Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 50
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 34 Spánverjinn Enric Palau er stjórnandi Sónar-hátíðarinnar sem verður haldin hérlendis í fyrsta sinn í Hörpunni dagana 15. og 16. febrúar. Um fjörutíu flytjendur koma fram, þar á meðal James Blake, Squarepusher, þýsk-japanska tvíeykið Alva Noto & Ryu- ichi Sakomoto, þýski rafdúett- inn Modeselektor og danski plötusnúðurinn og upptöku- stjórinn Kasper Björke. Í samtali við Frétta- blaðið segist Palau lengi hafa hrifist af Íslandi. „Við höfum boðið íslenskum lista- mönnum á hátíðina í gegnum árin og þeir hafa alltaf verið frábærir. Það eru einstakir hæfileikar sem koma þaðan og þess vegna var það strax spennandi hugmynd að koma til Íslands,“ segir Palau. „Við hlökkum mikið til. Þetta verður eflaust dálítið öðruvísi, að vera í febrúar á Íslandi í fyrsta sinn, en ég veit að Íslend- ingar eru vanir kuldanum og snjónum þannig að það ætti ekki að vera mikið vandamál.“ Ísland ekki of lítið Á næsta ári verða tuttugu ár liðin síðan Sónar-hátíðin hóf göngu sína í Barselóna en þar er stærsta hátíðin haldin í júní ár hvert. Undanfarin ár hefur hún einnig færst til annarra landa, þar á meðal Norður-Ameríku, Tókýó, Höfðaborgar í Suður-Afr- íku og til Sao Paulo í Brasilíu. Spurður hvort Ísland sé ekk- ert of lítið land fyrir Sónar segir Palau: „Stærð Hörpunn- ar er mjög hentug. Ísland lítur kannski út fyrir að vera lítið land en menningar- og tón- listarlega en það mjög frjótt og áhrifamikið. Sónar snýst aðallega um framsækna dans- tónlist og nýja list og okkur finnst Ísland hafa margt fram að færa. Þótt hátíðin sé lítil í sniðum á Íslandi langaði okkur að byrja með þessa hátíð þar. Þetta verður gott tækifæri til að uppgötva nýja tónlist þaðan.“ Hann vonast til að hátíðin verði að árlegum viðburði hér á landi. „Við sjáum fyrst til hvernig þessi fyrsta hátíð gengur. Við erum að bjóða upp á meira en fjörutíu listamenn á tveimur dögum á fjór- um mismunandi sviðum í Hörpu. Okkar hugmynd er að skapa hátíð- arumhverfi og samkomustað fyrir tónlistarmenn og áhugafólk um góða tónlist. Ef viðbrögð- in verða góð munum við örugglega halda áfram.“ Tæknin hefur breyst Spurður út í tilurð Sónar-hátíðarinnar segir Palau að hug- myndin hafi verið að búa til fundar- stað fyrir listamenn og aðdáendur fram- sækinnar og tilrauna- kenndrar tónlistar sem og nýrra lista. „Markmiðið var að vera alþjóðleg og leita nýrra leiða fyrir áhuga- verða sköpun. Þegar við byrjuðum hátíð- ina sáum við að þessa tækni sem þá var að ryðja sér til rúms yrði á endanum hægt að nota á hverju heimili,“ segir Palau. „Á níunda ára- tugnum þurftu menn að leigja sér hljóðver og dýran búnað ef menn ætluðu að búa til tónlist en strax árið 1994 sáum við að tæknin var farin að breyt- ast. Hún var orðin minni í sniðum, hraðvirkari og auðveldara var að nálgast hana. Þetta varð til þess að margir nýir komu inn í þessa senu sem höfðu aðgang að þessari tækni. Þarna var að verða til sam- runi á milli listrænna miðla. Landamærin á milli tónlistarmanna og sjónlistamanna urðu minni.“ Uppgötva nýja tón- listarmenn Hversu mikilvægt er að ferðast um heiminn með hátíðina? „Það er mikil áskorun að heimsækja nýja staði, kynna hátíðina fyrir nýjum áhorf- endum, sjá viðbrögðin og uppgötva nýja tón- listarmenn. Við höfum að undanförnu farið til Brasilíu, Japans og Suður-Afríku og þaðan kemur mjög áhugaverð tónlist sem veitir okkur inn- blástur. Að ferðast svona um heldur hátíðinni á lífi allt árið um kring og svo endum við á stórum viðburði í Barselóna.“ Hrifinn af Mugison Spurður um uppáhaldsflytjanda á Sónar-hátíðinni segist Palau eiga erfitt með að velja. Hann eigi margar mjög góðar minn- ingar en vilji helst líta fram á veginn. „Við fengum Jónsa fyrir tveim- ur árum og Sigur Rós líka. Svo höfum við fengið minna þekkta listamenn eins og Mugison, sem mér finnst vera magnað- ur tónlistarmaður. Ben Frost frá Bedroom Community hefur líka komið til okkar. En ég er alltaf að hugsa um næstu hátíð. Að uppgötva einhvern nýjan og spennandi listamann á næstu Sónar-hátíð gerir mig spenntari en að horfa til baka.“ Aðeins tvö þúsund miðar verða til sölu á Sónar-hátíðina á Íslandi en um eitt þúsund miðar verða í boði erlendis. Miðasala fer fram á Midi.is, Harpa.is og á Sonarreykjavik.com. freyr@frettabladid.is Öðruvísi að vera í kuldanum á Íslandi Stjórnandi Sónar-hátíðarinnar hlakkar mikið til að heimsækja Ísland í fyrsta sinn. Hann vonast til að hátíðin festi sig í sessi og verði árlegur viðburður. HLAKKAR TIL AÐ HEIMSÆKJA ÍSLAND Enric Palau vonast til að Sónar-hátíðin muni festa sig í sessi á Íslandi. Meðal tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni er raftónlistargúrúinn Squarepusher. Um þrjátíu íslenskir flytjendur taka þátt í Sónar-hátíðinni. Meðal þeirra sem hafa verið staðfestir eru Ásgeir Trausti, Mugison, GusGus, Retro Stefson, Gluteus Maximus, Samaris, Valgeir Sigurðsson, Ólafur Arnalds, Ghostigital og Sísí Ey. Þrjátíu íslenskir flytjendur ÓLAFUR ARNALDS GUSGUS SAMARIS MUGISON Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar Á R N A S Y N IR util if. is BOLTAR FRÁ 1.990 kr. HANDBOLTAR, KÖRFUBOLTAR, FÓTBOLTAR. Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PIPA R\TBW A PI SÍA 1232 72 Fallegt úr er fullkomin gjöf Í fyrsta sinn á Íslandi www.jonogoskar.is Glæsileg armbandsúr frá þekktum framleiðendum fyrir dömur og herra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.