Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 8
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 LANDBÚNAÐUR „Hann getur ekki neinum öðrum um kennt en sjálfum sér,“ segir Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsam- taka Vesturlands, um stöðu bónd- ans á Brúarreykjum sem sviptur var starfsleyfi fyrir kúabúi sínu. Bjarni Bærings Bjarnason á Brúarreykjum skýrði í Frétta- blaðinu í gær hrikalega stöðu á búi sínu þegar héraðsdýralæknir kom þangað í eftirlit 8. nóvember. Þá stóðu kýrnar, sem eru níutíu í sex- tíu gripa fjósi, í eigin mykju upp á legg. Sagðist Bjarni hafa verið að aðstoða sjö eða átta kýr við að bera í tvo sólarhringa þar á undan og ekki hafa haft tíma til að hreinsa frá skepnunum. „Það er bara rugl,“ segir Guð- mundur um skýringar Bjarna. „Þetta er ekkert sem gerðist á tveimur sólarhringum, það er alveg á hreinu.“ Að sögn Guðmundar hefur lengi verið ófremdarástand á Brúar- reykjum. Fjósið hafi verið í ólestri árum saman. Ráðunautur frá Bún- aðarsambandi Vesturlands hafi heimsótt bæinn í fyrra og þá hafa viljað að lokað yrði á reksturinn. „Það var að minnsta kosti ástæða til þess þá. Honum var gefinn frest- ur en hann gerði ekki neitt og hefur aldrei gert neitt sem hann hefur verið beðinn um að laga.“ Guðmundur segist ekki sjálfur hafa skoðað ástandið á Brúarreykj- um. „Ég held að þær hafi fengið nóg að éta en það er náttúrulega ljóst að þeim líður illa,“ segir Guðmundur og vísar til þess hversu yfirgengi- leg fljótandi mykjan sé. „Kýr þurfa að vera á þurrum legubásum. Yfir- leitt er það þannig að legubásarnir eru þurrir og menn setja spæni eða sag undir kýrnar.“ Bættur aðbúnaður kúnna á Brú- arreykjum er nú til umræðu. Guð- mundur segir sveitarfélagið Borg- arbyggð þurfa að koma að því máli en að Búnaðarsamtökin muni aðstoða. Þótt gripirnir séu of marg- ir sé bærinn í sláturbanni og því ekki hægt að fækka þeim þannig. „Ég býst við að fjósið verði hreinsað og lagað þannig að þær geti verið þarna áfram en það þyrfti eitthvað af gripum að fara frá,“ segir Guðmundur sem kveð- ur alveg óljóst hvort einhverjir vilji taka við umframgripunum. Mögu- leiki sé að farga einhverjum skepn- um en það sé þó yfirleitt ekki gert nema þær séu illa haldnar. Aðspurður fullyrðir Guðmund- ur að ástandið á Brúarreykjum sé einsdæmi, að minnsta kosti í hans héraði. Dýralæknir skoði fjós reglulega. „Ég er ekki að segja að það sé ekki einhvers staðar slæmt en það er mjög óvíða sem svona kemur upp. Það getur vel verið að einhverjir séu á frestum út af ein- hverjum tæknilegum atriðum en ekki vegna aðbúnaðar beint. Ég vil segja að yfirgnæfandi meirihluti kúabúa sé í lagi hér.“ gar@frettabladid.is Á R N A S Y N IR util if. is DEUTER FUTURA Bakpokar MARGVERÐLAUNAÐIR BAKPOKAR, ÝMSAR STÆRÐIR. FRÁ 18.990 kr. MorGUnþÁTturinn Ómar alLa vIRka dagA kl. 7 Berlusconi í kosningaham 1ÍTALÍA Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ítalíu, er kominn á fullt skrið í kosningabaráttu fyrir væntanlegar kosningar snemma á næsta ári. Hann sakar arftaka sinn, Mario Monti, um að miða stjórn sína um of við vilja Þjóðverja. Flokkur Berlusconis sagði skil- ið við stjórn Montis í síðustu viku, en Monti brást við með því að segjast ætla að segja af sér og boða til kosninga um leið og fjárlög næsta árs hafa verið afgreidd á þingi. Diarra handtekinn 2MALI Hermenn handtóku í gær Cheikh Modibo Diarra, forsætisráðherra Malí, og skipuðu honum að segja af sér. Hann birtist stuttu síðar í sjónvarpi og til- kynnti um afsögn sína og ríkisstjórnar sinnar. Her landsins gerði byltingu síðastliðið vor eftir að íslamistar náðu völdum í norðurhluta landsins. Nokkru síðar tók Diarra við völdum, en hefur undanfarið ekki alltaf verið sammála hernum. Hættu við jólaverkfall 3SPÁNN Verkalýðsfélög meirihluta starfsfólks spænska flugfélagsins Iberia afboðuðu í gær sex daga verk- fall, sem efna átti til nú stuttu fyrir jól. Þetta var ákveðið til að trufla ekki jólaferðir almennings, þrátt fyrir að uppsagnir 4.500 starfsmanna félaganna séu enn á dagskrá. Verkalýðsfélögin ætla nú að kanna til hvaða aðgerða eigi að grípa til að mótmæla upp- sögnum starfsfólksins. Flug- félagið segist nauðbeygt til að segja upp fólkinu svo bjarga megi rekstrinum. Segir skýringu Bjarna bónda vera tómt rugl Forgangsverk að bæta aðstöðu kúnna á Brúarreykjum, segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Vestur- lands. Ráðunautur hafi viljað svipta búið leyfi í fyrra. ALLT Í LAGI? Myndin er tekin á Brúarreykjum 15. nóvember, viku eftir síðustu eftir- litsferð héraðsdýralæknis. „Þá var búið að þrífa og allt var í lagi,“ sagði bóndinn í Fréttablaðinu í gær. Matvælastofnun taldi ekki nóg að gert. MYND/MATVÆLASTOFNUN Hann gerði ekki neitt og hefur aldrei gert neitt sem hann hefur verið beðinn um að laga. Guðmundur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands. LANDBÚNAÐUR Einar Sigurðs- son, forstjóri MS, segir að mál- efni mjólkurbúanna tveggja varpi rýrð á störf fjölmargra íslenskra bænda. „Það er þungt að taka þess- ari umræðu vegna þess að hlut- irnir á Íslandi eru í prýðilegu lagi. Bændurnir eru að skila frá sér hráefni í hæsta gæðaflokki, eins og gæðaprófanir okkar sýna. Þeir standast allan samanburð og vilja halda því þannig.“ Á fundi MS og Matvælastofn- unar í gær var ákveðið að bæta upplýsingagjöf. Einar segir þannig unnt að grípa fyrr inn í, ef þörf þykir. Það þýðir að mögulega verði lokað á einstaka framleiðendur séu þeir staðnir að því að virða ekki viðskiptaskilmála sína. „Það er félag bændanna, Mjólk- ursamsalan, sem tekur þessa ákvörðun vegna þess að þeir vilja koma í veg fyrir að örfáir einstak- lingar varpi rýrð á heildina.“ - shá MS herðir eftirlit: Taka harðar á brotum bænda EINAR SIGURÐSSON HEIMURINN 1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.