Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 8
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 1 9 8 Kia cee’d EX 1,6 Árg. 2008, ekinn 113 þús. km, bensín, 125 hö., sjálfsk. Verð 2.090.000 kr. Tilboðsverð 1.890.000 kr. Kia Rio EX 1,4 Árg. 2012, ekinn 14 þús. km, dísil, 90 hö., 6 gírar, eyðsla: 3,8 l/100 km*. Verð 2.890.000 kr. Kia Sportage EX 4wd Árg. 2012, ekinn 28 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfsk., eyðsla 5,7 l/100km*. Verð 5.690.000 kr. Kia Sorento EX classic 2,2 Árg. 2012, ekinn 2 þús. km, dísil, 198 hö., sjálfsk., eyðsla: 6,7 l/100km*. Verð 7.490.000 kr. Kia cee’d ex 1,6 Árg. 2012, ekinn 2 þús. km, dísel, 116 hö., sjálfsk., eyðsla: 5,6 l/100km*. Verð 3.790.000 kr. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kia Sportage EX 4wd Árg. 2011, ekinn 36 þús. km, 136 hö dísil, 6 gírar, eyðsla 5,7 l/100km*. Verð 4.990.000 kr. Kia Sorento EX 4wd 3,5 Árg. 2006, ekinn 77 þús. km, bensín, 195 hö., sjálfsk. Verð 2.390.000 kr. Tilboðsverð 1.790.000 kr. Frábær fjármögnun í boði * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. KIA GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI 5 ár eftir af ábyrgð 2 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð 6 áreftir afábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð Greiðsla á mánuði 17.777 kr. M.v. 50% innborgun og 6 ára óverðtryggt lán á 9,4% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 10,85%. 6 ár eftir af ábyrgð TROMSØ, FRÉTTABLAÐIÐ Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Nor- egs, er jákvæður gagnvart því að Kínverjar fái áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Carl Bildt, sænskur kollegi hans, tekur undir það sjónarmið. „Það er mikilvægt að þjóðir fái aðild að okkar klúbbi. Þeir stofna ekki sinn eigin klúbb á meðan,“ sagði Espen Barth Eide til að leggja áherslu á þá skoðun sína að fjölga ætti áheyrnarþjóðum að Norður- skautsráðinu. Við undirritun samn- ings um nýja fastaskrifstofu Norð- urskautsráðsins í Tromsö kom þetta skýrt fram í máli ráðherrans. Stofn- un skrifstofunnar er mikilvægur liður í að styrkja vægi ráðsins í alþjóðlegri umræðu og ákvarðana- töku í málefnum norðurslóða, sem er forgangsmál í norðurslóðastefnu Íslands. „Það eru góðar fréttir að margir hafa lýst áhuga á að sitja við okkar borð. Eitt af stóru verk- efnunum er að ákveða hverjir fá inni, samkvæmt þeim skilyrðum sem við höfum sett. Þetta kemur í ljós í maí,“ sagði Eide og vísaði til ráðherrafundar sem haldinn verður í Kiruna í Svíþjóð. Við undirskriftina var Eide spurð- ur hvort þessi afstaða Noregs væri útrétt sáttahönd vegna deilu þjóð- anna í kjölfar veitingar friðarverð- launa Nóbels árið 2010. Eide blés á að samhengi væri þarna á milli. Áhugi Kínverja á norðurslóðum er öllum ljós. Ekki er langt síðan Snædrekinn, gríðarstór ísbrjótur, lá við bryggju á Íslandi eftir að hafa siglt norðausturleiðina um Norður- Íshaf. Um var að ræða fimmta leið- angur skipsins sem var hér í boði íslenskra stjórnvalda nokkra daga í ágúst. Hafa ber í huga að áheyrnaraðild er háð samþykki stofnríkjanna átta. Menn velta fyrir sér hvort áhugi á rannsóknum og samvinnu, sem eru ástæðurnar sem Kínverjar halda á lofti, eru raunveruleg ástæða áhuga þeirra, en samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins eru sennilega Kanadamenn og Rússar líklegastir til að leggjast gegn aðild Kínverja. Tólf þjóðir og ýmis samtök hafa sótt um áheyrnaraðild að Norður- skautsráðinu. Auk Kína eru það Ítalía, Japan, Suður-Kórea, Indland og síðast en ekki síst Evrópusam- bandið auk samtaka eins og Green- peace – en þegar eiga hátt á annan tug samtaka áheyrnaraðild að Norð- urskautsráðinu. María Damanaki, sjávarútvegs- stjóri ESB, hélt ræðu á ráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 þar sem áhugi ESB var öllum ljós. Hún kallaði eftir ákvörðunartöku varðandi loftslags- mál og kallaði hún eftir aðgerðum. Má hnykkja á því sem Carl Bildt sagði í sinni ræðu á ráðstefnunni að þrjár til fjórar stórar kolakynt- ar verksmiðjur eru opnaðar í Kína og á Indlandi í hverri viku, en allir stjórnmála- og vísindamenn eru sammála um að Norðurskautsráð- ið sé mikilvægasti vettvangurinn varðandi þennan málaflokk, og því þurfi mjög að líta til ráðsins í fram- tíðinni. svavar@frettabladid.is Jákvæðir gagnvart aðild Kínverja Mikilvægi norðurslóða endurspeglast í áhuga fjöl- margra þjóða á áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherrar Svíþjóðar og Noregs eru jávæðir gagnvart beiðni Kínverja. FUNDUR Í TROMSØ Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Leona Aglukkaq, kanad- ískur þingmaður, og Magnús Jóhannesson sátu fyrir svörum. Í stiganum má sjá Steingrím J. Sigfússon. ARCTIC COUNCIL/LINNEA NORDSTRÖM Kínverska rannsóknaskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn kom til hafnar í Reykjavík í ágúst síðastliðnum eftir ótrúlegt ferðalag frá Kína. Skipið lagði úr höfn þann 2. júlí frá Qingdao í Kína í fimmta vísinda- og rann- sóknaleiðangur Kínverja á norðurslóðir; CHINARE 5. Í leiðangrinum fór Snædrekinn svonefnda norðausturleið meðfram Rússlandi og Noregi og til Íslands. Hann fór svo sömu leið til baka og kom til Sjanghaí í Kína í lok september. Leiðin um Norður-Íshafið er um 40% styttri en hefð- bundin siglingaleið frá Kína til Evrópu ef farið er um Indlandshaf, Súez-skurðinn og Miðjarðarhaf. Snædrekinn er stærsti ísbrjótur heims sem ekki er kjarnorkuknúinn. Hann er 167 metrar á lengd og 23 á breidd. Aðstaða fyrir vísindamenn er mjög góð með gagnamiðstöð og sjö rannsóknastofum. Alls eru 117 manns um borð og þar af um sextíu vísindamenn. Um borð eru þrír rann- sóknabátar og þyrla. Þess má geta að íslensku fræði- mennirnir Egill Þór Níelsson og Ingibjörg Jónsdóttir, sigldu um Norður-Íshafið með Snædrekanum en þau voru við rannsóknir um borð. Snædrekinn sigldi um Norður-Íshafið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.