Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 24. janúar 2013 | SKOÐUN | 19 Aldrei hafa jafnólíkar þjóðir bundist jafn nánum böndum og Þýskaland og Frakkland. Í vik- unni halda menn upp á fimm- tíu ára afmæli vináttusáttmála þjóðanna tveggja sem kenndur er við Elysée-höllina í París. Það segir sögu um nánd þessa sam- bands að ríkisstjórnir landanna halda sameiginlega ríkisstjórn- arfundi tvisvar á ári og á milli embættismanna og ráðherra þeirra er formlegt, stöðugt og oft náið samráð. Menn kenna sam- starfið ýmist við öxul eða mótor og hvort tveggja er lýsandi. Sam- vinnuferlið í Evrópu hefur mjög hvílt á þessu afar sérstaka sam- bandi. Vilji ríkjanna til nánara samstarfs hefur líka verið einn af sterkustu kröftunum í að knýja áfram evrópska samvinnu. Sam- starfið hefur stundum verið erfið- ara en sögur um Mitterand, Kohl, d’Esteing og Schmidt gefa til kynna. Árangurinn er hins vegar ótvíræður og heimssögulegur. Og nú standa menn á krossgötum. Styrkur og veikleikar Fyrir fimmtíu árum var Frakk- land hnignandi heimsveldi með mikla efnahagslega veikleika. Evrópa sem hafði stjórnað heim- inum í aldir var enn í pólitískum og efnalegum rústum. Þýskaland var vaxandi efnahagsveldi án nokkurra möguleika til pólitísks styrks í samræmi við efnahags- lega þýðingu. Ekki var aðeins að nágrannar Þýskalands vildu halda því pólitískt í skefjum heldur var viljinn til þess jafn- vel enn sterkari í Þýskalandi sjálfu. Bandalagið við Frakkland gaf Þýskalandi færi á að koma með áhrifaríkum hætti að borði stjórnmála í Evrópu án þess að nokkrum þætti sér ógnað af þýsk- um mætti. Það gaf Frakklandi möguleika á auknum pólitískum styrk samhliða efnahagslegum ávinningi af Evrópusamvinnu. Jafnvægi raskast Þrennt hefur orðið til þess að raska því jafnvægi sem Frakkar og Þjóðverjar fundu með sam- starfi sínu. Eitt er að samein- ing Þýskalands jók bæði afl þess og möguleika. Annað er að því lengra sem líður frá skelfingum heimstyrjaldanna þurfa Þjóð- verjar síður á þeim fjötrum að halda sem þeir hafa sjálfir bundið sér. Þriðja atriðið er að efna- hagur Þýskalands hefur styrkst stórlega í kjölfar efnahagsumbóta sem stjórn jafnaðarmanna og græningja efndi til með miklum pólitískum tilkostnaði fyrir fáum árum. Á sama tíma hefur efna- hagslíf Frakklands einkennst af stöðnun og jafnvel afturför. Aðrir öxlar Eitt til viðbótar skiptir síðan máli fyrir framhaldið. Það er efna- hagslegur uppgangur, stórauk- inn pólitískur þroski og vaxandi sjálfsöryggi Póllands. Af söguleg- um ástæðum vilja Þjóðverjar sem allra nánast samstarf við Pólland. Árangur Pólverja í efnahagsmál- um og vaxandi áhugi þar í landi fyrir fullri þátttöku í nánu sam- starfi Evrópuríkja hefur stórlega aukið vægi Pólverja í evrópskum stjórnmálum. Það mun vaxa enn frekar á næstu árum, sérstak- lega ef Pólland tekur upp evru. Tímabundnir erfiðleikar sem eru fram undan í pólskum efnahags- málum breyta þessu ekki. Náið samstarf á milli Berlínar og Var- sjár er einn helsti lykillinn að nýju pólitísku jafnvægi í ESB. Frakkar eiga tæpast betra svar við þessu en enn nánara samband við Berlín. Vonda svarið, alvöru bandalag Miðjarðarhafsþjóða