Fréttablaðið - 24.01.2013, Page 24

Fréttablaðið - 24.01.2013, Page 24
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT Á myndlistarsýningu sem opnuð var síðasta laugardag í Brunei Art Gall- ery á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu eru verk tíu barna úr Laugarnesskóla á aldrinum sjö til ellefu ára. Þar hanga verkin þeirra innan um myndir þekktra myndlistarmanna úr röðum ástralskra frumbyggja og barna og unglinga frá Afganistan, Ástralíu, Barein, Banda- ríkjunum, Brúnei, Filippseyjum, Indó- nesíu, Írak, Kína, Kúveit, Malasíu, Mongólíu, Nýja-Sjálandi, Óman, Sam- einuðu arabísku furstadæmunum, Suður-Afríku, Sýrlandi, Trínidad og Tóbagó, Túnis og Vestur-Sahara. Þema sýningarinnar er „Í mínum heimi“ (In my world) og eru öll verkin unnin á handgerðan pappír frá frum- byggjasamfélagi í Ástralíu. Menningar- málaráðherra Brúnei opnaði sýninguna og sérlegur gestur var prófessor Marie Bashir, ríkisstjóri Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Áströlsku samtökin BOLO (Big Ones Little Ones) standa að sýningunni í sam- starfi við fjölda aðila. Nafn samtakanna vísar til þess að hinir eldri aðstoða hina yngri í myndlist og sköpun. Markmið- ið er að gefa börnum rödd, virkja þau og efla sjálfsmynd þeirra og einnig að tengja skóla, samfélög og ólíka menn- ingarheima í gegnum myndlist og tján- ingu. Lögð er áhersla á að ná til allra barna, ekki síst þeirra sem þurfa á stuðningi að halda. BOLO er grasrótarverkefni sem hóf göngu sína í frumbyggjasamfélögum Ástralíu árið 2004. Stofnandi þess er Trish Amichi. Fulltrúi BOLO hér á landi er Petrína Ásgeirsdóttir og það var hún sem kom á tengslunum við Laugarnesskóla. „Ég var í heimsókn í Ástralíu fyrir ári og kynntist Trish Amichi fyrir tilviljun. Hún spurði hvort ég vildi koma á sam- starfi milli Íslands og BOLO og hefja það með því að fá íslensk börn til að senda myndir á sýninguna í Brúnei. Ég hafði strax samband við Laugarnes- skóla, því það er minn gamli skóli, og þar var strax tekið vel í hugmyndina.“ Sólborg Gunnarsdóttir myndmennta- kennari skólans segir þemað „Í mínum heimi“ hafa strax kveikt áhuga sinn. Valdir hefðu verið krakkar sem hefðu haft þörf fyrir að styrkja sig og hún ásamt Dagnýju Baldvinsdóttur og Vigni Ljósálfi Jónssyni kennurum í skólanum hefðu fús varið frítíma sínum í að gefa þeim tækifæri til að tjá sig á myndræn- an hátt á alþjóðlegum vettvangi. Að loknum morgunsöng í Laugarnes- skóla í vikunni afhenti Petrína börnun- um tíu viðurkenningarskjöl frá BOLO fyrir þátttöku sína. gun@frettabladid.is Sýna myndverk sín í Suðaustur-Asíu Tíu nemendur í Laugarnesskóla eiga myndir á sýningu í höfuðborg Brunei sem er smáríki á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu. Þeir eru einu Evrópubúarnir sem eiga þar verk. VIÐ AFHENDINGU VIÐURKENNINGA Eydís Barke Ágústsdóttir, Halldór Egill Arnarsson, Boyd Cive Aynscomb Stephen, Dagný Baldvinsdóttir kennari, Mirra Bjarnadóttir, Petrína Ásgeirsdót- tir, tengiliður BOLO á Íslandi, Ólafur Franklín Jónasson, Vignir Ljósálfur Jónsson kennari, Sunna Mist Helgadóttir, Jóhanna Lísa Björnsdóttir, Sólborg Gunnarsdóttir kennari, Daníel Rúnar Arnbjargarson, Orri Harðarson og Áróra Ísól Valsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ SIGURBJÖRG THORDERSEN (NÍNA) Hæðargötu 1, Njarðvík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 15. janúar verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 25. janúar klukkan 14.00. Vigdís Thordersen Magnús B. Hallbjörnsson Stefán Thordersen Sigurbjörg Björnsdóttir Ólafur Thordersen Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir og fjölskyldur. 