Fréttablaðið - 09.01.2013, Page 16

Fréttablaðið - 09.01.2013, Page 16
9. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Kær móðir okkar, GUÐFINNA KARLSDÓTTIR á Knútsstöðum, verður jarðsungin frá Neskirkju í Aðaldal laugardaginn 12. janúar klukkan 14.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík. Jónas og fjölskylda Karlotta og fjölskylda Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EBBA LOUISE ANDERSEN Dalbraut 20, Reykjavík, lést sunnudaginn 6. janúar. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórir Albert Kristinsson Unnur Kristinsdóttir Valdemar St. Jónasson Franz Einar Kristinsson Martina Pötzsch barnabörn og barnabarnabörn. JÓN EINARSSON vélstjóri, Suðurlandsbraut 60, 108 Reykjavík, áður Álfhólsvegi 35, Kópavogi, lést fimmtudaginn 27. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR GUÐBJARTSSON Nesvegi 66, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju við Hagatorg mánudaginn 14. janúar kl. 13.00. Stefanía Eiríka Kristjánsdóttir Ásdís Hauksdóttir Emil Haraldsson Karítas Hrönn Hauksdóttir Kristján Hauksson Sunneva Ósk Ayari Óskar Páll Hilmarsson Benedikt Emilsson Ingunn Hrund Einarsdóttir Haraldur Freyr Emilsson Ewerlöf Nina Ewerlöf Eyrún Anna Emilsdóttir Nils Magnusson Haukur Már Böðvarsson Magnús Valur Böðvarsson Benjamín Hrafn Böðvarsson Samúel Örn Böðvarsson Stefanía Eiríka Kristjánsdóttir Hlynur Gíslason Eva Lind Kristjánsdóttir og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GÍSLADÓTTIR Skúlagötu 40b, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum 1. janúar 2013 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 10. janúar, klukkan 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, símar 543-3022 og 543-3025. Ólafur Guðjónsson Gísli Ólafsson Elísabet Solveig Pétursdóttir Viðar Ólafsson Birna Björnsdóttir Þórunn Ólafsdóttir Sveinn Ingi Ólafsson Gyða Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Föðursystir mín, INA BILDSÖE-HANSEN fædd Imsland, lést 15. desember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Starfsfólki á Skjóli eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun síðastliðin ár. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Edda Rakel Imsland. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURBERGS HELGA ELENTÍNUSSONAR Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun. Sara Jóhannsdóttir Guðbrandur Sigurbergsson Þórdís Geirsdóttir Jóhann Sigurbergsson Aldís Drífa Þórðardóttir Kristín Sigurbergsdóttir Bóas Jónsson Björgvin Sigurbergsson Heiðrún Jóhannsdóttir Anna Jódís Sigurbergsdóttir Bjarki Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR frá Hrísum í Fróðárhreppi, síðast til heimilis á Höfða, Akranesi, andaðist sunnudaginn 6. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Eygló Tómasdóttir Þorgils Sigurþórsson Tómas Rúnar Andrésson og ömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, HULDU ÞÓRISDÓTTUR frá Blikalóni á Melrakkasléttu. Sérstakar þakkir eru færðar Ásgerðarsystrum í Oddfellow fyrir aðstoð og stuðning og starfsfólki Kumbaravogs fyrir einstakt viðmót og aðhlynningu. Fyrir hönd aðstandenda, börn hinnar látnu. Elskulegur sonur minn, bróðir minn, faðir og frændi, SMÁRI ÖRN ÁRNASON Grundargötu 20, Grundarfirði, sem lést 20. desember, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 12. