Fréttablaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 48
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 32
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
NJÓTTU JÓLANNA Í FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR
ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 254 KR. Á DAG
FIMM FRÁBÆRAR
STÖÐVAR Í EINNI ÁSKRIFT
STÖÐ 2 KRAKKAR, STÖÐ 2 GULL, STÖÐ 2 BÍÓ OG POPPTÍVÍ
FYLGJA FRÍTT MEÐ ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2
ÞAÐ ER GREY’S ANTAOMY Í KVÖLD
20.20
New Girl
21.10
Grey’s Anatomy
22.00
Touch
22.00
Unstoppable
19.55
One Night
with the King
22.40
Cleveland Show
20.15
American Dad
19.00
Friends
09.25
Ofurhundurinn
Krypto
08.25
Doddi litli
og Eyrnastór
08.00
Könnuðurinn Dóra
21.10
The Sopranos
20.40
Curb Your
Enthusiasm
20.10
Entourage
18.25
Einstein &
Eddington
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER
Opið hús
12.00 Héraðsskjalasafn Kópavogs
heldur upp á 12 ára afmæli sitt með
opnu húsi. Kaffi og smákökur í boði og
opnuð verður lítil sýning um Kópavogs-
kirkju.
Uppákomur
11.00 Stekkjastaur kíkir í heimsókn
á Þjóðminjasafn Íslands. Aðgangur er
ókeypis.
12.34 Fjölbreytt menningardagskrá
er í boði á Jóladagatali Norræna
hússins. Uppákomur hvers dags eru
gestum huldar þar til gluggi dagatalsins
verður opnaður í upphafi atburðarins.
Listamaðurinn Hugleikur Dagsson gerði
dagatalið í ár.
14.00 Síðdegisdans og söngvaka verður
hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík
að Stangarhyl 4. Stjórnendur eru
Matthildur, Jón Freyr, Helgi Seljan og
Sigurður Jónsson.
Tónlist
12.00 Haldnir verða maraþontónleikar
á Ob-La-Dí Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Tónleikarnir eru í samstarfi við Rauða
kross Íslands og verður safnað fyrir bág-
stadda hérlendis. Standa tónleikarnir
yfir frá hádegi til miðnættis og meðal
þeirra sem fram koma eru Andrea
Gylfa, Gunni Þórðar, Jakob Frímann, Eiki
Hauks, Lára Rúnars, Franz Gunnars og
fjölmargir fleiri.
20.00 FRESTUN: Ljósberatónleikar sem
áttu að vera í Akureyrarkirkju frestast
til þriðjudags vegna veikinda.
21.00 Hljómsveitin Melchior heldur
jólatónleika á Café Rosenberg. Yfirskrift
tónleikanna er Gull, reykelsi og myrra.
Aðgangseyrir er kr. 1.500.
21.00 Gabby Maiden, andlit Nikita,
Daníel Jón, Tinna Katrín og Haukur
Már koma fram á fyrstu tónleikum
tónleikaraðar Reykjavík Rocks á B5,
Bankastræti 5. Söfnunarbaukur mun
ganga á tónleikunum til styrktar
Kvennaathvarfinu.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Save the Children á Íslandi
Gramophone, BBC Music Magaz-
ine og Early Music Review, sem
eru í hópi virtustu tónlistarrita
heims, hafa á undanförnum vikum
lokið lofsorði á hljómdisk Hamra-
hlíðarkórsins, Jólasögu.
Diskurinn kom út hér á landi á
vegum Smekkleysu árið 2009 en
þar syngur kórinn jólalög undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur,
þar á meðal kórverk eftir Byrd,
Amner og Victoria, auk útsetn-
inga og frumsaminna tónsmíða
eftir Huga Guðmundsson, Snorra
Sigfús Birgisson og Róbert A.
Ottósson.
Diskurinn fór nýlega í dreifingu
erlendis. Í umfjöllun Gramophone
fullyrðir gagnrýnandi að nokkrir
bestu jóladiskar þessa árs komi
frá Íslandi og Hamrahlíðarkórn-
um er hrósað bæði fyrir áhuga-
verða efnisskrá og ómþýðan söng.
Flutningurinn einkennist af ró,
yfirvegun og „hrífandi kyrrleika“
sem sé vel við hæfi.
BBC Music Magazine gefur
disknum fjórar stjörnur og er
aðalsmerki kórsins sagt „hreinn
og kristaltær söngur“.
Í Early Music Review fær
bjartur hljómur kórsins sérstakt
lof og sagt að hann ráði vel við
kröfuharða efnisskrána; klykk-
ir rýnirinn út með því að segja
að diskurinn sé fullkominn til að
láta hljóma undir veisluhöldum á
aðfangadagskvöld.
Erlend tímarit ljúka lofsorði á Hamrahlíðarkórinn
Þrjú virt tónlistarblöð hrósa hljómdisknum Jólasögu með Hamrahlíðarkórnum í hástert.
HAMRAHLÍÐARKÓRINN Diskurinn
Jólasaga kom út 2009 en fór nýlega í
erlenda dreifingu utan landsteinanna.