Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 56
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 40
HANDBOLTI „Við fengum þessi tíð-
indi um daginn en það var ekki
gert opinbert fyrr en síðar. Þetta
er ákaflega gleðilegt,“ sagði Anton
Gylfi Pálsson dómari sem er á leið
til Spánar í janúar að dæma á HM
karla.
Strákarnir hafa staðið sig mjög
vel á síðustu árum og til að mynda
dæmt vel á bæði EM karla og
kvenna þar sem þeir hafa flautað.
Áttu margir von á því að þeir færu
á HM í fyrra en af því varð ekki.
Nú fá þeir aftur á móti tækifæri.
„Við fórum á Álfumótið í Katar
um daginn og það gekk mjög vel.
Þá fengum við meldingu um að við
kæmum sterklega til greina fyrir
HM. Maður gældi við þetta þá en
við biðum samt rólegir. Nú má
fara að fagna þessu,“ sagði Anton.
En hvernig stendur á því að þeir
hafa átt upp á pallborðið hjá evr-
ópska handknattleikssambandinu
til þessa en ekki hjá alþjóðasam-
bandinu?
„Þetta tekur bara tíma. Þetta
hefur verið markmið hjá okkur
ansi lengi og loksins tókst það. Við
gældum við að komast inn á HM
í Svíþjóð en því miður vorum við
ekki valdir. Við urðum fyrir smá
vonbrigðum með það. Þá settum
við stefnuna á þetta mót. Það tókst
og það kennir manni að leggja ekki
árar í bát. Við erum svo að upp-
skera núna sem er ánægjulegt.“
Lengi frá fjölskyldunni
Það er alls ekkert frí að vera dóm-
ari á stórmóti en þeir þurfa að
undir búa sig rétt eins og liðin.
„Þetta er hörkuvinna. Við förum
út til Danmerkur 3. janúar og
komum heim 28. janúar. Þetta er
þrjár og hálf vika frá fjölskyld-
unni. Ég vinn sem betur fer hjá
góðu fyrirtæki, Actavis, sem styð-
ur mig í þessu verkefni og gefur
mér frí,“ sagði Anton en þeir
félagar verða ekki ríkir á því að
dæma á stórmótum.
„Við fáum bara dagpeninga og
þeir eru ekki miklir. Við töpum
á því að fara út. Við erum ekki í
þessu til að græða peninga. Það er
oft sagt að fótbolti sé viðskipti en
handbolti sé íþrótt. Það á ágætlega
við í þessu tilviki.“
Þeir félagar eru eitt sextán para
sem voru valin á mótið. Ekki ligg-
ur þó enn fyrir hvaða leiki þeir
munu dæma eða í hvaða riðli.
„Við förum 8. janúar til Barce-
lona. Förum þá í hlaupapróf og
hlustum á fyrirlestra. Eftir það er
hópnum skipt upp,“ sagði Anton.
Hvernig er stórmótalífið hjá dóm-
urum?
„Það er endalaust af fundum. Á
EM síðast voru Jóhann Ingi Gunn-
arsson og fleiri góðir fyrirlesarar.
Þá er verið að ræða um andlegu
hliðina líkt og líkamlega atgervið.
Eftir leikdag er farið yfir leikina
og rætt um það sem betur má fara
og það sem vel er gert. Svo er bara
andlegur undirbúningur fyrir leiki
líkt og hjá leikmönnum,“ sagði
Anton en það er ekki mikill frítími
sem þeir fá.
„Við förum ekki mikið en er
samt óhætt að skjótast út í versl-
unarmiðstöð yfir daginn og fá sér
einn kaffi. Annars er þetta bara
full vinna hjá okkur. Við erum í
þessu af fullum krafti og tökum
þetta alvarlega.“
Strákarnir geta ekki farið yfir
um í mataræðinu um jólin. Þeir
þurfa að hreyfa sig og láta jóla-
hlaðborðin eiga sig.
„Við munum æfa eins og villtir
menn undir styrkri handleiðslu
Kristjáns Halldórssonar. Við
verðum því að fara rólega í steik-
ina eins og í fyrra. Maður fer bara
eina ferð núna,“ sagði Anton léttur.
henry@frettabladid.is
Ein ferð í steikina í ár
Besta dómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, er á leið á
HM í handbolta í janúar. Þetta er í fyrsta skipti sem parið kemst á HM. Þeir ætla
sér að mæta í toppformi til Spánar og fara því varlega í jólahlaðborðin.
GÓÐIR Anton og Hlynur hafa verið í sérflokki íslenskra dómara undanfarin ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANDBOLTI Það er spennandi kvöld
í vændum hjá landsliðsmönnun-
um Björgvini Páli Gústavssyni og
Stefáni Rafni Sigurmannssyni. Þá
mætast lið þeirra, Magdeburg og
Rhein-Neckar Löwen, í þýska bik-
arnum.
Björgvin Páll er að spila sinn
fyrsta leik í tíu vikur en Stefán
Rafn er að spila sinn fyrsta leik
með Löwen en hann samdi við liðið
um helgina.
