Fréttablaðið - 24.01.2013, Page 32

Fréttablaðið - 24.01.2013, Page 32
KYNNING − AUGLÝSINGGólfefni & hitakerfi FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 20134 1 Dimension kallar hönnuðurinn Alistair Bramley þessa gólfhönnun sína. Mynstrin mótaði Bram- ley út frá því hvernig fólk hreyfir sig innan rýmis- ins en húsgögn eru felld inn í hönnunina. 2 Þetta teppi í tölvuleikjaverslun í París er skreytt sjónhverfingu. Það er sem gólfið sé nokkurs konar hringiða. Líklega hafa sumir viðskiptavin- ir átt erfitt með að fóta sig á gólfinu. 3 Club Watt í Rotterdam hefur verið kallaður fyrsti sjálfbæri dansklúbburinn. Þar er stefnt að því að minnka rusl um fimmtíu prósent og nota þrjá- tíu prósentum minni orku en aðrir álíka klúbbar. Ein af leiðum til sjálfbærni er dansgólf staðarins. Þegar fólk dansar á gólfinu framleiðir það orku. Auk þess breytist lýsing gólfsins eftir því hvernig fólk dansar. Þil dansgólfsins eru búin til úr end- urunnu efni. 4 Gömul leðurbelti ganga í endurnýjun lífdaga hjá fyrirtækinu TING sem lætur búa til gólfefni úr þeim. Hægt er að kaupa beltin í fermetrum en þess ber að geta að verðið er nokkuð hátt. 5 Á alþjóðaflugvellinum í Sacramento í Bandaríkj- unum er að finna þetta sérstæða teppi. Það er hannað af listamanninum Seyed Alavi og sýnir loftmynd af Sacramento-ánni þar sem hún renn- ur 80 kílómetra leið milli bæjanna Colusa og Chico. Myndin er 5,5 sinnum 46 metrar að stærð og er ofin og lituð í teppið sem tengir bílastæðið við Flugstöð A. 6 Á veitingastaðnum Standard Grill á Standard- hótelinu í New York er að finna gólf sem er alsett smápeningum, nánar tiltekið koparpenníum. Hönnuðirnir Robin Standefer og Stephen Alesch eiga heiðurinn að hönnuninni. Kopar og belti á gólfum Þó flest gólfefni séu hefðbundin eru ýmsir sem hugsa út fyrir kassann og gæða gólfin hjá sér lífi með sérstæðri hönnun. Útkoman er oft æði skrautleg og í öllu falli afar skemmtileg. Bloggsíðan www.oddee.com tók saman dæmi um nokkur óvenjuleg gólfefni og má sjá nokkur þeirra hér á síðunni. 1 6 5 43 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.