Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 22
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 22
Desembermánuði fylgja
margar freistingar. Við
erum misviðkvæm fyrir
freistingum og utan-
aðkomandi áreiti, en
hefðir og matarmenn-
ing kalla þó líklega fram
löngun í ákveðinn mat
hjá flestum. Aðventan
einkennist hjá mörgum
af minni tíma til að sinna
daglegri hreyfingu, boð
og samkomur ýta undir
að meira sé borðað en ella
og maturinn er annar en
venjulega. Ofan á allt er svo setið
lengur við matarborðið, margir
borða af hlaðborðum og hefðin
gerir ráð fyrir að mikið sé borðað
og skammtar stórir.
Það þarf svo sem ekki að hafa
af því áhyggjur þótt við bregðum
út af vananum og belgjum okkur
út af þungum mat í örfáa daga á
ári, en það er staðreynd að hjá
flestum er meira og minna allur
desembermánuður og jafnvel
síðasta vika nóvembermánaðar
undirlögð af veislumat. Í stórri
rannsókn þar sem fylgst var með
rúmlega 220.000 einstaklingum
á tólf ára tímabili kom í ljós að
dauðsföll af völdum hjartaáfalls
voru mun fleiri í desember og
janúar en aðra mánuði ársins.
Hugsanlegar ástæður voru meðal
annars taldar árstímabundin
streita og ofát yfir hátíðarnar.
Vikur sem vega þungt
Þær rannsóknir sem gerðar hafa
verið á þyngdaraukningu síð-
ustu sex vikur ársins benda til að
flest fólk bæti ekki á sig mikilli
líkams þyngd á þessum tíma, þótt
tilfinningin sé oft sú að kílóunum
hafi fjölgað þar sem mata ræðið
og lífsstíllinn er frábrugðinn
öðrum mánuðum ársins. Nokkrar
rannsóknir benda þó til að jafn-
vel þótt um litla þyngdaraukn-
ingu sé að ræða þá vegi þessar
sex vikur nokkuð þungt miðað
við restina af árinu og eigi sinn
þátt í því að fólk þyngist smám
saman á lífsleiðinni. Hins vegar
eru það frekar þeir sem eru vel
yfir kjörþyngd eða hafa verið að
reyna að grennast sem bæta við
þyngd sína á þessum árs-
tíma og eiga erfiðara með
að ná aftur fyrri þyngd
eftir jólahaldið. Þetta á
við bæði um börn og full-
orðna. Vísbendingar hafa
jafnframt komið fram
um að jafnvel án mikillar
þyngdaraukningar virðist
kviðfita, sem tengd hefur
verið við ýmsa lífsstíls-
sjúkdóma, eiga greiðari
leið í þeirri ofgnótt hita-
eininga sem borðaðar eru
á sama tíma og hreyfing
vill gjarnan vera minni en ella og
streita er mikil. Önnur frí svo sem
sumarfríið geta haft sambæri-
leg áhrif, en þar vegur væntan-
lega hvað þyngst að við dettum út
úr hefðbundnu dagsskipulagi og
losna vill um daglegar venjur og
reglur. Mikilvægt er að hafa þetta
í huga og styðja við góða heilsu-
hegðun alla mánuði ársins.
Fjölskylduboð og félagsskapur
Rannsóknir sýna að fjölskyldu-
boð og félagsskapur auka
líkurnar á að daglegar venjur
fari úr skorðum, ekki síst hjá
þeim sem eiga við offitu að
stríða. Með því að halda skrá eða
fylgjast meðvitað með mataræði
og hreyfingu þessar vikur aukast
líkur á að fyrri árangri sé haldið.
Matvæli tengd jólahaldinu inni-
halda oft á tíðum meira af hita-
einingum miðað við þyngd, og
eru því orkuþéttari en hvers-
dagsmatur hinna mánaðanna.
Sum matvara er nánast bundin
við jólin eingöngu og lítið borðuð
aðra daga ársins, svo sem laufa-
brauð, hangikjöt og fleira, en
annar matur er á borðum stóran
hluta ársins og jafnvel bara hengt
forskeytið „jóla-“ framan við til
að koma matnum í réttan bún-
ing. Þannig fáum við t.d. jólabjór,
jólajógúrt, jólasíld og jólaepli.
Í umræðu um hollustu og
holdafar er mikilvægt að hafa í
huga að það snýst ekki eingöngu
um fæðuvalið heldur skiptir
magnið líka máli. Þótt vissulega
geti það verið kostur að breyta
uppskriftum og skipta þeim
óhollari út fyrir hollustunammi
og heilsusmákökur, þá eru flestar
smákökur mjög orkuríkar og því
skiptir mestu máli að hafa þær
litlar og borða fáar. Ef hollustu-
uppskriftirnar verða hrein við-
bót í staðinn fyrir að koma í stað
annarra er hætt við að ávinning-
urinn sé lítill. Þar sem að jólin
eru svo bundin við hefðir og
minningar er kannski bara betra
að baka færri sortir í smærra
upplagi og njóta uppáhaldssort-
anna í smáum skömmtum.
