Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 12
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12
wowtravel.is
Verð á mann
í tvíbýli, frá: 42.900 kr.
Innifalið er flug fram og til baka með sköttum og gjöldum.
2 eða 3 nætur á Wake up Copenhagen.
Bókaðu á wowtravel.is eða í síma 590 3000.
Helgarferðir til
kóngsins Köben
allar helgar í janúar og febrúar
LOFORÐ
WOW
LÆGSTA VERÐIÐNÝJAR VÉLAROG BREIÐASTA
BROSIÐ
pakkanum?
Verður
Köben í
DÓMSMÁL Áfengis- og tóbaksversl-
un ríkisins (ÁTVR) er óheimilt að
neita að selja vörur á þeim forsend-
um að umbúðir þeirra séu gildis-
hlaðnar, ómálefnalegar eða brjóti
í bága við almennt velsæmi. Þetta
er mat EFTA-dómstólsins sem gaf í
gær út ráðgefandi álit vegna dóms-
máls sem heildsali höfðaði fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur.
Forsaga málsins er sú að á árinu
2010 falaðist heildverslunin HOB-
vín eftir því að ÁTVR hefði sölu
á þremur tegundum áfengisins
Tempt Cider frá danska framleið-
andanum Royal Unibrew. ÁTVR
hafnaði hins vegar að taka vör-
urnar til sölu þar sem framsetning
þeirra þótti kynferðisleg.
Í álitsgerð sem Skúli Bjarna-
son hæstaréttarlögmaður vann
fyrir ÁTVR um málið segir þannig
meðal annars að í myndskreyting-
um varanna sé að finna tilvísanir
sem lýsa megi sem „léttúðugum eða nautna-
legum“.
HOB-vín kærði ákvörðunina og óskaði
Héraðsdómur Reykjavíkur því eftir ráð-
gefandi áliti frá EFTA-dómstólnum sem nú
liggur fyrir. Taldi dómstóllinn að ÁTVR
væri óheimilt að hafna sölu á vörum á
grundvelli umbúða þar sem það bryti í bága
við tilskipanir Evrópusambandsins.
„Við fögnum þessum dómi sem þó er auð-
vitað bara ráðgefandi og það þarf því að
klára málið,“ segir Sigurður Bern-
höft, framkvæmdastjóri HOB-
vína, og bætir við: „En það sem
við sjáum út úr dóminum
heitir í einu orði sagt vald-
níðsla þó það sé ekki sagt
berum orðum.“
Þá segir Sigurður að fari
Héraðsdómur Reykjavíkur að
ráðum EFTA-dómstólsins muni
HOB-vín í kjölfarið óska eftir því
að umdeildu vörurnar verði settar í
sölu hjá ÁTVR.
ÁTVR hefur á síðustu árum
ítrekað neitað að selja vörur á
þeim forsendum að merkingar
varanna hafi verið vafasam-
ar. Hafa þær ákvarðan-
ir byggt á grein í lögum
um verslun með áfengi
og tóbak þar sem segir að
ÁTVR sé heimilt að hafna vörum
sem innihalda gildishlaðnar eða
ómálefnalegar upplýsingar, gefa
til kynna að áfengi auki getu, eða brjóta á
annan hátt í bága við almennt velsæmi.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarfor-
stjóri ÁTVR, segir að í kjölfar dómsins
verði breytingar gerðar á verklagi. „Við
þurfum að skoða hvað þessi dómur
felur í sér og í kjölfarið vinnum við
það með ráðuneytinu með hvaða
hætti verður brugðist við og
gerum þær breytingar sem þörf verð-
ur á,“ segir Sigrún. magnusl@frettabladid.is
Mátti ekki neita sölu
á kynferðislegu víni
EFTA-dómstóllinn telur ÁTVR óheimilt að neita að selja áfenga drykki á þeim for-
sendum að umbúðir þeirra brjóti í bága við almennt velsæmi.
SIGRÚN ÓSK
SIGURÐAR DÓTTIR
SIGURÐUR
BERNHÖFT
➜ Í febrúar árið 2010 neitaði ÁTVR
að selja páskabjór brugghúss-
ins Ölvisholts sem bar nafnið
Heilagur papi á þeim forsendum
að trúarlega vísanir á umbúðum
bjórsins væru til þess fallnar að
brjóta í bága við almennt vel-
sæmi. Málið var kært til umboðs-
manns Alþingis sem taldi ÁTVR
ekki hafa verið heimilt að neita
að selja Heilagan papa.