„Ég er núna í átta tíma rútuferð
til Mannheim. Það er snjóþungt og
gengur hægt. Strákarnir eru eitt-
hvað pirraðir á þessu en ég brosi
allan tímann. Ekki annað hægt,“
sagði Björgvin Páll kátur. Hann
fékk matareitrun sem leiddi síðan
til þess að hann fékk fylgigigt.
Veikindin hafa haldið honum utan
vallar síðan.
„Það eru um tvær vikur síðan ég
var alveg heill og ég get ekki beðið
eftir því að spila. Þetta er búinn
að vera erfiður tími. Ég varð tals-
vert veikur. Liðirnir bólgnuðu upp,
mikil vökvasöfnun og mér leið eins
og ég væri ökklabrotinn er verst
var. Ég gat ekki hreyft mig í þrjár
til fjórar vikur en er klár í bátana
núna,“ sagði Björgvin en hann
ætlar að vera í sínu besta formi er
HM byrjar í janúar.
Hlutirnir hafa gengið mjög hratt
fyrir sig hjá Stefáni Rafni og hann
segist varla enn vera búinn að átta
sig á því að hann sé að fara að spila
með Löwen.
„Þetta er allt að koma en hrað-
inn var ótrúlegur. Þetta verður
raunverulegra er ég klæði mig í
búninginn,“ sagði Stefán sem fær
það verkefni að leysa þýska lands-
liðsmanninn Uwe Gensheimer af
hólmi en hann verður lengi frá
vegna meiðsla.
„Ég býst við að fá að spila mikið
strax í fyrsta leik. Ég er að spila
hornið ásamt ungum Þjóðverja.
Þeir fá mig til þess að spila sem er
mjög jákvætt,“ sagði Stefán sem
mætir fullur sjálfstrausts til leiks.
„Ég tel mig vera kláran í þetta
verkefni. Ég hef spilað mjög
vel á Íslandi og ætlaði mér út
næsta sumar. Þetta kom fyrr
og ég tel að ég sé tilbúinn.
Ég hef verið hrikalega dug-
legur að æfa og hef verið
með frábæran þjálfara í
Aroni sem hefur hjálpað
mér að ná hingað. Þetta
hefur allt smollið hjá
mér. Nú er ég að fá frá-
bæran glugga sem ég
verð að nýta mér. Þetta
er einstakt tækifæri og
ég mun bæta mig hjá
Gumma þjálfara.“ - hbg
Brosir alla átta tímana í rútunni
Tímamótaleikur í Þýskalandi í kvöld hjá Björgvini Páli og Stefáni Rafni.
SPENNTUR Kvöldið í kvöld
verður stór stund á ferli
Stefáns.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BRATTUR Björgvin getur
ekki beðið eftir að spila á
nýjan leik.
NORDICPHOTOS/GETTY
Við erum ekki í
þessu til að græða
peninga. Það er oft sagt
að fótbolti sé viðskipti
en handbolti sé íþrótt.
Anton Gylfi Pálsson handboltadómari
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
SKÍÐAPAKKAR
20% AFSLÁTTUR
ÞEGAR KEYPT ERU
SKÍÐI, BINDINGAR
OG SKÍÐASKÓR.
Einn af jólaglaðningum Heilsuhússins
– Skemmtileg nýjung í
jóla- og áramótaveislur
Laugavegi • Kringlunni • Smáratorgi • Lágmúla • Akureyri • Selfossi
Fæst með rúsínum og sultuðum appelsínum,
með súkkulaði og hrein - Pandoro.
FÓTBOLTI Orðspor Frakkans Sam-
irs Nasri hjá Man. City er ansi
laskað eftir helgina. Þá faldi hann
sig í varnarvegg City er Robin van
Persie skoraði sigurmarkið fyrir
Man. Utd í borgarslagnum.
Eins og sjá má á myndinni færir
Nasri sig nánast á bak við Edin
Dzeko í stað þess að vera fyrir
boltanum. Fyrir vikið var leið bolt-
ans greið að markinu.
Stuðningsmenn City eru æfir út
í Frakkann og sérfræðingur Sky,
Gary Neville, hefur nú sent Frakk-
anum pillur. „Það voru 44 þúsund
áhorfendur á vellinum sem voru
til í að fá boltann í andlitið. Allir
leikmenn City voru klárir í það
nema Nasri. Leikurinn tapaðist út
af honum,“ sagði Neville harður.
„Balotelli var tekinn af velli
en það hefði mátt taka Nasri fyrr
af velli. Hann týnist í stóru leikj-
unum,“ sagði Neville en hann er
fyrrum leikmaður Man. Utd eins
og flestir ættu að vita.
„Hann nær aldrei að koma sér
í gang. Þetta er frábær leikmaður
sem fór mjög illa með mig er ég
var að spila. Aftur á móti þegar
mest á reynir þá er hann ekki nógu
harður og ákveðinn.“ - hbg
Nasri tapaði leiknum
HVAÐ ERTU AÐ GERA? Hér má sjá Nasri fela sig í veggnum. NORDICPHOTOS/AFP
SPORT