Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2012 5Vímulaus æska ● Vímulaus æska stendur fyrir 12 vikna námskeiði í sjálfseflingu fyrir unglinga í vanda. Meginmarkmið námskeiðs-ins er að byggja upp og efla sjálfsþekkingu, félagsfærni, til- finningaþroska og getu ung- linga til að takast á við sjálfa sig og eigið líf. Á námskeiðinu er meðal annars unnið með orsak- andi þætti vanlíðunar, sjálfskað- andi hegðunar og lélegrar sjálfs- stjórnar. Nálgun felst í sameiginlegri uppbyggingu trausts og öruggs umhverfis þar sem allir fá tæki- færi til að vinna með sjálfan sig út frá eigin forsendum. Leið- beinendur sameina hæfni á sviði sköpunar og mannlegra sam- skipta og styðja þátttakendur við að beita innsæi, getu, úrvinnslu og tjáningu til að ná félagslegri og tilfinningalegri kjölfestu. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna með samskipti, tilfinn- ingar og tengsl við nánasta um- hverfi. Boðið er upp á margar leiðir til tjáningar og að opna sig, til að mynda leikræna tján- ingu, myndlist og hreyfingu. Með því gefst tækifæri til að kynnast eigin sjálfstæði, sköpun, þörfum, hæfni og tengslum við sjálfan sig og aðra. Á námskeiðinu er lögð áhersla á samkennd, virka hlustun, heið- arleg samskipti og ábyrgð. Í lok námskeiðsins hafa þátttakendur öðlast betri sýn á vanda sinn og lært hvernig hægt er að takast á við hann. Út frá þeim árangri er hægt að fara í frekari hópavinnu sem stendur til boða að nám- skeiði loknu. Leiðbeinendur eru Elísabet Lorange listmeðferðafræðingur og Helen Breiðfjörð, félagsfræð- ingur með MA í gæðastjórnun. HVETJANDI EINKAVIÐTÖL Samhliða námskeiði í sjálfsefl- ingu fara fram vikuleg einka- viðtöl. Þau hafa að markmiði að veita stuðning og hvatningu við að hætta neyslu, benda á leiðir til árangurs og hvernig hægt er að lifa uppbyggilegu lífi. Aðgangur að vímuefnaráðgjafa er í síma allan sólarhringinn. Ráðgjafi er Guðbjörg Erlings- dóttir, ICADC-ráðgjafi. Námskeiðið fer fram í Foreldrahúsi, Borgar- túni 6. Næstu námskeið eru auglýst á www. vimulaus.is Heiðarleg samskipti ● FORELDRAHÓPURINN AUÐVELDAR SAMSKIPTIN Loksins þegar ég var tilbúin og dreif mig af stað til að leita mér stuðnings, sá ég hvað hann var mér mikilvægur. For- eldrahópurinn hjálpar mér að standa við þær reglur sem ég vil setja barninu mínu, og það auðveldar samskipti fjölskyldunnar. Takk fyrir mig, þetta hefur hjálpað mér mjög mikið. ● UMSÖGN MÓÐUR Unglinganámskeiðið fór fram úr okkar björtustu vonum. Unglingurinn var tregur til í upphafi en strax eftir fyrsta tímann breyttist það svo sannarlega, hann hlakkaði til að fara í hvern einasta tíma og hefði viljað hafa námskeiðið miklu lengra. Unglingur- inn hefur öðlast aukið sjálfsöryggi, nýtur sín betur í öllum samskiptum og er ánægðari og glaðværari en áður. Þessi námskeið sem þarna er boðið upp á eru því svo sannarlega að skila góðum árangri og leiðbeinendurnir virðast ná alveg einstaklega vel til krakkanna. Við renndum nokkuð blint í sjóinn með þetta námskeið en munum svo sannarlega mæla með því. ● MÓÐIR DRENGS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Mín reynsla af Vímulausri æsku er góð. Ég var í foreldrahópi með sálfræðingi þegar eldri sonur minn var í neyslu og ég fæ seint fullþakkað þann stuðning og þá aðstoð sem ég fékk. Held bara að ég hefði aldrei komist í gegnum hlutina nema með þeirri aðstoð. Nú er yngri sonur minn búinn að fara á sjálfsstyrkingar- námskeið og ætlar á annað, því það var svo gott og svo frábært. Sú starfsemi sem fer fram hjá Vímulausri æsku er alveg frábær og ættu allir foreldrar sem þurfa á aðstoð að halda vegna neyslu eða einhvers hjá börnunum sínum, að sækja þangað aðstoð. Svo er Foreldrasíminn hreint frábær. Það er hvergi annars staðar hægt að fá aðstoð allan sólarhringinn en hjá Vímulausri æsku. V.E.R.A er úrræði Foreldrahúss fyrir börn og unglinga með áhættuhegðun og fjölskyldur þeirra. V.E.R.A. er fyrir börn og unglinga frá tíu til sextán ára (börn í 5.