Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2013, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 24.01.2013, Qupperneq 27
 | FÓLK | 3TÍSKA Ég lærði að prjóna þegar ég var fimm ára og hef ekki lagt prjónana frá mér síðan,“ segir Ólöf Engil- bertsdóttir prjónaáhugamanneskja. Á næstu dögum kemur út eftir hana munsturbókin Kaldir dagar. Í bókinni er að finna 40 uppskriftir að munstruðum vettlingum sem Ólöf setti saman. „Ég hef oft búið til uppskriftir en þetta er í fyrsta sinn sem ég gef eitthvað út. Ég er ekki að finna upp hjólið en þetta eru þó mínar útfærslur og ég reiknaði út stærðir og annað sjálf. Þarna eru vett- lingar fyrir alla fjölskylduna, allt frá eins árs og upp í stóra karlmannsvettlinga. Ég er að vona að ég fái hana úr prentun núna fyrir helgina,“ segir Ólöf. „Mér finnst bara svo rosalega gaman að prjóna vettlinga,“ segir hún svo hlæjandi þegar hún er spurð af hverju bókin innihaldi eingöngu uppskriftir að vettlingum. „Ég á alveg efni í aðra bók. Ég lagði upp með að uppskriftirnar væru einfaldar og hentuðu öllum. Væru þá fljótleg verkefni fyrir þá sem vanir eru að prjóna og viðráðanleg fyrir þá sem eru að byrja. Ég fékk nokkra óvana til að prufukeyra uppskriftirnar fyrir mig og fékk ábendingar frá þeim. Allt í bókinni er úr kambgarni sem er mjúkt og þægi- legt og stingur ekki eins og lopinn.“ En hefur hún hugmynd um hversu mörg vettlingapör liggja eftir hana á ári og hvað gerir hún við alla þessa vettlinga? „Ég prjónaði 58 pör af vettlingum í fyrra. Það var ívið meira en venjulega en ég held bókhald yfir allt sem ég prjóna. Jólapakkarnir frá mér eru oft mjúkir,“ segir Ólöf. Nánar má forvitnast um Kalda daga á Facebook. KALDIR DAGAR NÝ PRJÓNABÓK Ólöf Engilbertsdóttir hefur sett saman 40 uppskriftir að munstruðum vettlingum og gefur nú út sína fyrstu prjónabók. SÍPRJÓNANDI Ólöf Engilbertsdóttir er forfallin prjónaáhuga- manneskja og hefur nú sett saman uppskriftir í bók. MYND/ANTON EINFALDAR UPP- SKRIFTIR Ólöf setti saman munstur sem all- ir ættu að geta prjónað. MYND/ÓLÖF ENGILBERTSDÓTTIR Laugavegur 55 • www.smartboutiq ue.is Laugavegur 55, sími 551-1040 Opnunartímar eru mán-fös 11-18 og lau 10-16 www.smartboutique.is Framlengjum vinsælasta tilboðið okkar Refaskott og leðurhanskar 9.900 Ný sending Leðurhanskar frá 2.990 Ný sending
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.