gegn meintu ofríki hinna efnuðu og sparsömu norðanmanna, er ekki fýsilegur kostur fyrir neinn. Bandalag Frakka við Breta mun af augljósum ástæðum takmark- ast við aukna hernaðarsamvinnu. Hún er raunar orðin mjög eftir- tektarverð, en á þessu sviði eru Þjóðverjar síður til í tuskið vegna annarra viðhorfa til beitingar valds í þágu utanríkispólitískra markmiða. Ólík sýn Vegna náins bandalags Þjóð- verja og Frakka gleyma menn stundum hve gerólíka sýn þessar tvær þjóðir hafa á æskilegt eðli Evrópusamvinnunnar og eins á hlutverk ríkja í atvinnumálum. Frakkar hafa alla tíð barist fyrir náinni milliríkjasamvinnu í Evr- ópu en Þjóðverjar fyrir almenn- um samruna sem dregur úr hlut- verki einstakra ríkja. Það er eins í efnahagsmálum. Þar er ríkið sjálft fyrir miðju hjá Frökkum en meira til hliðar hjá Þjóðverj- um sem vilja sem almennastar en um leið öruggar og þéttar reglur fyrir atvinnulífið. Evran Ekki er ágreiningur á milli Frakklands og Þýskalands um að svarið við yfirstandandi fjár- málakreppu liggur í enn nánara og víðtækara samstarfi innan ESB og sérstaklega á milli þeirra landa sem nota evru. Þar standa ríkin frammi fyrir stórum verk- efnum. Bjartsýni á árangur hefur verulega vaxið á síðustu mán- uðum. Áherslur ríkjanna eru þó ólíkar. Frakkar vilja samábyrgð evruríkja hvert á skuldum annars en Þýskaland vill forðast slíkt nema í mjög takmörkuðum mæli. Forysta Þýskalands í peninga- málum er óþægilega augljós fyrir Frakka en ríkin hafa þó staðið þétt saman. Frakkar Mikilvægasta verkefni Frakka er að koma þrótti í atvinnulíf lands- ins. Einungis með því geta þeir endurheimt styrk sinn í Evrópu. Aðgerðirnar sem jafnaðarmenn beittu sér fyrir í Þýskalandi og dugðu svo vel þykja of langt frá velferðarsjónarmiðum í Frakk- landi sem býr við aðra orðræðu í stjórnmálum. En landið er komið í þrönga stöðu sem gæti endað illa. Hið öfluga stjórnkerfi og stjórn- málakerfi Frakklands virðist sem lamað um stund. Sagan segir að það muni taka við sér á ný. Öxlar Evrópu Aldrei hafa jafnólíkar þjóðir bundist jafn nánum böndum og Þýska- land og Frakkland. Tekjutengingar, hvatar, lágmörk og fjárhæðir eru sífelld og vandasöm við- fangsefni tengd lífeyris- málum. Lífeyrissjóðirnir greiða þegar hærri fjár- hæð til ellilífeyrisþega en Tryggingastofnun ríkisins og í framtíðinni verða þeir burðarásinn í framfærslu lífeyrisþega. Hlutverk almannatrygg- inga er fyrst og fremst að tryggja lífeyrisþegum ákveðnar lágmarkstekjur. Þessi mismunandi hlutverk lífeyris- sjóða og almannatrygginga eru nauðsynleg og mikilvæg en sam- spil bóta almannatrygginga og greiðslna úr lífeyrissjóðum skapa jafnframt ákveðna togstreitu þar á milli. Af hverju þarf að tekjutengja bætur almannatrygginga? Svarið er einfalt en óþægilegt. Kostnað- urinn við að greiða öllum lífeyr- isþegum sömu upphæð til lág- marksframfærslu óháð öðrum tekjum er svo hár að ríkið ræður ekki við að greiða ásættanlega upp- hæð fyrir lífeyrisþegann. Kostnaður almannatrygg- inganna færi enn fremur hraðvaxandi vegna fyr- irsjáanlegrar fjölgunar lífeyrisþega. Kostnaðar- ins vegna verður að tekju- tengja bætur almanna- trygginga. Sífellt fleiri