Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 25
Það eiga allir skilið að sjá vel,“ segir Helga Kristinsdóttir, sjón-tækjafræðingur og einn eigenda
gleraugnaverslunarinnar Eyesland, en
hún opnaði verslunina fyrir tveimur og
hálfu ári þegar henni ofbauð verðlag á
gleraugum. „Gleraugu mega ekki vera
munaðarvara fyrir fáa útvalda. Hjá
Eyesland höfum við farið óhefðbundn-
ar leiðir í vöruvali til að geta boðið gott
verð en við leitum mikið til Bandaríkj-
anna og Asíu en erum einnig með vörur
frá Evrópu.
Hjá okkur getur fólk jafnvel keypt sér
þrenn gleraugu á verði einna og margir
kaupa sér mörg gleraugu í einu fyrir
ólík tækifæri, svo sem íþróttagleraugu,
skíðagleraugu, sólgleraugu með styrk,
hlaupa- eða göngugleraugu. Þá eru
margskipt gleraugu og skipt tölvugler-
augu að sækja í sig veðrið en margir
hafa fram að þessu ekki haft ráð á að fá
sér margskipt gleraugu. Þau er hægt að
fá á skikkanlegu verði hjá okkur. Fólk
hefur þá skýra sjón á tölvuna en getur
einnig lesið smátt. Við sérhæfum okkur
einnig í linsum fyrir þá sem eru með
mikla sjónskekkju eða erfiða sjón,“
útskýrir Helga og segir verslunina
hafa fengið góðar móttökur. „Þó að
við séum á fimmtu hæð í Glæsibæ er
stöðugur straumur af fólki hjá okkur.“
Í Eyesland fást einnig sjónhjálpartæki
fyrir sjónskerta og úrval fylgihluta fyrir
gleraugu.
Verslunin er opin frá klukkan 8.30 til
17 alla virka daga. Sjá einnig vefverslun
á www.eyesland.is og visir.is.
SVART OG HVÍTT
Erlend tískublöð segja að svart og hvítt verði í há-
tísku með vorinu. Alls kyns rendur, hvort sem þær eru
langsum eða þversum. Þessi svarthvíta tíska er áber-
andi hjá flestum tískuhönnuðum, hvort sem er í bol-
um, kjólum eða skyrtum. Þessi er frá Marc Jacobs.
NÝJUNG Í EYESL-
AND Barna títan-gler-
augu, íslensk hönnun
frá Reykjavík eyes.
ALLIR EIGA GÓÐ
GLERAUGU SKILIÐ
EYESLAND KYNNIR Gleraugnaverslunin Eyesland í Glæsibæ býður yfir þús-
und hágæða gleraugu fyrir allt að 70% lægra verð en annars staðar.
EYESLAND Helga
Kristinsdóttir sjón-
tækjafræðingur
ásamt Eddu Friðfinns-
dóttur og Rannveigu
Gísladóttur. Þær segja
stöðugan straum fólks í
verslunina þó hún sé á
fimmtu hæð í Glæsibæ.
MYND/ANTON
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-14 virka daga.
AÐHALDS- kjóll/
undirkjóll Margir glæsilegir
li t ir í stærðum
S,M,L ,XL
á kr. 6.550,-
Rodalon sótthreinsun
Gegn myglusveppi
Eyðir lykt úr fatnaði
Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Meiri verðlækkun
Nú allar haustvörur og skór á
HÁLFVIRÐI
Einnig LAGERSALA í fullum gangi.
60% afsláttur af fatnaði og skóm!