Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 10
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | Álagið á hálendisvakt Landsbjargar var mun meira í sumar en í fyrra. Suma daga skiptu útköll tugum. Slysahætta hefur aukist með stórauknum fjölda ferðamanna. Sjálfboðaliðar sinna sífellt fleiri verkefnum sem eru í verkahring lögreglu, án þess að hafa til þess heimild. Að vera til staðar Hálendisvakt björgunarsveitanna var starfrækt í sjöunda sinn í sumar. Jónas Guðmundsson, verk- efnastjóri forvarna ferðamanna hjá Landsbjörg, segir hugsunina að baki vaktinni vera að björgunar- lið sé til staðar þegar mestar líkur eru á að fólk lendi í vanda á hálend- inu, en að öðrum kosti er langt að sækja aðstoð. Þörfin fyrir hálend- isgæsluna hefur aukist mjög á síð- ustu árum. Tæplega 200 manns á vakt Í nýlegri skýrslu Landsbjargar kemur fram að sjálfboðaliðar sem stóðu hálendisvaktina á tveggja mánaða tímabili í sumar voru 191 talsins frá 28 björgunarsveitum. Hóparnir staðsettu sig á fjórum svæðum: norðan Vatnajökuls, á Sprengisandi, á Kili og tveir hópar að Fjallabaki. Fjöldi atvika jókst mikið á milli ára, úr 1.204 í 1.917, sem er 59% aukning. Gróft má skilgreina verkefnin í tvennt; almenna aðstoð, svo sem leiðbeiningar til ferðamanna varð- andi leiðaval og útbúnað svo og minniháttar bilanir og slíkt. Hins vegar eru það útköll þar sem alla jafna hefði þurft aðstoð björgunar- sveita úr byggð. Almennar aðstoð- arbeiðnir voru 1.495 sem er aukn- ing um 56% frá því í fyrra. Útköllin voru 524 í sumar, samanborið við 244 sumarið 2011, sem er 115% aukning. Stundum skiptu útköllin tugum sama daginn. Kláruðu ekki máltíð í viku Útköll vegna slysa og veikinda voru um hundrað eða 20% af heildar- fjölda, sem er mikil aukning frá fyrri árum. Flest voru þau vegna göngufólks en einnig ferðamanna á jeppum og minni bílum. Í fyrsta sinn þurfti að aðstoða ferðamenn á langferðabifreiðum. Jónas segir að hálendisvakt- in hafi tekist vel þegar á heild- ina er litið, þrátt fyrir mikið ann- ríki. „Verkefnin komu upp á öllum tímum sólarhrings og til dæmis náði hópur sem stóð vaktina að Fjallabaki ekki að klára máltíð í heila viku vegna anna.“ Hann segir að með stuðningi góðra manna hafi hálendisvaktin verið efld undanfar- in ár með betri búnaði, húsakosti og fjarskiptatækjum. „Afar brýnt er þó að sækja aukið fjármagn í þetta verkefni til að hægt sé að mæta fleiri óhöppum og slysum, sem fylgja fjölgun ferðamanna.“ Taka að sér störf lögreglu Umhugsunarverð staða er komin upp í björgunarmálum hér á landi og öryggi landsmanna hefur færst æ meira í hendur sjálfboðaliða. Hörður Már Harðarson, formað- ur Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, segir að björgunarsveit- ir hafi á vissan hátt tekið að sér störf lögreglu á landsbyggðinni og þá aðallega í tengslum við lokanir á vegum vegna ófærðar. Má þar nefna Reykjanesbraut, Hellisheiði, Fagradal, Höfðaháls og Holtavörðu- heiði. Með fjölgun ferðamanna um landið og átakinu Ísland allt árið hafi verkefnum fjölgað. Margir ferðamanna festi bílaleigubílana á fáförnum vegum og oft sé langt í aðstoð. Sérstaklega í byrjun árs. „Stórkostleg upplifun á náttúru Íslands getur breyst í martröð á skammri stundu ef ekki er farið með gát. Það á að vera sameigin- legt verkefni samfélagsins að vinna að lausnum til þess að geta tekið á móti fleiri ferðamönnum,“ segir Hörður sem segist óviss um stöðu mála í dag án hálendisvaktarinnar. Það stefnir í vandræði Jónas segir að stefnt geti í vand- ræði. „Stanslaust hefur verið skorið niður hjá opinberum viðbragðsað- ilum og þeirri löggæslu sem slysa- varna- og björgunarsveitir telja sig styðja við,“ segir Jónas og bætir við að uppbygging ferðamannastaða fylgi ekki fjölgun ferðamanna sem auki líkur á slysum. Að hans mati ofmetur fólk gjarnan eigin getu eða vanmetur aðstæður. „Fræðslu til ferðamanna þarf að efla og allir sem koma að greininni þurfa að vinna saman að því markmiði að ná til sem flestra ferðamanna. Það að upplýsa um aðstæður og rétta ferðahegðun á að vera jafn sjálf- sagt og að upplýsa um áhugaverða staði. Hvar annars staðar í heim- inum mætti labba á jökul án þess að vera með plan og leiðsögn en á Íslandi?