Fréttablaðið - 24.01.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 24.01.2013, Síða 10
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 17 2 * M ið a ð v ið b la n d a ð a n a ks tu r ð v ið b la n d a ð a n a ks tu r BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílasala Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 SHIFT_ Í E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 17 2 * M ið a ð SUBARU XV – 4x4 Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla: 4,2 l/100 km* Eyðsla: 6,6 l/100 km* RENAULT MEGANE II SPORT TOURER 1.5 dísil, sjálfskiptur. Verð 3.890 þús. kr. DACIA DUSTER – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr. Eyðsla: 5,1 l/100 km* SKYNSAMLEG KAUP Hrikalega gott ver ð NISSAN QASHQAI – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. Eyðsla: 4,6 l/100 km* ELDSNEYTI MINNA NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR FER 1.428 KM Á EINUM TANKI M.v. blandaðan ak stur VINSÆLASTI SPORTJEPPINN Samkv. Umferðars tofu 2012 SPARNEYTINN SUBARU Ný vél, aukinn ben sínsparnaður ÍSRAEL Snemma á síðasta ári til- kynnti Yair Lapid, þekktur sjón- varpsmaður í Ísrael, að hann hygð- ist stofna stjórnmálaflokk. Ári síðar er Yesh Atid, hinn nýstofnaði flokkur, orðinn sá næstfjölmenn- asti á ísraelska þinginu. Faðir hans, Tommy Lapid, lék sama leik fyrir tíu árum. Hann var einnig þekktur fjölmiðlamað- ur sem sneri sér að stjórnmálum, gekk til liðs við Shinui-flokkinn og vann mikinn kosningasigur. Yair er, eins og faðir hans, ver- aldlega sinnaður miðjumaður sem á auðvelt með að höfða til almenn- ings. Hann hefur það nú í hendi sér hvort Benjamín Netanjahú getur setið áfram við stjórnvölinn. Hann segist ekki hafa áhuga á að mynda bandalag flokka sem hefði það markmið að halda Netanjahú frá völdum. Stjórnarflokkarnir héldu ekki meirihluta sínum á þingi, fengu samtals 60 þingsæti af 120 og þurfa því að fá liðsinni frá miðju- eða vinstriflokkum. Netanjahú hefur stuðst við smærri flokka strangtrúargyð- inga en segist nú ætla að reyna að mynda breiða stjórn hófsamari hægri- og vinstriflokka. Staðan er hins vegar snúin því ólíklegt er að Netanjahú reynir að mynda breiða stjórn Yair Lapid, óvæntur sigurvegari þingkosninganna í Ísrael, verður í lykilstöðu við stjórnarmyndun. Stjórnarflokkarnir misstu meirihlutann en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra reynir nú að mynda breiða stjórn hægri og vinstri flokka. YAIR LAPID Þekktur og virtur sjónvarpsmaður í Ísrael vann óvæntan sigur með nýstofnuðum flokki sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ➜ Fjöldi þingmanna Flokkar hægri manna og strangtrúaðra (60) 31 Kosningabandalag Likud (flokkur Netanjahú) (21) og Yishrael Beiteinu (10) 11 Heimkynni gyðinga 11 Shas 7 Bandalag lögmálsgyðinga Flokkar miðju- og vinstrimanna (60) 19 Yesh Atid (flokkur Lapids) 15 Verkamannaflokkurinn 12 Flokkar ísraelskra araba 6 Hatnua 6 Meretz 2 Kadima Úrslit þingkosninganna í Ísrael RÚSSLAND, AP Þær Nadezhda Tolo- konnikova og Anna Alekhina, með- limir í rússnesku pönkhljómsveit- inni Pussy Riot, segjast ekki láta erfiðar aðstæður í vinnubúðunum hafa mikil áhrif á sig. „Ég er meinlætamanneskja og læt mig litlu varða hvaða aðstæð- ur ég bý við,“ segir Tolokonnikova. „Ég mun lifa þetta af. Það kemur ekkert fyrir mig,“ segir Alekhina. Alekhina er þó höfð í einangr- un vegna hættu á því að hún verði fyrir aðkasti annarra fanga. Hana grunar að fang- elsisyfirvöldin hafi hvatt aðra fanga til að hóta henni öllu illu. Hún segist þó kunna betur við sig í einangr- uninni: Þar sé þó friður til að lesa. Tolokonnikova og Alekhina fengu báðar tveggja ára fangels- isdóm síðastliðið haust fyrir að hafa efnt til mótmæla gegn Vla- dimir Pútín forseta í helstu kirkju Moskvuborgar snemma á síðasta ári. Þær segjast ekki sjá eftir neinu, þótt ekki reikni þær með neinni miskunn frá stjórnvöldum. Tolokonnikova segir það alrangt, sem rússneskir fjölmiðlar hömruðu á, að mótmælin hafi verið hugsuð sem guðlast: „Þetta var kaldhæðin, glaðvær og frökk athöfn, pólitískt neyðaróp, ef svo má að orði kom- ast,“ segir hún. - gb Liðsmenn Pussy Riot segjast vel geta þraukað í fangabúðum: Sjá ekki eftir mótmælunum MARIA ALEKHINA strangtrúarflokkarnir geti starfað með Lapid. Hann boðar stjórn sem fær þrjú meginverkefni: að svipta heittrúargyðinga undanþágu frá herskyldu, að gera húsnæðisverð viðráðanlegt og gera breytingar á stjórnkerfinu þannig að smærri flokkar hafi ekki þau miklu áhrif á stefnu ríkisstjórna og nú er. Versnandi kjör landsmanna hafa valdið verulegri ólgu á síð- ustu mánuðum og endurspeglast í úrslitum kosninganna, ekki síst í sigri flokks Lapids sem hefur lagt meiri áherslu á velferðarmál en öryggismál og samskiptin við Palestínumenn. Leiðtogar Palestínumanna segja að úrslit kosninganna hafi komið þægilega á óvart, en hafa þó efa- semdir um að harðlínustefna Net- anjahús muni breytast mikið: „Það kemur enginn frelsari, sem færir okkur frið með hraði,“ segir Hanan Ashrawi, þingkona á þingi Palestínumanna í Ramallah. gudsteinn@frettabladid.is 120 þingmenn sitja á ísraelska þinginu. 61 þingmann þarf til að mynda meirihluta í þinginu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.