Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 46
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 30
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
útskrifaðist af fræða- og fram-
kvæmdasviði L istaháskóla
Íslands vorið 2011. Útskriftar-
verkefni hennar, Dagskrá um eld-
ingar, vakti athygli erlendra hátíð-
arhaldara þegar það var sýnd á
sviðslistahátíðinni LÓKAL sama
ár og báðu þeir hana að semja nýtt
verk. Afraksturinn er Hyldýpi,
sem frumsýnt verður í Petersen-
svítunni í Gamla bíói á föstudag,
en áður hefur verkið verið sýnt í
Danmörku og á sviðslistahátíðinni
Baltic Circle í Helsinki.
Ragnheiður Harpa lýsir sýning-
unni sem sjónrænu ljóði og kveðst
hafa fengið hugmyndina frá ömmu
sinni. „Hún býr til dagskrá um
hugðarefni sín, til dæmis sagna-
kvöld um kvenpersónur þar sem
hún býður vinum og fjölskyldu inn
í stofu og flytur dagskrána sem
samanstendur af söng, texta og
ljóðum.“
Sýningin er byggð upp á svip-
aðan hátt og Dagskrá um eldingar
en Ragnheiður Harpa segist hafa
heillast af einfaldleika formsins
og viljað þróa það lengra og „fara
lengra út í myrkrið“. Þaðan er titill
sýningarinnar sprottinn.
„Hann hefur ýmsar tengingar,“
segir Ragnheiður Harpa, „getur
vísað til hyldýpis sjávarins eða hyl-
dýpis sálarinnar, þar sem enginn
veit hvað kann að leynast. Við spil-
um dálítið vísvitandi inn á þetta og
þess vegna er sýningin síbreytileg,
lokaatriðið er til dæmis aldrei eins
því hver áhorfandi upplifir í raun
sína eigin sýningu.“
Rýmið leikur líka hlutverk og
segir Ragnheiður ólíkt að leika
í tiltölulega stórum samkomusal
eins og í Finnlandi, þar sem marg-
ir áhorfendur komast fyrir, og litlu
rými á borð við Petersen-svítuna.
„Hún er eiginlega fullkom-
inn staður fyrir þetta verk, því
það skapast svo mikil nánd.“ Hyl-
dýpi verður sýnt fjórum sinnum í
Gamla bíói, á föstudag, sunnudag,
mánudag og þriðjudag, og verður
sýnt á Akureyri í janúar.
Síbreytilegt Hyldýpi
Hópurinn Sublimi frumsýnir sviðsverkið Hyldýpi eft ir Ragnheiði Hörpu Leifs-
dóttur í Gamla bíói á föstudag. Verkið er síbreytilegt og lagar sig að aðstæðum.
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
MIKIÐ ÚRVAL
SPORTBAKPOKAR
FRÁ 4.990 kr.
MARGIR LITIR.
BÆKUR ★★★★ ★
Steinskrípin
Gunnar Theodór Egg-
ertsson
VAKA HELGAFELL 2012
Árið 2008 hlaut Gunn-
ar Theodór Eggertsson
Íslensku barnabóka-
verðlaunin fyrir fyrstu
bók sína, Steindýr-
in, sem sagði ævintýri þriggja
barna sem álpast í hulduheima
eftir að dýrin í þorpinu byrja
að breytast í steinstyttur. Til að
leysa dýrin og heiminn allan úr
álögum vekja börnin ævafornt
skrímsli úr dvala. Þessi ákvörð-
un á eftir að reynast afdrifarík,
eins og lesendur kynnast í fram-
haldssögunni sem kemur út þessi
jólin, Steinskrípunum.
„Landið var litlaust og kalt
svo langt sem augað eygði.“ Svo
hefst nýja skáldsaga Gunnars.
Hrollur fer um lesendur við upp-
haf bókar, þegar piltur vaknar
skyndilega til lífsins og starir í
kringum sig og sér ekkert nema
steina. Jörðin er köld og grá,
hvergi sjást fuglar á flugi eða
dýr á kreiki og vindurinn ýlfrar
um klettana. Bergur, reykvísk-
ur drengur í heimsókn í sveit-
inni, ráfar um grágrýtið þar til
hann finnur afa sinn og ömmu
steinrunnin í steingerðum bæ.