Hollustan veltur ekki á ein-
staka fæðutegund heldur á heild-
inni, bæði samsetningunni og
magninu.
Hugað að heilsunni með jólamatnum
● Ekki sleppa morgunmatnum
● Gera ráð fyrir grænmeti með
jólamatnum
● Ávexti í eftirrétt og millibita
● Léttari mat dagana á milli
veisluhalda
● Huga að matreiðsluaðferðum
● Glöggin getur líka verið óáfeng
● Velja aðeins það besta – sleppa
því hversdagslega
● Vatn í glasið í stað orkumeiri
drykkja – að minnsta kosti í
annað hvert skipti
● Borða hægt og njóta matarins
● Bjóða gestum í göngu fyrir
matinn
● … og dansa í kringum jólatréð!
Skrifað í tilefni 10 ára afmælis
FFO – Félags fagfólks um offitu,
12.d esember 2012.
Jóla-jóla – Jólamatur,
jólastress og jólakíló
Svo að vel takist til við
varðveislu húsa, húsaraða
og hverfa er mikilvægt
að gömul hús fái að gegna
hagnýtu hlutverki. Þegar
vel tekst til er gamalt og
jafnvel friðað hús eftir-
sóknarverð eign sem eig-
andinn leggur metnað sinn
í að halda við og fegra að
eigin frumkvæði. Reynslan
sýnir að gömlum húsum og
hverfum er af einhverjum
ástæðum betur gefið að
stuðla að lifandi mannlífi
og menningu en afrakstri
úthugsaðs skipulags og
þarf ekki að leita langt í borgum
og bæjum landsins því til sönnunar.
Á forsendum hússins sjálfs
Skilyrði þess að gömul hús geti
áfram gegnt hagnýtu hlutverki er
að breytingar og viðhald fari fram
á forsendum hússins sjálfs. Mörg
eldri húsa eru t.d. upphaflega
íbúðar hús og geta gegnt því hlut-
verki með ágætum oftar en ekki
ef leyfðar eru ákveðnar breyt-
ingar eða viðbyggingar. Þá geta
mörg eldri hús, þ.á.m. íbúðarhús,
vöruskemmur og sjóbúðir, verið
eftirsótt til annarra nota en þau
voru upphaflega gerð fyrir, t.d.
verslunar eða veitingastaða.
Við breytingar sem þessar verð-
ur að líta til fleiri atriða svo sem
byggingartíma, byggingarsögu og
skipulags hússins svo og þess hvort
breytingar eru afturkræfar. Sé
hins vegar miðað við ítrustu kröfur
sem gerðar eru til nútíma-
bygginga þýðir það að jafn-
aði að breytingar eru annað
hvort ómögulegar eða þær
þýða eyðileggingu á þeim
verðmætum sem felast í
gömlu húsi. Eðlilega stenst
hús sem reist er skv. bygg-
ingarreglugerð frá 1903
ekki kröfur skv. nútíma
byggingarreglugerð í ýmsu
tilliti. Það á hins vegar ekki
að leiða til þess að hvers
kyns breytingar á hús-
inu séu gerðar tæknilega
óframkvæmanlegar.
Mikilvæg byggingararfleifð
Í nýrri byggingarreglugerð, sem
taka mun gildi af fullum krafti 1.
janúar 2013, hefur lítill gaumur
verið gefinn að framangreindum
atriðum. Það er eins og gleymst
hafi að við eigum mikilvæga
byggingararfleifð sem verður
aðeins viðhaldið á sjálfbærum
forsendum. Þetta er stórt skref
aftur á við frá fyrri byggingar-
reglugerð sem í grein 12.8. kvað
á um að við umfjöllun byggingar-
leyfisumsókna um breytingar á
byggingum sem byggðar væru
fyrir gildistöku reglu gerðarinnar
„skyldi taka mið af þeim reglu-
gerðarákvæðum sem í gildi voru
þegar þær voru byggðar eftir því
sem hægt væri að teknu tilliti til
gildandi krafna um öryggis- og
heilbrigðismál.“ Á þessum grund-
velli var t.d. hægt í hverju tilviki
fyrir sig að huga að breytingum
samfara endurbótum eða breyttri
notkun og þannig m.a. efla bruna-
varnir, bæta aðgengi hreyfihaml-
aðra og sjónskertra án verulegra
raskana á húsi.
Í grein 137.6 í fyrri reglugerð
var fjallað um að gerðar væru við-
eigandi ráðstafanir til að vernda
menningarverðmæti gegn bruna.
