Fréttablaðið - 24.01.2013, Side 35

Fréttablaðið - 24.01.2013, Side 35
KYNNING − AUGLÝSING Gólfefni & hitakerfi24. JANÚAR 2013 FIMMTUDAGUR 7 Vínyll Hreinsa ryk með því að sópa reglulega. Þvo með volgu sápuvatni og þvegli eða gólfklút. Ekki verra að fara yfir með hreinu vatni á eftir. Ef vínyldúkur er bónaður á að nota vatnsuppleysanlegt bón, ekki vaxbón. Ef blettir koma í dúkinn er ágætt að setja vatnsuppleysanlegt bón í klút og nudda blettinn. Línoleum Þvoið með mildri sápu (ekki uppþvottalegi eða brúnsápu). Varist að bleyta gólfdúkinn um of. Nota má vaxbón á línó- leumgólfdúk, en gott að nota vatnsuppleysanlegt bón þar sem mæðir á með vatni, s.s. í eldhúsi og baði. Bletti og rákir má nudda með fínni stálull eða grófum svampi vættum í terpentínu. Ekki má nota bónuppleysi á línoleumdúk eða flísar. Parket – lakkað Sópið eða rykmoppið eftir þörfum. Þvoið með mildu sápu- vatni og þurrvindið moppuna eða klútinn. Varast ber að láta vætu liggja á lökkuðu parketgólfi. Nota má hvort heldur er vatnsuppleysanlegt eða vaxbón, en varast skal að bóna slík gólf oft. Ef lakkið er orðið slitið þarf að pússa gólfin upp og lakka að nýju. Parket – olíu- eða vaxborið Rykmoppa reglulega. Best er að nota græn- sápu eða þar til gerða parketsápu eða sápu sem er feit, því fitan mettar gólfborðin. Nauð- synlegt er að olíu- eða vaxbera gólf nokkuð reglulega annars vilja þau þorna og verða mislit. Parket – plast Varast skal að bleyta mikið, þurfi þess á að nota volgt vatn og þurrka jafnóðum. Best er að strjúka yfir með þurri moppu eða ryksuga. Korkur Sópa eða ryksuga. Þvoið með vel heitu sápu- vatni. Gott að bóna með vaxbóni öðru hverju. Ef korkurinn er lakkaður skal nota volgt sápuvatn og þurrka yfir í lokin. Leirflísar – Uppþvottalögur er góður til að þvo leir- flísar með. Mikil óhreinindi þarf að skrúbba burt. Fúgur þarf að þrífa sérstaklega með sterku sápuvatni og mjúkum bursta. Leirflísar má alls ekki bóna. Steinflísar – Best að strjúka reglulega yfir með þvegli og vatni með góðum hreinsilegi. Einnig má skrúbba flísarnar með sterku sápuvatni og skola vel og þurrka á eftir. Nota má vaxbón, það gefur stamt yfirborð. Stálull og terpentína er gott að nota á bletti. Þegar flísarnar eru nýjar er gott að bera á þær línolíu og þvo ekki fyrstu tvær vikurnar. Teppi og mottur Þarna dugar ryksugan oftast best. Teppi þarf líka að hreinsa af og til og best er að leigja sér tæki til þess þar sem teppa- lagt er horna á milli. Góð teppahreinsiefni eru fáanleg. Þau má líka nota á húsgögn. Varast skal að bleyta ullarteppi of mikið. Lausar mottur og dregla er gott að viðra og banka með teppabankara. Mottur úr sísalhampi, kókostrefjum eða öðrum náttúrutrefj- um er best að ryksuga. Ef þær eru mjög óhreinar er ráð að þvo þær upp úr saltvatni, skola vel á eftir og þurrka við stofuhita. Gott ráð til að fríska upp á teppi Stráið matarsóda jafnt yfir teppið og látið liggja í 15-20 mín- útur. Ryksugið vel að lokum. Skúrað og skrúbbað Ekki er sama hvernig farið er að við þrif á gólfum. Huga þarf að því að þau efni og aðferðir sem eru notuð henti þeim gólfum sem á að þrífa. Á vef leiðbeiningarstöðvar Heimilanna www.leidbeiningastod.is er að finna greinargóðar leiðbeiningar. Kjaran-Gólfbúnaður selur mikið úrval af vegg- og gólfdúkum sem henta til votrýmislagna, en þá er átt við staði eins og baðherbergi, sturtuklefa og þvottahús þar sem myndast raki og bleyta vegna mikillar vatnsnotkunar. Í nágrannalöndunum er það langalgengasti frágangur vot- rýma að dúkaleggja veggi og gólf með algjörlega vatns- og loftþéttum samskeytum. Krist- ján Ársælsson dúklagninga- maður, sem hefur sérhæft sig í votrýmislögnum, segir einn- ig mjög mikla aukningu í slík- um frágangi hér á landi en hann hentar einkar vel þar sem til dæmis er byggt með gifs- og spónaplötum. Ægir Örn Björnsson, sölu- maður hjá Kjaran, segir fjöl- breytt úrval vegg- og gólfdúka fáanlegt til votrýmislagna hjá Kjaran. Má þar nefna hefð- bundin flísamunstur, viðar- munstur og grafísk tilbrigði og margt fleira. Ekkert vandamál er að fá vot- rýmislögn framkvæmda því allir löggiltir dúklagningamenn geta annast slík verk. Verslunin er til húsa að Síðu- múla 12-14. Nánari upplýsing- ar er að finna á heimasíðunni; www.kjaran.is. Öryggi gegn raka og myglusvepp Kjaran-Gólfbúnaður er sérverslun með mikið úrval af gólfefnum, jafnt fyrir heimili og vinnustaði. Kjaran býður upp á stærsta úrval landsins af gólfdúkum og þar á meðal fjölbreytt úrval vegg- og gólfdúka til votrýmislagna. Lögð er áhersla á vandaða ráðgjöf varðandi efnisval, lögn og umhirðu. Hér eru veggir og gólf dúklagðir með vatns- og loftþéttum samskeytum. Allir löggiltir dúklagningamenn geta annast slík verk. Fjölbreytt úrval vegg- og gólfdúka til votrýmis- lagna fæst hjá Kjaran. Ægir Örn Björnsson sölumaður og Kristján Ársælsson dúklagningamaður segja ekkert vandamál að fá votrýmislögn framkvæmda, allir löggiltir dúklagningamenn geti annast slík verk. MYND/ANTON Kristján Ársælsson dúklagningamaður segir það langalgengasta frágang votrýma að dúkleggja veggi og gólf með algjörlega vatns- og loftþéttum samskeytum. Slíkur frágangur henti einkar vel þar sem til dæmis er byggt með gifs- og spónaplötum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.