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HENRIK VILHELM AUNIO ÁRNASON Austurbrún 6,104 Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítala Fossvogi þann 14. janúar sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Anna Henriksdóttir Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson Ardís Henriksdóttir Ásgeir Ásgeirsson Asta Henriksdóttir Finnur Magnússon og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÉÐINN ÁGÚSTSSON Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans mánudaginn 21. janúar. Gylfi Ómar Héðinsson Svava Árnadóttir Hörður Héðinsson Berglind Bendtsen Rut Marsibil Héðinsdóttir Þorkell Einarsson Páll Vignir Héðinsson Gunnhildur Kjartansdóttir Ágúst Héðinsson Baldvina Snælaugsdóttir barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR BJÖRN JÓHANNSSON Dalseli 6, Reykjavík, lést sunnudaginn 13. janúar á Land- spítalanum við Hringbraut. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Áslaug Guðnadóttir Ásta Gunnarsdóttir Stefán Gunnarsson Guðni Sigurður Þórisson Jenný Guðbjörg Hannesdóttir Elvar Örn Þórisson Unnur Björg Stefánsdóttir Sigrún Anna Þórisdóttir Guðjón Ýmir Lárusson og barnabörn. Elskulegur bróðir okkar, frændi og vinur, HALLGRÍMUR SIGURÐSSON lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 18. janúar 2013. Jarðsett verður frá Grensáskirkju, föstudaginn 25. janúar klukkan 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ás Styrktarfélag. Fyrir hönd aðstandenda, Rannveig og María Sigurðardætur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR Hamraborg 30, lést þriðjudaginn 22. janúar á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 28. janúar klukkan 15.00. Elísabet Haraldsdóttir Guðmundur Hansson Ragnheiður Haraldsdóttir Valgerður Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR Sóltúni 10, Reykjavík, sem lést á Landakotsspítala þann 20. janúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 28. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Gunnlaugur Pálmi Steindórsson Steindór Gunnlaugsson Halldóra Lydía Þórðardóttir Haraldur Páll Gunnlaugsson Bolette Møller Christensen Bryndís Dögg Steindórsdóttir Haukur Eggertsson Gunnlaugur Egill Steindórsson Emilía Björk Hauksdóttir Okkar ástkæra, SNÆFRÍÐUR BALDVINSDÓTTIR lést laugardaginn 19. janúar sl., 44 ára að aldri. Við kveðjum hana við útför í Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 29. janúar kl. 15.00. Marta Snæfríðardóttir Brancaccia Gunnar Gylfason Sigríður Diljá Gunnarsdóttir Rakel Gróa Gunnarsdóttir Oddný Þóra Gunnarsdóttir Glúmur Baldvinsson Melkorka Glúmsdóttir Kolfinna Baldvinsdóttir Starkaður Sigurðarson Magdalena Björnsdóttir Fitore Berisha Jón Baldvin Hannibalsson Bryndís Schram Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför NJÁLS HARALDSSONAR. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hann í veikindum hans. Kær kveðja til ykkar allra. Ingigerður Karlsdóttir Tinna Rut Njálsdóttir Þorvarður Jónsson Haraldur Njálsson Valgerður Jóhannsdóttir Þórunn Njálsdóttir Örn Hrafnkelsson Okkar ástkæra, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Bræðraborgarstíg 7, Reykjavík, lést þann 22. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Guðmundur Guðmundsson Kristján Gylfi Guðmundsson Eyrún Guðmundsdóttir Unnar Bragi Bragason Brynhildur Guðmundsdóttir Jón Valgeirsson Borghildur Guðmundsdóttir Kolbeinn Sveinbjörnsson Kristrún, Lúkas, Tryggvi, Felix, Emil Bragi, Eva Karen, Guðmundur, Hildur, Sólveig. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BIRGIR ÁGÚSTSSON vélvirki, Hraunbæ 84, lést þriðjudaginn 22. janúar á Krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Starfsfólk heimahjúkrunar Karitas og deildar 11E Landspítala er færðar bestu þakkir fyrir alúð og góða umönnun. Jarðarförin verður auglýst síðar. Edda Kjartansdóttir Kjartan Birgisson Guðrún Sæmundsdóttir Ágúst Birgisson Sigurður Rúnar Sigurðsson Jóhanna Birgisdóttir Björn Hörður Jóhannesson Auður Edda Birgisdóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.