Ekkert slíkt virðist að finna í hinni
nýju reglugerð, jafnvel þótt aug-
ljóslega sé brýnt að efla bruna-
varnir í gömlum timburhúsum sem
hafa sérstakt varðveislugildi, eink-
um með vatnsúðakerfum þannig að
þau verði síður eldi að bráð.
Hin nýja byggingarreglugerð
virðist gera fortakslausa kröfu um
að breytingar á gömlum húsum séu
í samræmi við kröfur til nýbygg-
inga. Með þessu er í raun vegið að
mikilvægri forsendu varðveislu og
viðhalds gamalla húsa og borgar-
hluta svo ekki sé minnst á það
óhagræði og kostnaðarauka sem
eigendur gamalla húsa verða fyrir.
Nú mun vera unnið að endur-
skoðun reglugerðarinnar á vegum
umhverfisráðherra, þ.m.t. þessum
atriðum, og brýnt er að þeirri
vinnu ljúki sem fyrst og óvissu þar
með eytt.
Ný byggingarreglugerð – húsvernd
MATARÆÐI
dr. Anna Sigríður
Ólafsdóttir
næringarfræðingur
og dósent við HÍ
➜ Hin nýja byggingar-
reglugerð virðist gera
fortakslausa kröfu um að
breytingar á gömlum húsum
séu í samræmi við kröfur til
nýbygginga.
BYGGINGAR-
REGLUGERÐ
Magnús
Skúlason
arkitekt og fv.
forstöðumaður
Húsafriðunar-
nefndar ríkisins
➜ Matvæli tengd jóla-
haldinu innihalda oft á
tíðum meira af hitaein-
ingum miðað við þyngd,
og eru því orkuþéttari en
hversdagsmatur hinna
mánaðanna.
Árið 1989 reyktu 32%
Íslendinga og 366 dauðs-
föll á ári mátti rekja beint
til reykinga. Árið 2011 var
hlutfallið komið niður í
14,5% og dauðsföll á ári
263.
Þetta gerðist ekki af
sjálfu sér, farið var í
markvissar aðgerðir og
átak gert í forvarnarstarfi
af því að við vildum ekki
vera reykingaþjóð. Enginn
stóð upp og sagði: „Við
erum reykingaþjóð“ eða
„Þjóðin hefur valið sígar-
ettuna!“ Flestir sáu það að
reykingar voru orðnar gríðarlegt
heilsufarsvandamál og að óbreytt
ástand væri ekki í boði.
Á Íslandi þjást 19% karla og 23%
kvenna af offitu. Þessi árangur
skilar okkur 6. sæti á heimslist-
anum yfir feitustu þjóðirnar. Árið
1990 voru þessar tölur töluvert
aðrar, en þá var þessi hópur 7%
karla og 9% kvenna. Íslendingar
hreyfa sig auk þess alltof lítið og
auka þannig enn á hættu á sjúk-
dómum tengdum ofeldi og hreyf-
ingarleysi.
Árið 1990 var einkabílaeign
landsmanna 470 bílar á hverja
1.000 íbúa, fólk gekk og notaði
almenningssamgöngur meira. Árið
2011 var einkabílaeignin komin í
650 bíla á hverja 1.000 íbúa og 72%
allra ferða í borginni voru farnar
á einkabíl.
Vitundarvakning
Ákveðin vitundarvakning hefur
orðið upp á síðkastið á mikilvægi
hreyfingar í daglegu lífi. Hreyf-
ingarleysi veldur nú eins mörgum
dauðsföllum í heiminum og reyk-
ingar. Talið er að 5,3 milljónir láti
lífið árlega í heiminum af völdum
hreyfingarleysis og hreyfingar-
leysi er flokkað sem faraldur.
Það þarf ekki mikið til að koma í
veg fyrir ótímabær dauðs-
föll af völdum hreyfingar-
leysis. Talið er að þrjá-
tíu mínútur af göngu á
dag nægi til að sporna
við alvarlegustu afleið-
ingunum. Þessar þrjátíu
mínútur mega skiptast upp í tvo
til þrjá styttri göngutúra.
Það er ekki eðlilegt að við
segjum stolt „Við erum bílaþjóð“
vitandi það hversu slæm áhrif
þessi óhóflega bílnotkun er að hafa
á okkar heilsu. Við eigum ekki að
vera stolt af því að vera feit og
óheilbrigð, við eigum ekki að vera
stolt af þeim ótímabæru dauðs-
föllum sem verða á hverju ári.
Meirihlutinn í Reykjavík hefur
verið sakaður um að vera í aðför að
einkabílnum. Valdar götur í mið-
borginni hafa orðið göngugötur,
fjárfest hefur verið í hjólastígum
og gjaldskylda á bílastæðum hefur
verið aukin. Nú tölum við fyrir
breyttum ferðavenjum í tengslum
við uppbyggingu nýs spítala og þar
verða öll stæði gjaldskyld.