“ spyr Jónas. Vegaeftirlitið lagt niður „Þessi staða, að björgunarmál og öryggi landsmanna hafi færst æ meira frá lögreglu til sjálfboða- liða, á sér langa sögu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssam- bands lögreglumanna. Á árunum 1979 til 1991 voru fjórar vega- eftirlitsbifreiðar starfræktar hjá lögreglunni í Reykjavík, tvær í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og tvær á landsbyggðinni. Á árun- um 1992-1995 voru þær tvær og að mestu notaðar í nágrenni Reykja- víkur. Eftir 1995 var vegaeftir- litið sem slíkt lagt niður. Það var vegna samdráttar í fjárveiting- um til lögreglunnar í Reykjavík, á tímum aukinna verkefna, og emb- ættin úti á landi voru á þeim tíma betur í stakk búin en áður til að sinna löggæslu á þjóðvegum sinna umdæma. „Síðan vegaeftirlitið var lagt niður hafa einhver embætti reynt af veikum mætti að halda úti eftir- liti, til dæmis á hálendinu, en átt erfitt um vik vegna mannfæðar. Löggæsla er því mestmegnis ekki til staðar víða á vinsælum ferða- mannastöðum og björgunarsveit- ir hafa verið fengnar til að aðstoða lögreglu án þess í raun að hafa löggæsluheimild til þess,“ segir Snorri og nefnir til dæmis stærri útihátíðir, lokun vega vegna eld- gosa og óveðurs. „Þetta eru klár- lega verkefni lögreglunnar.“ Rýrir trúverðugleika björgunarsveita Snorri nefnir að hjá Landssam- bandi lögreglumanna hafi í ára- raðir verið bent á að fækkun stöðugilda innan lögreglunnar muni koma niður á löggæslunni, öryggi lögreglumanna og ekki síður öryggi borgaranna. Einnig komi þetta niður á öryggi björg- unarsveitafólks og rýri traust almennings til þess ef það er nýtt í verkefni sem klárlega er á hendi lögreglu að sinna. „Björgunarsveit- ir eiga að fá að sinna sínum verk- efnum, að bjarga fólki, bundnar trúnaði gagnvart sínum skjólstæð- ingi eins og til dæmis sjúkraflutn- ingamenn,“ segir Snorri. Fækkun innan lögreglunnar hefur kallað á að leitað er í auknum mæli til björgunarsveitanna, segir Snorri. „Í nágrannaríkjum okkar er það á vegum hernaðaryfirvalda auk þjóðvarðliða að aðstoða lög- reglu við stórviðburði, almannavá og fleira í þeim dúr.“ Jepplingar 29% Fólksbílar Hestafólk 1% Vélhjól 3% Reiðhjól 3% Annað 5% Jep pa r 18% 29 % 8% G ön gu fó lk 4% Rútur Öryggi í höndum sjálfboðaliða Álagið á 200 manna hálendisvakt Landsbjargar eykst stöðugt. Fjöldi útkalla hefur aukist um tugi prósenta. Sjálfboðaliðar sinna verkefnum sem ættu að vera í verkahring lögreglu, fullyrðir fagfólk og formaður Landssambands lögreglumanna. Í KAFI Útköll vegna slysa og veikinda voru um hundrað, sem er mikil aukning frá fyrri árum. MYND/LANDSBJÖRG KOMIN NIÐUR Á LÆGSTU MÖRK Í NIÐURSKURÐI TIL LÖGREGLU Greinin er hluti af samstarfsverkefni Fréttablaðsins og nemenda í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku við félags- og mann- vísindadeild Háskóla Íslands. Umsjón: Svavar Hávarðsson, svavar@frettabladid.is Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir, olgabjort@olgabjort.com Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra, segist gera greinarmun á því hvort björgunar- sveitir séu kallaðar til vegna óskipulagðs vandræða- ástands, sem lögreglan ætti að sinna, eða skipulagðs starfs eins og hálendisvaktarinnar. En lögreglan hafi vissulega þurft að skera niður, sé fáliðuð og umdæmi víða stór. „Við erum að horfast í augu við það að vera komin niður í lægstu mörk í þessu eins og fleiru,“ segir Stein- grímur og bætir við að stefnan sé að leggja meira til þessara verkefna á komandi árum. Enginn vilji sé í sjálfu sér til að björgunarsveitirnar sinni hálfgerðum löggæslu- störfum því þær hafi ekki heimild til þess. Sveitirnar skipti hins vegar miklu máli og þjóðin hafi verið ærlega minnt á það undanfarin ár. „Við erum einnig að vona núna að hægt sé að klára málin þannig að niðurskurði sé lokið hjá lögreglunni til þess að hún geti haldið óbreyttum umsvifum á næsta ári. Það er nú aðeins í áttina því botninum hefur verið náð og hægt er að spyrna í hann,“ segir Steingrímur. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele ryksugur ASKÝRING | 10 ALMENN AÐSTOÐ OG ÚTKÖLL 2012; 1.917 ATVIK ALLS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.