Fréttablaðið - 24.01.2013, Síða 38

Fréttablaðið - 24.01.2013, Síða 38
FÓLK|NÁM HILMAR MÁR AÐALSTEINSSON Íslendingar búa við mikla náttúruvá, sérstaklega vegna jarðskjálfta og snjóflóða. Þegar illa fer mæðir mikið á björgunarsveitarmönnum sem oft þurfa að leita í rústum húsa að eftirlif- endum. Rústabjörgun er þannig mikil- vægur hluti af starfi björgunarsveita og þarfnast þjálfunar og mikilla æfinga enda mikilvægt að menn geti gengið fumlaust að verki þegar vá ber að garði. Í dag halda 45 björgunarsveitarmenn á vegum Íslensku alþjóðabjörgunarsveit- arinnar utan til Danmerkur til að taka þátt í viðamikilli rústabjörgunaræfingu. Einn þeirra er Hilmar Már Aðalsteins- son. „Æfingin heitir MODEX 2013 og er haldin við bæinn Tinglev syðst á Jót- landi. Nafnið vísar til Modules Exercise þar sem misjafnar einingar innan Evr- ópusambandsins æfa sig saman,“ upp- lýsir Hilmar en æfingin er kostuð af sjóð innan Evrópusambandsins. „Sá sjóður er starfræktur til þess að efla almanna- varnir í Evrópu, til þess að löndin vinni betur saman yfir landamæri, geti veitt hvert öðru betri aðstoð og sameigin- lega betri aðstoð utan Evrópusvæðis- ins,“ segir Hilmar. Æfingin er viðamikil, þangað koma sveitir víða að og nokkrir stjórnendur frá Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum. En hvernig fer æfingin fram? „Þegar við mætum byrjum við á því að fá gáminn okkar við landamærastöð og þá hefst leikritið. Við erum komin að landamærum á einhverju tilteknu landi og tollararnir reyna að hanka okkur á einhverju sem við gerðum rangt. Við fáum úthlutað svæði, verðum að vega og meta aðstæður og leita í húsum. Líklega þarf sveitin einnig að sjá um húsaskjól fyrir fleiri,“ lýsir Hilmar. Ís- lenski hópurinn gistir í tjöldum og þarf að öllum líkindum að takast á við snjókomu og frost sem gerir alla vinnu erfiðari enda þarf oft að vinna með sagir sem nota vatn. Hilmar viðurkennir að svona æfingar feli í sér mikið erfiði. „En við erum vanir því að heiman. Oft erum við á leiðinni í háttinn þegar útkall kemur og erum þá úti alla nóttina að leita. Þetta er vissu- lega engin skemmtiferð heldur vinna út í gegn. En þetta er líka mjög spenn- andi og hópurinn mjög skemmtilegur og nær vel saman, enda gæti hann ekki unnið undir þessu álagi öðruvísi,“ segir Hilmar og bætir við að fólk sé einnig duglegt að klappa hvert öðru á öxlina. „Æfingin krefst mikillar vöku en við erum með félagakerfi til að passa hvert upp á annað. Við höldum bókhald til að menn fái svefn, nærist og fylgjumst jafn- vel með að fólk sé með eðlilegar hægð- ir. Þá erum við með lækni með okkur sem hugsar vel um okkur þó hann taki einnig á móti sjúklingum frá okkur áður en þeir komast endanlega undir læknis- hendur.“ Hilmar segir marga ekki skilja af hverju fólk nenni að standa í svona í frítíma sínum. „Við erum kannski dálítið skrítin sem förum í þetta,“ segir hann og hlær. Hópurinn heldur utan í dag en snýr heim á mánudagskvöld. ÆFA RÚSTABJÖRGUN Í DANMÖRKU LÆRDÓMSRÍKT Fjörutíu og fimm björgunarsveitarmenn frá Íslandi halda utan í dag til að taka þátt í MODEX 2013. Það er rústabjörgunaræfing á vegum Evrópusambandsins í Tinglev í Danmörku. Hilmar Már Aðalsteinsson er hluti af hópnum og hlakkar til að takast á við afar krefjandi verkefni. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var stofnuð árið 1999 með samkomulagi milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, utanríkisráðuneytisins og dóms- málaráðuneytisins. Sveitin er skipuð björgunar- sveitarmönnum úr sex björgunarsveitum auk sér- fræðinga frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Landspítalanum. Sveitin fór í sitt fyrsta útkall árið 1999 þegar hún fór til Tyrklands í kjölfar jarðskjálftanna sem urðu þar en þá létust meira en 18.000 manns. Árið 2003 fór sveitin til Alsír í kjölfar jarðskjálfta þar og í byrjun árs 2004 var farið til Marokkó. Auk þess fóru fjórir félagar úr ÍA í sjúkraflug til Taílands í byrjun árs 2005 eftir flóðin í Indónesíu. Í janúar 2010 fór sveitin svo til Haítí eftir að öflugir jarð- skjálftar skóku landið. Sveitin er aðallega byggð upp sem rústabjörg- unarsveit en Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðili að INSARAG sem eru regnhlífarsamtök alþjóða rústabjörgunarsveita sem starfa innan Sameinuðu þjóðanna. Í september 2009 hlaut sveitin vottun INSARAG sem „medium“ rústabjörgunarsveit. SVEIT MEÐ ALÞJÓÐLEGA VOTTUN BJARGAÐ Íslenska alþjóðabjörgunar- sveitin fékk vottun frá Sameinuðu þjóðunum árið 2009. Fátítt er að sjálfboðaliðar fái slíka vottun en algengara að slíkar sveitir séu skip- aðar atvinnuslökkviliðs- mönnum. MYND/SIGURÐUR Ó SIGURÐSSON WU SHU ART TAI CHI KUNG FU FYRIR ALLA DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Í samstarfi við Kína -Capital Institute of Physical Education Skúlatún 2 - 105 Reykjavík idan@idan.is - www.idan.is Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig! Hefur þú starfað við pípulagnir eða húsasmíði í 5 ár eða lengur og vilt ljúka námi í faginu? Áhugasömum er bent á að hafa samband við IÐUNA fræðslusetur í síma 590 6400 eða með því að senda fyrirspurn á radgjof@idan.is BYGGINGAGREINAR Raunfærnimat miðar að því að meta færni og þekkingu sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið. Að loknu raunfærnimati fara þátttakendur í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur til að útskrifast. Inntökuskilyrði í raunfærnimat eru 5 ára starfsaldur í greininni og 25 ára lífaldur. Kynningarfundur verður haldinn fimmtu- daginn 31. janúar kl. 17.00 í Skúlatúni 2, 6. hæð, 105 Reykjavík. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á IDAN.IS D A G SV ER K .IS / ID A N 01 13

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.