Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 44
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Guð minn góður! Nú gerist þetta! Guð minn góður! Nú er þetta að gerast! Guð minn gó… Trúi og trúi... ég VEIT að honum er ekki vel við mig! Svo þú heldur að loftsteinninn hafi verið sendur af guði? Trúir þú á guð? Ok … fyrst að kallinn situr inni næstu 17 árin fyrir allskyns óspektir... Daman verður einmana! Smá fjörugt tungu- tangó mundi því ekki skaða er það nokkuð? Steikur! Já! Má ég grilla í kvöld? Hvers vegna ekki? Kúl! Finnum á þig svuntu! Veistu um einhver trúar- brögð sem eru iðkuð á ströndinni? Fyrirgefðu! Ég ætlaði ekki að seg ja þetta! Slakaðu á. Ég er ekki týpan til að hlaupa til mömmu og klaga. Ég er týpan til að bíða með að klaga þangað til ég get komið þér í alvöru vandræði! LÁRÉTT 2. eyja, 6. í röð, 8. húðsepi milli táa, 9. farfa, 11. tveir eins, 12. fáni, 14. einkennis, 16. rás, 17. klæði, 18. rell, 20. fyrir hönd, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. helminguð, 3. frá, 4. hrörnun, 5. sigað, 7. geðtruflaður, 10. saur, 13. gifti, 15. dreifa, 16. espa, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. áb, 8. fit, 9. lit, 11. tt, 12. flagg, 14. aðals, 16. æð, 17. föt, 18. suð, 20. pr, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. af, 4. vitglöp, 5. att, 7. bilaður, 10. tað, 13. gaf, 15. strá, 16. æsa, 19. ðð. Volvo er í hugum flestra tákn um sænska velferð og öryggi. Traustan bíl sem hægt er að stóla á að komi fjölskyld- unni frá einum stað til annars án teljandi vesens. Hin týpíska sænska kjarnafjöl- skylda samanstendur gjarna af pabba, mömmu, tveimur börnum, húsi, sumarbú- stað, hundi og Volvo. Reglufesta er höfuð- dyggð í Svíþjóð og sá sem bregður út af norminu er litinn hornauga. Ordning og reda, eða röð og regla, eru einkunnarorð Svía og inn í þá mynd passaði Volvo- inn til skamms tíma eins og Jesús á jólakorti. SAMFYLKINGIN er sænsk- asta stjórnmálaafl á Íslandi og eflaust hefur það verið þessi ordning og reda sem Dagur B. hafði í huga þegar hann kaus að hæla Guðbjarti Hannessyni með samlíkingu við Volvo. Hann hefði þó betur stúderað sögu fyrirtækisins áður en hann greip til þessarar samlíking- ar því Volvo er langt frá því að vera allur þar sem hann er séður. Hann er ekki einu sinni sænskur lengur, hann er kín- verskur. Og þar á undan var hann amerískur. Má kannski lesa úr þessari samlíkingu dulin skilaboð um breyttar áherslur í íslenskri utanríkispólitík? VOLVO þýðir ég snýst á latínu og það segir kannski allt sem segja þarf um sögu þessa fyrirtækis. Eftir að hafa verið í sam- starfi við Hollendinga um hríð var fyrir- tækið og vörumerkið selt hinum ameríska bílaframleiðanda Ford sem fékk dollara- merki í augun við tilhugsunina um sölu- tölur á fólksbílum merkisins í Evrópu. Það var árið 1999 og var Volvo þá skipt upp í tvær deildir, Svíar héldu áfram að fram- leiða vörubíla og trukka undir því nafni en sú framleiðsla var algjörlega aðskilin þeirri sem Ameríkanar stjórnuðu. Eftir hrun dvínaði hins vegar salan á fólksbílum og það var þá sem Kínverjarnir komu inn í myndina. Þeir keyptu Volvo árið 2010 og nú er framleiðslunni stýrt frá höfuðstöðv- um fyrirtækisins Geely í Hangzhou. GÁRUNGAR gætu því hent þessa sam- líkingu varaformanns Samfylkingarinnar á lofti og sett hana í samhengi við Gríms- staði og Nubo og aukna ásókn Kínverja í undirtök á norðurslóðum. Það dettur mér hins vegar auðvitað ekki í hug, en því verður ekki á móti mælt að þessi samlík- ing við Volvo er ekki beint til þess fallin að auka traust á formannsframbjóðand- anum. Hefði ekki verið nær að kalla hann Citroën? Franski bíllinn er sá evrópskasti sem um getur og hægt að hækka hann og lækka til að laga sig að akstursaðstæðum hverju sinni. Er það ekki Samfylkingin í hnotskurn? Volvo eða Citroën? Námskeið á vorönn 2013 Mistöð símenntunar í Hafnarfirði býður upp á fjölbreytt, lærdómsrík og skemmtileg námskeið nú á vorönn 2013. Meðal námskeiða sem er boðið upp á: • TUNGUMÁL: Enska. Danska. Norska. Hollenska. Ítalska. Franska o.fl. • ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA Islandzki dla audzoziemców Icelandic as a second language • HANDVERK OG LISTIR: Teikning. Olíumálun. Myndlist/börn. Hnífagerð. Tálgun o.fl. • HANNYRÐIR: Fatasaumur. Hekl. Heklaðir skart- gripir, rósavettlingar og sokkar o.fl. • HEILSA – ÚTLIT - HREYSTI: Förðun. Hár og fegurð – léttar greiðslur. Nudd. • TÖLVUR OG REKSTUR: Almennt tölvunám. Excel. Facebook o.fl. • TÓNLIST : Trommur.Gítar. Bassagítar. Hljóm- borð. Blokkflauta o.fl. • GARÐYRKJUNÁMSKEIÐ: Trjá- og runnaklipp- ingar. Sáning og ræktun krydd og matjurta. Vorverkin í garðinum o.fl. • ÝMIS NÁMSKEIÐ: Lærum að yrkja rétt. Limrur. Líf eftir dauðann. Góður svefn. Tískuteikning. Ebay námskeið o.fl. • FJARNÁM VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI • STARFSRÉTTINDANÁMSKEIÐ FYRIR DAGFORELDRA Nánari upplýsingar og innritun í síma 585-5860 og á www.nhms.is Ný námskrá vorannar 2013 er aðgengileg heimasíðu skólans á netinu: www.nhms.is Aðalfundarboð Aðalfundur Ísfélags Þorlákshafnar hf fyrir starfsárið 2012 verður haldinn í kaffistofu félagsins að Hafnarskeiði 12 í Þorlákshöfn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 12.00. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Ársreikningurinn mun liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Stjórnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.