Þegar skelfilegt skrímsli með
þrjá kjafta og fimm augu á stilk-
um og óteljandi slímuga anga
ræðst á Berg kemur dularfull
ung stúlka honum til bjargar og
drepur skrímslið með vígalegu
sverði.
Hlín er barnabarn Erlu sem
lék eitt aðalhlutverkið í fyrri
bókinni. Hlín er alin upp í stein-
gerðum heimi. Áður en hún
fæddist voru skelfileg álög lögð
yfir veröldina. Heimurinn allur,
fólkið, dýrin og náttúran urðu
að steini og aðeins örfáir menn
komust undan með því að leita
skjóls neðanjarðar, í byggðum
huldufólks. Hlín hefur gengið
yfir steinrunnið hafið
frá meginlandinu alla
leið til Íslands og leitar
þar ömmu sinnar Erlu.
Í hafurteski sínu er hún
með bók sem ber með sér
lausnina hvernig leysa
megi veröldina úr álög-
um og sigrast á stein-
skrípunum.
Það er ekki oft sem
ævintýrasögur koma
mér á óvart, en Gunn-
ari tókst það svo sannarlega hér.
Bókin er mun betri en Stein-
dýrin, þéttari og betur skrifuð.
Söguþráðurinn er fléttaður úr
minnum úr íslenskum þjóðsög-
um, erlendum hrollvekjum, fram-
tíðarsögum, geimverutryllum og
galdrasögum 17. aldarinnar, og
afraksturinn er alveg einstak-
lega skemmtilegur. Ævintýrið
um Berg, Hlín og steinskrípin er
bæði kunnuglegt og afskaplega
frumlegt.
Siðferðislegar spurningar
vakna við lestur bókarinnar,
spurningar um tengsl manns-
ins við náttúruna, um tengsl iðn-
vædds samfélags við dýrin sem
við slátrum til að halda í okkur
lífi. Bergur elst upp í grasi gró-
inni veröld, en siðferðislega séð
er hann steingervingur í sam-
anburði við Hlín sem elst upp
í steinrunnum heimi. Hlín ber
svo mikla virðingu fyrir lífinu
að hún sýnir jafnvel steinskríp-
unum hluttekningu.
Ég hefði viljað að Gunnar
hefði gengið lengra með sið-
ferðislegar vangaveltur sínar í
bókinni. Hann vekur upp stórar
spurningar um stöðu mannsins
í náttúrunni, en reynir ekki að
svara þeim. Bókinni lýkur mjög
skyndilega og lesendur sitja eftir
agndofa … og já, spenntir að lesa
bækur Gunnars í framtíðinni.
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
NIÐURSTAÐA: Stórskemmtileg,
spennandi, frumleg og hrollvekjandi
saga sem vekur upp siðferðislegar
spurningar um tengsl mannsins við
náttúruna.
Lífið við endalok heimsins
HYLDJÚPT Ragnheiður Harpa Leifsdóttir ásamt Helene Ingu Stankiewicz, sem
flytur tónlistina í verkinu ásamt Þórði Hermannssyni.
Um 300 kaupendur danssýninga
hvaðanæva úr heiminum hafa
boðað komu sína á Icehot, kaup-
stefnu fyrir norræna danslist, sem
hefst í Helsinki í Finnlandi í dag.
Alls verður 21 dansverk eftir
marga af þekktustu danshópum
Norðurlanda sýnt á hátíðinni. Eitt
íslenskt verk verður sýnt á hátíð-
inni, Soft Target eftir Margréti
Söru Guðjónsdóttur.
Dansmessan er haldin á vegum
Leiklistarsambands Íslands, Dans-
hallerne í Danmörku, Dansens Hus
Noregi, Dansens Hus Svíþjóð og
Dans Info Finland. Icehot var hald-
in fyrst í Svíþjóð 2010 og er mark-
miðið að halda hátíðina annað hvert
ár. Stefnt er að því að hátíðin verði
haldin hér á landi 2018.
Norræn dansmessa
Kaupstefnan Icehot hefst í Helsinki í dag.
SOFT TARGET Verk Margrétar Söru er
eitt af 21 dansverki sem sýnt verður á
dansmessunni.