-10. bekk) með áhættuhegðun. Þetta eru einstaklingar sem eiga við hegð- unarerfiðleika og tilfinningalega vanlíðan að stríða og þurfa mikinn stuðning. V.E.R.A. er hugsað sem langtímaúrræði og spannar minnst tvær annir. Meðferðin er í formi hópastarfs sem á sér stað einu sinni í viku, eina og hálfa klukkustund í senn, auk vikulegra einstaklings- og fjöl- skylduviðtala og sjálfsstyrking- ar foreldra. Úrræðið getur staðið í allt að ár og fer alveg eftir þörfum hvers einstaklings. Megináhersla úrræðisins er að vinna eftir þörf- um einstaklingsins og meðferðar- áætlunin er sett upp út frá þeim forsendum. Næsti meðferðarhópur mun hefj- ast í janúar 2013. Tímasetning- ar koma inn í byrjun janúar eftir að skráningum er lokið. Skráning fer fram á vef Vímulausrar æsku, www.vimulaus.is og í síma 511 6160. Þátttökugjald er 15.000 krón- ur á mánuði. Hægt er að nýta frí- stundakort. Þátttakendur og forráðamenn eru boðaðir í forviðtöl, þar sem úr- ræðið er kynnt og fengnar eru upp- lýsingar um aðstæður. Starfsfólk úrræðisins er Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og kenn- ari, Hrafndís Tekla Pétursdótt- ir sálfræðingur og Sigríður Birna Valsdóttir leiklistarmeðferðar- fræðingur. Auk þeirra kemur fleira fagfólk að hópastarfinu. Meðferðarnálgunin í V.E.R.A. felst í því að veita innsýn í þá áhættuhegðun sem einstaklingur- inn glímir við og þannig er reynt að koma í veg fyrir og/eða draga úr vanlíðan og vanda einstaklingsins og fjölskyldu viðkomandi. Áhættu- hegðun getur haft skaðlegar af- leiðingar í för með sér og er mark- miðið að grípa inn í þetta ferli og veita þann stuðning, aðhald og ráð- gjöf sem einstaklingurinn þarf á að halda. Til að koma í veg fyrir frekari skaða og bæta líðan ein- staklingsins er mikilvægt að hlúa einnig að fjölskyldu hans. Þar af leiðandi er mikilvægt að einstak- lingurinn fái að tjá sig í öruggu og styðjandi umhverfi, bæði einn og við aðra sem að honum koma. Með aukinni getu einstaklingsins og fjölskyldunnar til að taka ábyrgð á þörfum sínum og tilfinningum með virkri tjáningu og hlustun, styrkj- ast tengslin og við þær aðstæður fær einstaklingurinn tækifæri til að þroskast á heilbrigðan hátt. SJÁLFSTYRKINGARNÁMSKEIÐ FYRIR FORELDRA  HLUTI AF MEÐFERÐINNI V.E.R.A. Foreldrar þátttakenda í V.E.R.A. taka þátt í sex vikna foreldranám- skeiði. Meginmarkmið námskeiðs- ins er að styrkja sjálfsmynd for- eldra og efla vitund þeirra í hlut- verkinu, sem og færni til þess að skapa og viðhalda heilbrigðum og nánum tengslum við börnin sín. Þannig er verið að koma í veg fyrir og einnig grípa inn í óæskilega hegðun, meðal annars áhættuhegð- un og samskiptaerfiðleika milli for- eldra og barna og þar með draga úr og/eða koma veg fyrir vanda í fjölskyldunni og nánasta umhverfi hennar. Námskeiðið fer fram einu sinni í á miðvikudögum einu sinni í viku, tvær klukkustundir í senn (alls 12 klukkustundir). Langtímaúrræði UMSAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.