Fréttablaðið - 24.01.2013, Page 28
FÓLK|
Pippa hefur birst á fjölmörgum myndum með handtösku frá fyrir-tækinu í hinum ýmsu litum. Task-
an hefur verið nefnd eftir henni og selst
eins og heitar lummur í Bretlandi þrátt
fyrir að kosta sem svarar 40 þúsund
krónum. Fyrirtækið gaf Pippu upphaf-
lega fjórar töskur í mismunandi litum
og hefur sú markaðssetning sömuleiðis
verið gagnrýnd.
Fyrirtækið er jafnframt gagnrýnt fyrir
hátt verð á töskunum, enda eru starfs-
menn á Indlandi með afar lág laun við
framleiðsluna eða 17 pens á klukku-
stund. Aðbúnaður og umhverfi verk-
smiðjunnar er heldur ekki upp á marga
fiska, eins og blaðið bendir á með
myndum sem teknar voru á Indlandi en
þar starfa nú um þrjú hundruð starfs-
menn. Framleiðandinn þurfti að bæta
við sig um hundrað nýjum starfsmönn-
um til að anna eftirspurninni eftir tösk-
unum sem jókst við það að Pippa fór að
ganga með þær. Pippa hefur aukið sölu-
tekjur Modalu úr 10 þúsund pundum á
mánuði í 500 þúsund.
Mike Hiscock, framkvæmdastjóri
Modalu, sagði í viðtali fyrr í þessum
mánuði að hann hefði aldrei séð aðra
eins eftirspurn eftir einni tegund
handtösku, eins og þeirri sem Pippa
Middleton gengur með, í þau fimmtán
ár sem hann hefur starfað hjá fyrir-
tækinu. „Þetta líkist einna helst
sprengingu.“ Mike sagði jafnframt
að það hefði ekki tekið nema einn
dag frá því að Pippa birtist fyrst
með handtöskuna þar til fyrir-
tækið varð vart aukinnar eftir-
spurnar bæði í tölvu-
pósti og símtölum. Um
leið hækkaði verð-
mæti fyrirtækisins til
muna.
Pippa hefur mikil
áhrif á tísku kvenna í
Bretlandi. Hönnuður
töskunnar, hin norska
Marion Muhonen
Nilsen, er að von-
um ánægður með
áhugann.
PIPPA GAGNRÝND
VEKUR ATHYGLI Pippa Middleton, systir Katrínar, hertogaynjunnar af Cam-
bridge, er harðlega gagnrýnd á netsíðu Daily Mail fyrir að þiggja ókeypis og
auglýsa handtöskur frá fyrirtækinu Modalu.
NOKKRAR ÚTFÆRSLUR Pippa hefur áhrif á tískuheiminn og það hefur töskuframleiðandinn Modalu nýtt sér.
UMDEILD PIPPA Task-
an kostar um 40 þúsund
krónur en fullyrt er að
það sé langt yfir eðlilegu
verði þar sem taskan er
framleidd á Ind-
landi þar sem
laun eru
afar lág.
Flest vinsælustu tískumerki heims eru
löngu komin á Facebook þar sem þau
kynna meðal annars vörur sínar og
halda sambandi við fylgjendur sína með
ýmsum hætti. Stylophane.com birti í
janúar lista yfir vinsælustu Facebook-síð-
urnar úr tískuheiminum, sem byggður er
á hversu mörg „like“ síðurnar fá. Annað
árið í röð gnæfir bandaríski íþróttavöru-
framleiðandinn Converse yfir önnur fyrir-
tæki með rúmlega 34,5 milljónir fylgj-
enda. Efstu þrjú sætin eru óbreytt milli
áranna 2012 og 2011. Victoria‘s Secret er
í öðru sæti og Adidas í þriðja með um 21
og 18 milljónir fylgjenda. Litlar breytingar
verða á tíu efstu sætunum utan þess að
franska tískuhúsið Louis Vuitton stekkur
úr 21. sæti í það níunda. Hástökkvarinn
milli áranna er bandaríska fyrirtækið
Vans með Face book-síðuna Vans Europe.
Hún stekkur úr 71. sæti í það sextánda
en fylgjendum hennar hefur fjölgað
um 1.249% milli ára. Vans er sjálft einu
sæti neðar á listanum. Af öðrum vöru-
merkjum sem fara hratt upp listann má
nefna gamalgrónu bandarísku merkin
Macy‘s og Calvin Klein. Macy‘s er með
rúmlega tíu milljónir fylgjenda í tólfta
sæti og hoppar upp um 11 sæti milli ára.
Calvin Klein er í 26. sæti og hoppar upp
um 13 sæti milli ára með rúmlega sex
milljónir fylgjenda.
VINSÆL TÍSKA Á FACEBOOK
Skúlatún 2 - 105 Reykjavík
idan@idan.is - www.idan.is
Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig!
Hefur þú starfað við vélstjórn
í 5 ár eða lengur og vilt ljúka
námi í faginu?
Áhugasömum er bent á að hafa samband við IÐUNA
fræðslusetur í síma 590 6400 eða með því að senda
fyrirspurn á radgjof@idan.is
VÉLSTJÓRN
Raunfærnimat miðar að því að meta færni og þekkingu sem
viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið. Að loknu raunfærnimati fara
þátttakendur í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur til að
útskrifast. Inntökuskilyrði í raunfærnimat eru 5 ára starfsaldur í
greininni og 25 ára lífaldur.
Kynningarfundur verður haldinn fimmtu-
daginn 31. janúar kl. 17.00 í Skúlatúni 2,
6. hæð, 105 Reykjavík.
NÁNARI
UPPLÝSINGAR
Á IDAN.IS
D
A
G
SV
ER
K
.IS
/
ID
A
N
01
13
af völdum herrahönskum
BÓNDADAGUR