afla sér svo mikilla lífeyrisréttinda að full- ar og óskertar bætur almanna- trygginga til viðbótar væru vel umfram eðlilegar þarfir fyrir framfærslueyri. Einnig verður að teljast réttlátt að þegar ríkið tryggir öllum tiltekið lágmark til framfærslu sé nauðsynlegt að þeir sem hafa aflað tekna á starfsævinni greiði framlag upp í þetta lágmark og að þeir sem ná að byggja upp mikil lífeyrisrétt- indi á starfsævinni fái lítið sem ekkert greitt úr almannatrygg- ingum vegna þess að þeir þurfa ekki á því að halda. Ýmsar hliðar á réttlætinu Á móti þessum rökum fyrir tekju- tengingum greiðslna almanna- trygginga koma svo þung rök sem snúast um hvata til sparnað- ar í lífeyrissjóðum og réttlæti frá þeirri hlið. Of miklar tekjuteng- ingar eyðileggja beinlínis hvata til sparnaðar þar sem fólk fær þá ekki neitt til viðbótar fyrir iðgjöld sín í lífeyrissjóði. Margir munu þá snúast gegn sparnaði í lífeyris- sjóðum eða reyna að komast hjá iðgjöldum til þeirra. Það er einnig óréttlátt að fólk fái jafn mikinn líf- eyri óháð því hvað það hefur lagt af mörkum. Á réttlætinu eru því ýmsar hlið- ar á þessu sviði eins og öðrum. Þess vegna þarf að finna skyn- samlegar leiðir í samspili líf- eyrissjóða og almannatrygginga sem taka tillit til allra sjónar- miða, varðveita hvata í uppbygg- ingu lífeyriskerfisins en tryggja eftir föngum ásættanlegt lág- mark fyrir alla. Stóri gallinn við fyrirkomulag þessara mála nú er að kerfið er illskiljanlegt og virk- ar eins og frumskógur fyrir líf- eyrisþegana sem stafar fyrst og fremst af reddingum á mismun- andi tímum. Margar nefndir á vegum stjórnvalda hafa glímt við málið í gegnum tíðina en lítið kom- ist áfram. Sú sem lengst hefur náð er nefnd undir formennsku Árna Gunnars- sonar. M.a. hafa allir stjórnmála- flokkar og aðilar vinnumarkaðar- ins tekið þátt í störfum hennar. Nefndin vann tillögur til úrbóta og það verður áhugavert að sjá hvernig til tekst við framkvæmd þeirra. Meginhugmynd nefndar- innar er að sameina ellilífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót í einn bótaflokk, ellilífeyri, með 45% tekjuskerðingu. Svonefnd framfærsluuppbót verður við lýði fyrst um sinn en tekjuskerð- ing hennar lækkar úr 100% í 80% og síðan í áföngum í 45% á fimm árum. Þá verður aðeins einn bóta- flokkur eftir, ellilífeyrir, með 45% tekjuskerðingu. Kostnaður ríkis- sjóðs við þessar breytingar yrði um tíu milljarðar króna eða um 0,5% af landsframleiðslu. Mikilvægt er að ná niðurstöðu til framtíðar um samspil lífeyris- sjóða og almannatrygginga. Þró- unin er hröð vegna fjölgunar líf- eyrisþega og smám saman fjölgar þeim sem ljúka sinni starfsævi með góð lífeyrisréttindi. Það skiptir máli fyrir alla að lífeyris- sjóðir og almannatryggingar vinni vel og markvisst saman. Einstak- lingar, fyrirtæki og opinberir aðil- ar eiga allir mikið undir. ➜ Mikilvægt er að ná niðurstöðu til framtíðar um samspil lífeyrissjóða og almannatrygginga. Samspil lífeyrissjóða og almannatrygginga: Vandasamt viðfangsefni LÍFEYRISSJÓÐIR Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA Í DAG Jón Ormur Halldórsson dósent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.