Reykjavíkurborg sem stjórnvald
á að þora að grípa inn í og fara í
aðgerðir til þess að fólk gangi og
hjóli meira. Það þarf kannski ekki
að fara í aðför að einkabílnum, en
það þarf að fara í aðför að þessari
alltof miklu notkun.
Við erum ekki bílaþjóð frekar
en að við erum reykingaþjóð.
Við eigum að vilja vera heilbrigð
þjóð sem gefur fólki tækifæri á
að lifa heilbrigðu lífi í heilbrigðu
umhverfi.
„Við erum
reykingaþjóð“
Það er að mínu mati mjög
mikið fagnaðarefni að notk-
un vistvænna farartækja er
sífellt að aukast. Margt er
að gerast og meira að segja
stígakerfið á höfuðborgar-
svæðinu batnar með hverju
ári. Nýjasta vistvæna
farar tækið sem nýtur mik-
illar vinsældar, sérlega hjá
unga fólkinu, er rafmagns-
vespan. Nú þegar er búið að
flytja inn talsvert af þessum
hljóðlátu og skemmtilegu
fákum. En svo kemur babb
í bátinn því ekki er búið að gera ráð
fyrir hvar þessar vespur og reyndar
líka rafmagnsreiðhjólin eiga að vera
í umferðinni. Þetta minnir sterkt á
fjórhjóla- og torfæruhjólaæðið sem
gekk yfir án þess að lög og reglur
náðu yfir notkun þeirra.
Háværar raddir heyrast um að
rafmagnsvespur og rafmagnsreið-
hjól ættu einungis að nota á gang-
stéttum og stígum. Þetta er auðvitað
ekki mjög rökrétt. Venjuleg reiðhjól
eru viðurkennd sem farartæki og
má nota þau í umferðinni. Af hverju
á þá að banna hin? Gangandi vegfar-
endur eru ekki hressir með og eru
beinlínis í hættu út af rafdrifnu hjól-
unum, skriðþunginn er miklu meiri
en hjá venjulegum reiðhjólum.
Gestir á gangstéttunum
Hjólreiðamenn eru gestir á gang-
stéttunum og eiga að taka fullt tillit
til gangandi vegfarenda, það er ekki
spurning. En þegar ég nota hjól sem
samgöngutæki þá langar mig helst
að fara þægilegustu og stystu leið-
ina. Þá nenni ég ekki að stoppa fyrir
leikandi börnum, hundum í bandi
eða gangandi fólk með tónlist í eyr-
unum sem heyrir ekki í bjöllunni
minni. Þá nenni ég ekki að
fara óteljandi króka eða
hoppa upp og niður gang-
stéttabrúnir. Ég get einnig
sagt það að í öllum tilfellum
sem ég var virkilega í hættu
sem hjólreiðamaður þá var ég hjól-
andi á gangstétt þar sem bakkandi
bílstjórar gerðu ekki ráð fyrir mér
eða bílhurð opnaðist skyndilega
beint fyrir framan nefið á mér.
Hvað er til ráða? Auðvitað þarf
með vaxandi vinsældum alls konar
hjóla að bæta stígakerfið, breikka
stígana og helst aðskilja gangandi
og hjólandi vegfarendur. Að sjálf-
sögðu á hjólandi fólk að hafa leyfi
til að vera í umferðinni. En þeir
sem hjóla í umferðinni þurfa að hafa
þroska til þess. Þannig að það ætti
að setja aldur stakmark, t. d. 15 ára,
og ekki er spurning að það verður
að krefjast lágmarksþekkingar á
umferðarreglunum þegar hjólað er
á umferðargötum.
Og eitt í lokin: Enn þá er verið að
búa til reiðhjólastíga sem eiga að
vera samgöngustígar en eru hann-
aðir sem útivistarstígar. Valin er
fallegasta leiðin, fullt af brekkum
og beygjum svo að leiðin lengist
og verður erfiðari. Hvaða bílstjóri
myndi velja að fara óþarfa auka-
króka á sinni daglegu leið í vinnu,
bara af því að þessi leið er sérlega
falleg? Af hverju er þá ætlast til að
hjólreiðafólk vilji þetta?
Vistvænn ferðamáti:
Hjól og rafmagnsvespur
SAMGÖNGUR
Kristín Soff ía
Jónsdóttir
varaformaður
Umhverfi s- og
samgönguráðs
Reykjavíkur
➜ Reykjavíkurborg
sem stjórnvald á að
þora að grípa inn í og
fara í aðgerðir til þess
að fólk gangi og hjóli
meira.
SAMGÖNGUR
Úrsúla
Jünemann
kennari og
leiðsögumaður
➜ En þegar ég nota
hjól sem samgöngu-
tæki þá langar mig
helst að fara þægi-
legustu og stystu
leiðina.