Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. janúar 2013 | SKOÐUN | 13
Ágæti innanríkisráð-
herra. Á Stígamótum
finnst okkur við hæfi á
áramótunum að hnippa
í þig og benda á að kjör-
tímabilið er að renna út.
Enginn veit hver mun
fara með húsbónda valdið
í þínu ráðuneyti frá og
með sumrinu. Það er enn
tími til þess að kippa í lag
ýmsu því sem betur mætti
fara og okkur langar að
minna þig á nokkrar uppá stungur
sem við höfum áður stungið að
þér.
Vændiskaup og klámbúllur
Það var á vakt þessarar ríkis-
stjórnar árið 2009 sem sá metn-
aðarfulli árangur náðist að banna
kaup á vændi og í mars árið 2010
voru sett lög sem tryggja áttu
lokun klámbúlla í landinu. Fyrir-
myndarlög sem endurspegla
skilning á tengslum vændis,
kláms og ofbeldis og sem vakið
hafa aðdáun og eftirtekt kvenna-
hreyfingarinnar um allan heim.
Það sem er erfiðara að útskýra
fyrir umheiminum er að fyrir-
myndarlögunum er ekki beitt. Hér
eru enn starfræktar klámbúllur
og á Stígamótum hafa of margar
konur leitað sér hjálpar vegna
grófs kynferðisofbeldis sem átt
hefur sér stað í tengslum við slíka
staði. Stígamót koma ekki auga
á nokkrar þær afsakanir sem
hindra ættu lokun staðanna.
Þrátt fyrir þann anda laganna
að vændi sé í raun ofbeldi og þrátt
fyrir að forsvarsmenn lögreglu
viðurkenni að vændi og mansal
þrífist á Íslandi virðist ríkja þegj-
andi samkomulag um að hreyfa
ekki við umfangsmikilli vændis-
starfsemi hér á landi. Dómar í
vændiskaupamálum eru teljandi
á fingrunum og féllu flestir árið
2010 í einu máli, málinu gegn
Catalinu. Fjölmiðlar hafa ítrekað
birt augljósar vændisauglýsingar
og komist upp með það. Netsíðan
Einkamál.is þar sem umfangs-
mikil vændisstarfsemi þrífst
er látin óáreitt. Forsvarsmenn
lögreglumanna á Íslandi hafa
kvartað undan því í fjöl miðlum
að það sé svo erfitt að fram-
fylgja lögunum að það sé bara
ekki gerandi. Undarlegt viðhorf
þegar það er borið saman við 334
kærur fyrir vændiskaup í Noregi
árið 2011 þar sem lögin eru nokk-
urn veginn samhljóða. Þar í landi
er talið að tölurnar séu fyrst og
fremst mælikvarði á störf lögregl-
unnar. Undarlegt líka þegar rifjað
er upp að aðgerðahópurinn Stóra
systir fann á örskömmum tíma
nöfn á 56 vændiskaupendum, 117
óskráða síma og 26 netföng og til-
kynnti til lögreglu árið 2010.
Það þarf lögreglumenn sem
hafa það skilgreinda hlutverk að
rannsaka vændi og mansal til
þess að árangur náist. Til þess að
svo megi verða þarf pólitísk for-
ysta og lögreglan að forgangsraða
þannig að fjármagn og mannafli
nýtist. Á Stígamótum ætlum við
ekki að taka þátt í samsæri þagn-
arinnar. Við skorum á innanríkis-
ráðherra að nota tímann vel fram
að kosningum og sýna þann dug
að sporna við umfangsmiklu
vændi á Íslandi. Það er létt verk
og þarft og í anda þeirra laga sem
þessi ríkisstjórn setti.
Sérstakur saksóknari og dómstóll?
Innanríkisráðherra er þekktur
fyrir aðdáunarverða baráttu sína
fyrir mannréttindum. Þegar Nav-
anetham Pillay, mannréttinda-
fulltrúi SÞ, heimsótti Ísland fyrir
örfáum árum sagði hún að helsta
brotalömin í mannréttindamálum
á Íslandi væri meðferð kynferðis-
brotamála. Brotaflokkurinn er
auðvitað erfiður, þar sem sjaldnast
liggja fyrir játningar og vitnum
er ekki til að dreifa. Fáir einstak-
lingar treysta sér til þess að kæra
og það er mikið brottfall mála hjá
lögreglu, saksóknara og hjá dóm-
stólum. Æpandi fá mál enda með
dómi og við það er ekki hægt að una
í landinu sem þykir best í heimi í
jafnréttismálum. Við verðum að
vera viss um að eins vel sé að verki
staðið og hugsast getur.
Þegar efnahagshrunið varð á
Íslandi var augljóst að gera yrði
sérstakt átak í rannsókn og með-
ferð efnahagsbrotamála. Sett var
á laggirnar embætti sérstaks sak-
sóknara með sérþekkingu á mála-
flokknum.
Samkvæmt ársskýrslu ríkis-
saksóknaraembættisins 2008 eru
kynferðisbrot um 40-50% þeirra
brota sem embættinu berast. Það
væri verulega áhugavert að skoða
það hvort koma ætti á laggirnar
embætti sérstaks saksóknara og
jafnvel sérstökum dómstól til þess
að sinna kynferðisbrotamálunum
sem við náum svo illa utan um. Þá
þyrfti að þjálfa og sérmennta fólk
til þess að sinna þessum málum.
Hugmyndin er ekki úr lausu lofti
gripin. Þegar vinstri stjórn tók við
völdum á Spáni fyrir nokkrum
árum tilkynnti þáverandi forsætis-
ráðherra að kynbundið ofbeldi yrði
forgangsmál stjórnarinnar og stóð
við það. Sett var á laggirnar vara-
ráðherraembætti sem eingöngu
sinnti kynferðisbrotamálum og
annað vararáðherraembætti sem
sinnti jafnréttismálum. Embættin
heyrðu undir velferðarráðherra.
Þar var jafnframt sett á lagg-
irnar embætti sérstaks saksókn-
ara og sérstakur dómstóll dæmir
í kynferðisbrotamálum, sem þar-
lendir segja að hafi bætt ástandið
til muna. Það má sækja hugmyndir
til fleiri staða, til dæmis til Banda-
ríkjanna og Írlands.
Ágæti innanríkisráðherra. Á
Stígamótum deilum við áhyggjum
mannréttindafulltrúa Sameinuðu
þjóðanna. Við þykjumst vita að þú
sættir þig ekki við að gróf mann-
réttindabrot þrífist á Íslandi. Þú
hefur völdin og aðstöðuna til þess
að taka til hendi, við skorum á þig
að gera það.
Áskorun til innan-
ríkisráðherra um
aðgerðir gegn ofbeldi
➜ Fjölmiðlar hafa
ítrekað birt augljósar
vændisauglýsingar og
komist upp með það.
Netsíðan Einkamál.
is þar sem umfangs-
mikil vændisstarfsemi
þrífst er látin óáreitt.
Forsvarsmenn lög-
reglu manna á Íslandi
hafa kvartað undan því í fjöl-
miðlum að það sé svo erfi tt
að framfylgja lögunum að
það sé bara ekki gerandi.
Save the Children á Íslandi
SAMFÉLAG
Guðrún
Jónsdóttir
talskona Stígamóta
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn
á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111.
www.reykjavik.is
Á vef Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur:
www.reykjavik.is
Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í heimabönkum.
Fasteignaeigendum er jafnframt bent á beingreiðslur hjá öllum
bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum.
Rafræn Reykjavík
fyrir þig
5. febrúar
Verð: 399.000.-
Almennt