➜ Í febrúar á þessu ári neitaði
ÁTVR að taka til sölu rauðvín
merkt ensku rokkhljómsveitinni
Motörhead með þeim rökum að
nafnið væri vísun í amfetamín-
neyslu og að sveitin syngi um
stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni.
➜ Í sama mánuði neitaði ÁTVR
að taka bjórinn Svarta dauða í
sölu en fundið var að orðunum
„Drekkið í friði“ sem
mátti finna á flöskunni.
Stuttu síðar sneri ÁTVR
þeirri ákvörðun þó við.
➜ Þá neitaði ÁTVR einnig að taka
til sölu bjórinn Páskagull sem
Ölgerðin setti á markað fyrir
páskana í vor. Litur og mynd-
skreytingar umbúða bjórsins
þóttu höfða sérstaklega til barna.
ÁTVR hefur ítrekað neitað að selja vörur
EFNAHAGSMÁL Þak á verðbætur
verðtryggðra lána gæti verið
raunhæfur valkostur til þess að
minnka þann þjóðhagslega óstöð-
ugleika sem verðbólguskellur
getur valdið með því að búa til
skuldavanda hjá heimilum lands-
ins. Þetta er niðurstaða úttektar
sem dr. Ásgeir Jónsson, lektor við
hagfræðideild Háskóla Íslands,
vann fyrir ráðherrahóp um
skulda- og greiðsluvanda heimil-
anna.
Með því að setja þak á verðbæt-
ur er skuldara veitt trygging fyrir
því að höfuðstóll láns viðkom-
andi hækki ekki umfram ákveðin
mörk. Umframverðbólga færist
þá heldur á reikning lánveitanda.
Ætti slík trygging að vera sérstak-
lega gagnleg fyrir þá sem standa
veikastir gagnvart verðbólguskot-
um, til að mynda þeim sem eru að
kaupa íbúð í fyrsta sinn.
Lántakandi þyrfti hins vegar að
greiða fyrir trygginguna og mætti
samkvæmt skýrslunni gera ráð
fyrir um 1,5 prósentustiga vaxta-
álagi sé miðað við 40 ára lán með
4% verðbótaþaki og núverandi
verðbólguvæntingar á markaði.
Í skýrslunni segir að færa megi
rök fyrir því að slík lán séu hag-
stæðari bæði fyrir lántakendur og
lánveitendur þar sem minni þörf
er á eigin fé við lántöku og minni
líkur á vanskilum. Þess vegna geti
slíkt lán allt eins notið betri vaxta-
kjara en almenn verðtryggð lán.
Guðbjartur Hannesson velferð-
arráðherra segir að ekki hafi enn
verið tekin afstaða til þess sem
fram kemur í úttektinni en að það
verði gert. - mþl
Úttekt þar sem fjallað er um kosti og galla þaks á verðbætur verðtryggðra lána:
Verðbótaþak raunhæfur kostur
ÚTTEKTIN KYNNT Ásgeir Jónsson (til
hægri), lektor í hagfræði, vann úttektina
fyrir velferðarráðuneytið þar sem Guð-
bjartur Hannesson ræður ríkjum.
RÚMENÍA, AP Ríkisstjórnarflokk-
arnir í Rúmeníu unnu örugg-
an sigur í þingkosningum um
helgina. Vart er þó að búast við
því að erjum tveggja helstu
stjórnmálaleiðtoga landsins linni.
Bandalag vinstri- og miðju-
flokkanna, með Victor Ponta
forsætisráðherra í fararbroddi,
hlaut nærri sextíu prósent
atkvæða, en hægri flokkarnir,
sem fylgja Traian Basescu for-
seta að málum, fengu innan við
sautján prósent. - gb
Nýtt þing kosið í Rúmeníu:
Victor Ponta
vann stórsigur
LJÓSADÝRÐ Ljósasýning sýndi úrslitin utan á höllinni sem Ceausescu lét reisa.
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
AF
P