Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGGólfefni & hitakerfi FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 20134 1 Dimension kallar hönnuðurinn Alistair Bramley þessa gólfhönnun sína. Mynstrin mótaði Bram- ley út frá því hvernig fólk hreyfir sig innan rýmis- ins en húsgögn eru felld inn í hönnunina. 2 Þetta teppi í tölvuleikjaverslun í París er skreytt sjónhverfingu. Það er sem gólfið sé nokkurs konar hringiða. Líklega hafa sumir viðskiptavin- ir átt erfitt með að fóta sig á gólfinu. 3 Club Watt í Rotterdam hefur verið kallaður fyrsti sjálfbæri dansklúbburinn. Þar er stefnt að því að minnka rusl um fimmtíu prósent og nota þrjá- tíu prósentum minni orku en aðrir álíka klúbbar. Ein af leiðum til sjálfbærni er dansgólf staðarins. Þegar fólk dansar á gólfinu framleiðir það orku. Auk þess breytist lýsing gólfsins eftir því hvernig fólk dansar. Þil dansgólfsins eru búin til úr end- urunnu efni. 4 Gömul leðurbelti ganga í endurnýjun lífdaga hjá fyrirtækinu TING sem lætur búa til gólfefni úr þeim. Hægt er að kaupa beltin í fermetrum en þess ber að geta að verðið er nokkuð hátt. 5 Á alþjóðaflugvellinum í Sacramento í Bandaríkj- unum er að finna þetta sérstæða teppi. Það er hannað af listamanninum Seyed Alavi og sýnir loftmynd af Sacramento-ánni þar sem hún renn- ur 80 kílómetra leið milli bæjanna Colusa og Chico. Myndin er 5,5 sinnum 46 metrar að stærð og er ofin og lituð í teppið sem tengir bílastæðið við Flugstöð A. 6 Á veitingastaðnum Standard Grill á Standard- hótelinu í New York er að finna gólf sem er alsett smápeningum, nánar tiltekið koparpenníum. Hönnuðirnir Robin Standefer og Stephen Alesch eiga heiðurinn að hönnuninni. Kopar og belti á gólfum Þó flest gólfefni séu hefðbundin eru ýmsir sem hugsa út fyrir kassann og gæða gólfin hjá sér lífi með sérstæðri hönnun. Útkoman er oft æði skrautleg og í öllu falli afar skemmtileg. Bloggsíðan www.oddee.com tók saman dæmi um nokkur óvenjuleg gólfefni og má sjá nokkur þeirra hér á síðunni. 1 6 5 43 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.