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hanna Guðný Ingibjörg Björgvinsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR S. ÞORLEIFSSON Hátúni 10b, Reykjavík, lést á heimili sínu þann 29. desember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju 15. janúar kl. 13.00. Erla Baldursdóttir Ragnar Gunnlaugsson Hrönn Baldursdóttir Sveinn Ernstsson Berglind Baldursdóttir Bjarni Baldursson Silja Björk Baldursdóttir Hjördís Baldursdóttir Jóhann Viðar Margrímsson barnabörn og barnabarnabarn. Yndisleg móðir okkar, dóttir, stjúpdóttir, systir og barnabarn, EVA LIND JÓNSDÓTTIR lést að kvöldi 7. janúar sl. á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Útförin auglýst síðar. Ísak Máni Jörgensen Elisabeth Mai Jörgensen Jón Þórarinsson Birna María Antonsdóttir Jóhanna Magnúsdóttir Jón Friðrik Snorrason Jóhanna Vala Jónsdóttir Þórarinn Ágúst Jónsson Anton Örn Jónsson Þorbjörg Jónsdóttir Valgerður Kristjánsdóttir Elskuleg móðir okkar, KOLBRÚN NAKSZYNSKI frá Akureyri, lést eftir erfið veikindi á heimili dóttur sinnar í Kolding í Danmörku fimmtudaginn 3. janúar. Jarðsett verður í Kolding 10. janúar. Díana Heiðarsdóttir Hafþór Heiðarsson Víkurfréttir á Suðurnesjum fagna 30 ára afmæli um þessar mundir. Víkurfréttir voru reyndar stofnaðar tveimur og hálfu áru fyrr og voru í eigu prent smiðjunnar Grágásar en hinn 7. janúar 1983 tók félag í eigu Páls Ketilssonar og Emils Páls Jónssonar við rekstri blaðsins. Emil hvarf úr rekstrinum árið 1993 en síðan þá hefur blaðið verið í eigu Páls, sem jafnframt ritstýrir því, og Ásdísar Bjarkar Pálmadóttur konu hans. Páll rifjar upp þegar hann tók við blaðinu ásamt Emil, þá aðeins liðlega tvítugur að aldri. „Ég var nýbúinn með stúdentinn og hafði unnið í banka í eitt ár. Fjölmiðla- veiran var hins vegar komin í blóðið, ég hafði verið lausapenni á blaðinu frá stofnun, og þegar tækifærið gafst til að taka við því gat ég ekki annað en stokkið á það. Og hér er ég enn og félagið á sömu kennitölu, sem þykir ákveðið afrek á Íslandi í dag,“ segir hann og hlær. Í dag starfa um tíu manns hjá fyrir- tækinu en auk Víkurfrétta heldur félagið út golfsíðunni Kylfingur.is og vinnur ýmis verkefni fyrir golfhreyf- inguna. Víkurfréttir hafa getið sér orð sem einn helsti bæjarmiðill landsins og átt ófá skúbbin í gegnum tíðina. „Við höfum alla tíð verið fréttaþyrst og haft mikinn metnað fyrir því að veita góða fréttaþjónustu,“ segir Páll. „Ég held að lykillinn sé líka sá að við höfum náð góðri tengingu við bæjarbúa og þeir láta okkur oft vita þegar eitthvað er að gerast. Þetta er líka sterkt fréttasvæði, fimm sveitarfélög þar sem margt er um að vera og svo er það auðvitað nálægðin við Keflavíkurflugvöll og flugstöðina; það er mikið fjör í kringum það, sérstak- lega í seinni tíð.“ Undanfarin þrjátíu ár hafa verið miklir umbrotatímar í fjölmiðlum og Páll man tímanna tvenna. Hann segir netið hafa verið mikla viðbót og settu Víkur- fréttir vefsíðu á laggirnar þegar árið 1995. „Við leggjum sífellt meiri áherslu á vefinn og reynum að vera í takt við þró- unina á honum. Yngra fólkið er meira á netinu, en þeir sem eldri eru kjósa enn pappírinn. Fyrir vikið erum við eiginlega að reka tvo miðla í einu, vef og blað, og það þarf að sjóða góða súpu úr því. Við reynum að vera með nýtt efni í hverju blaði samhliða því að við skrifum nýjar fréttir á vefinn á hverjum degi.“ En hvernig sér Páll næstu þrjátíu ár fyrir sér? „Það er afskaplega skemmtilegt að vinna á fjölmiðlum enda er um hverfið í sífelldri þróun. Við stefnum að minnsta kosti á að halda ótrauð áfram á sömu braut og og vera í framlínunni í fjöl- miðlum hér á Suðurnesjum og jafnvel þótt víðar væri leitað.“ bergsteinn@frettabladid.is 30 ár á sömu kennitölu Fréttamiðillinn Víkurfréttir fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir. Páll Ketilsson ritstjóri segir blaðið búa að því að vera í góðum tengslum við íbúa og vera á góðu fréttasvæði. ÁSDÍS OG PÁLL Á þriðjudag var starfsmönnum boðið upp á köku en á fimmtudag verður slegið upp hófi með fyrrverandi og núverandi starfsfólki blaðsins. MYND/ HILMAR BRAGI BÁRÐARSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.