Fréttablaðið - 09.01.2013, Qupperneq 26
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjaráðgjöf MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 20134
Hagvangur er fyrsta ráðn-ingarþjónustan sem tók til starfa á Íslandi og starfar á
þremur meginsviðum; við ráðning-
ar, ráðgjöf, greiningar og próf. Ráð-
gjafar Hagvangs búa yfir mikilli
reynslu og faglegri þekkingu hvað
varðar ráðningar og önnur mann-
auðsmál. Meirihluti ráðgjafanna
hefur háskólamenntun á sviði sál-
fræði, mannauðsstjórnunar og við-
skiptafræði.
Sverrir Briem er nýr ráðgjafi hjá
Hagvangi. Hann er sálfræðingur að
mennt og hefur starfað sem slíkur í
Noregi undanfarin tvö ár. Spurð-
ur um stöðuna á vinnumarkaðin-
um í Noregi og hvernig hann sé frá-
brugðinn þeim íslenska segir hann
að í fyrsta lagi megi nefna að það er
blússandi góðæri í Noregi um þess-
ar mundir. Atvinnuleysi er lítið sem
ekkert og í raun vöntun á vinnuafli.
„Ég man eftir frétt í blöðunum í
Noregi áður en ég flutti heim um að
það vantaði að minnsta kosti sext-
án þúsund verkfræðinga til starfa í
landinu. Þetta segir mikið um stöð-
una hjá þeim. Undanfarin ár hefur
olíugeirinn sogað til sín mikið af
starfsfólki, svipað og bankageirinn
gerði hér á Íslandi á árunum fyrir
hrun.“
Sverrir hefur sjálfur áhuga-
verða reynslu af norskum vinnu-
markaði. „Ég og fjölskylda mín
bjuggum í Ósló og ég fékk fljótlega
vinnu sem sálfræðingur. Málum
er svolítið öðruvísi háttað í Noregi
en hér heima. Þar eru meiri skil á
milli vinnu og einkalífs. Ég kynnt-
ist í raun aldrei samstarfsfólki mínu
mjög náið og hitti það aldrei utan
hefðbundins vinnutíma. Hins
vegar er mun nánara samband við
nágranna og foreldra skólabarna.“
Sverrir segir vinnuna vissu-
lega spila stórt hlutverk í lífi fólks
í Noregi en telur það þó stærra hér
á landi. „Sjálfsmynd okkar Íslend-
inga byggist nánast að öllu leyti
upp á þeirri vinnu sem við stund-
um og ég held að við séum svo-
lítið sér á báti hvað þetta varðar.
Atvinnuleysis vandamálið á Íslandi
er þess vegna að einhverju leyti frá-
brugðið því sem verið er að glíma
við annars staðar. Ástæðuna veit ég
ekki en hluti af skýringunni liggur
örugglega að einhverju leyti í því
að alltaf hefur verið lítið atvinnu-
leysi á Íslandi, sem við höfum
reyndar borgað fyrir með mikilli
verðbólgu.“
Sverri líkar eiginlega betur við
viðhorf Íslendinga til vinnu. „Þeir
eru sveigjanlegri og tilbúnari til að
leggja meira á sig. Þessi sveigjan-
leiki gerir það líka að verkum að
við erum fljótari en aðrar þjóðir að
koma okkur út úr kreppunni. Þess
vegna er ég, og við öll hjá Hagvangi,
handviss um að það séu bjartir
tímar fram undan á Íslandi.
Bjartir tímar fram undan
Sjálfsmynd Íslendinga byggist að miklu leyti upp á þeirri vinnu sem þeir stunda að mati Sverris Briem, ráðgjafa hjá
ráðningarþjónustunni Hagvangi. Þeir hafa jákvæðara viðhorf til vinnu en aðrar þjóðir, eru duglegri og sveigjanlegri. Það gerir það
að verkum að Íslendingar eru fljótari að ná sér út úr kreppunni en aðrar þjóðir og telur Sverrir bjarta tíma fram undan.
Sverrir segir atvinnuleysisvandamálið á Íslandi frábrugðið því sem verið er að glíma við annars staðar, enda Íslendingar viljugir til vinnu.
MYND/GVA
Fundarhald er fylgifiskur fyrirtækjareksturs og sjálfsögð gestrisni
að bjóða fundargestum upp á huggulega hressingu. Þá er gagnlegt
að vera með puttana á púlsi nýjustu matartískunnar og bjóða upp
á veitingar í takt við tíðarandann.
Vínarbrauð og rúnstykki er vitaskuld sígilt kaffimeðlæti en
andrúms loft nýja ársins kallar á léttara og heilsusamlegra fundar-
meðlæti. Á því herrans ári 2013 er tilvalið að leggja fersk ber og
ávexti á fundarborðið eða þá orkuskot í safaformi og gott að hafa
hugfast að grænmeti verður aðalréttur en ekki bara meðlæti á nýja
árinu. Smáréttir og veislufæði úr kjöti, sjávarfangi og landbúnaðar-
afurðum mega enn vera með heimsborgaralegum blæ en þó án þess
að hafa ferðast og úrelt að sækja til Frakklands það sem fá má brak-
andi ferskt og lífrænt beint frá býli og úr íslenskri náttúru.
Bragðupplifun ársins fer úr söltu og sætu yfir í súrt og beiskt og
taílenskt, víetnamskt og kóreskt sælkerabragð á upp á pallborðið.
Tískusnakkið 2013 er poppkorn í allri sinni dýrð; hefðbundið, sætt
eða bragðsterkt og á alls staðar við, jafnvel ofan á ís og eftirrétti.
Kryddað popp á fundinn
Poppkorn er tískusnakkið í ár; alltaf smart og á alltaf við. Þó að tækninni fleygi fram
er þó ekki enn hægt að salta það í sýndarveruleika og þarf að bera fram ilmandi á
fundum.
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS