug að hægt sé að safna öllum textaskilaboðum, símtöl- um og tölvupósti til að fletta upp í síðar eða leita í. - bj Julian Assange segir Facebook-notkun Íslendinga öflugra njósnatæki en Stasi: Uppljóstrararnir fleiri á Íslandi Bolungarvík 1° NA 3 Akureyri -4° SSA 2 Egilsstaðir -6° SA 3 Kirkjubæjarkl. -1° A 5 Reykjavík 2° SA 7 Nokkuð bjart á norðurhelmingi landsins í dag en þungbúnara syðra. Hæglætisveður að mestu en strekkingur allra syðst. Frostlaust SV- og V-til. 4 Það gengur ekki að hér séu þúsundir skúffu- félaga þar sem engin sérstök starfsemi er í gangi. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslendinga deila persónu- högum sínum á netinu og fá ekki einu sinni borgað fyrir, segir Assange. 88% STJÓRNMÁL Jón Gnarr borgar- stjóri íhugar að bjóða sig fram til Alþingis í vor. Þetta kom fram á vefsíðunni Reddit.com í gærkvöldi, þar sem Jón svar- aði spurningum klukkustundum saman. Skorað var á Jón að taka þátt í opnum spurningatíma, sem hann gerði í gær. Obama Bandaríkja- forseti gerði slíkt hið sama í ágúst. Jón fékk ótal spurning- ar, misalvarlegar, meðal annars þá hvort hann hygðist bjóða sig fram til þings. Hann kvaðst enn vera að hugleiða það. „Ég hef velt þessu mikið fyrir mér. Ég held að ég yrði raunar góður forsætisráð- herra,“ sagði hann. Hluti Besta flokks Jóns hyggur á framboð undir merkjum Bjartr- ar framtíðar en Jón hefur jafn- framt verið bendlaður við Pírata- partí Birgittu Jónsdóttur. - sh Borgarstjórinn á Reddit: Íhugar að bjóða sig fram á þing JÓN GNARR KENNT Á TÖLVU Spjaldtölvugúrúinn Nik Tuson frá Englandi leit við í Álftanesskóla í gær og sýndi krökkunum helstu möguleika tölvunnar Learnpad 2. Skólinn hefur keypt slíkar tölvur til að kenna stærðfræði á. 6 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.