Fréttablaðið - 24.01.2013, Page 48

Fréttablaðið - 24.01.2013, Page 48
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING MENNTUN | 32 Í Hagaskóla hafa samtals fjöru- tíu nemendur í 10. bekk valið það í vetur að fræðast um fjármál í tveimur kennslustundum á viku. Þegar kíkt er inn í tíma er Edda Hauksdóttir kennari að fræða hluta þess hóps á líflegan hátt um skattkort, persónuafslátt og tekju- skattþrepin þrjú. Í lokin fá nem- arnir það verkefni að reikna út hvað einstaklingur með 850 þús- und krónur á mánuði greiðir af þeim í skatt. Að lokinni kennslu- stund gefur hún sér tíma í smá spjall. „Við erum búin að bjóða upp á fjármálafræðslu að minnsta kosti í þrjá vetur. Ég spila kennsluna svo- lítið af fingrum fram og er alltaf að finna upp hjólið. Reyndar er ýmislegt kennsluefni til og sumt af því hef ég notað en mest tek ég dæmi vítt og breitt úr daglega líf- inu.“ Hún notar netið og skjávarpa við kennsluna og kveðst óhrædd sýna nemendum heimabankann sinn, lánin sín og launaseðilinn til að útskýra ýmsa liði. „Það er gott að vera svolítið óspéhrædd,“ segir hún brosandi. „Það góða við hrunið er að nú þorir fólk að viðurkenna að það eigi ekki fyrir hlutum. Á tímabili var það bara tabú.“ Edda kveðst hafa unnið í banka og einnig séð um bókhald fyrir lítið fyrirtæki. „Ég hef orðið vitni að því að krakkar koma til vinnu- veitanda og eru beðnir um banka- upplýsingar en hafa ekki hugmynd um hvað átt er við, gefa jafnvel upp númerið á debetkortinu sínu. Þetta byrja ég á að útskýra fyrir nemendum,“ segir hún. Hún kveðst líka hafa lesið með þeim skil- málana í sambandi við smálánin og þeir hafi komið auga á fullt af punktum sem hún hafði ekki hug- mynd um. „Til dæmis var mér bent á að það er litið á það sem brot á samningi ef lántakandi fellur frá,“ nefnir hún. Fjármálahugtök eru krufin í tímum og hlutverkaleikir eru á dagskrá að sögn Eddu. „Við þykj- umst vera að leigja okkur íbúð og gerum kostnaðaráætlun um leigu og eigin framfærslu, einnig veljum við okkur bíl á netinu. Krakkarnir sjá fyrir sér afborgunina og bens- ínið en hafa ekki pælt í hvað trygg- ingar kosta, skoðun, bifreiðagjöld, dekk, rúðuþurrkur og smurning og fleira sem tilheyrir rekstri bíls,“ lýsir hún og segir frá öðru dæmi sem kom unga fólkinu á óvart. „Við ímynduðum okkur að krakkarnir væru á leið í skólann og það helltist eitthvað ógeð yfir þá þannig að allt eyðilegðist sem þeir væru í og með, en þeir slyppu sjálf- ir óskaddaðir. Þeir áttu að gera bréf til tryggingafélags um tjónið og voru í sjokki yfir því hversu hár sá reikningur var. Þeir eru með iPhone, vasareikni, úr, skólatöskur, skólabækur, eyrnalokka og í úlpum sem kosta tugi þúsunda – jafnvel með iPad í töskunni. Meðalverð á útbúnaði nemanda var 200 þúsund eins og hann labbaði út í skóla.“ Fleira tengir Edda daglega lífinu í kennslustundum til að efla kostn- aðarvitund nemenda. Til dæmis hvað þeir eyða yfir árið í æfing- argjöld, innkaup fyrir skólann, keppnisferðir, píanótíma, vasapen- inga, klippingar, fatnað, símagjöld, strætókort og fleira. „Ég man eftir einum nemanda sem sagði þegar hann labbaði út: „Vá, að hún mamma skuli ekki vera búin að henda mér að heiman.“ Þeir voru svo hissa á hvað þetta voru háar fjárhæðir.“ gun@frettabladid.is Dæmi tekin úr daglega lífi nu Samningur um aðgerðir til að efl a fj ármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum var nýlega undirritaður af menntamálaráðherra og for- manni samtaka fj ármálafyrirtækja. Tveir framhaldsskólar og fj órir grunnskólar voru valdir til tilraunakennslu í byrjun. Hagaskóli var einn þeirra en hann hefur haft fj ármálafræði sem valgrein síðustu þrjú ár. Það er Edda Kristín Hauksdóttir sem kennir hana. VIÐ KENNSLU Edda útskýrir persónuafslátt og skattaþrep fyrir nemendum sínum í fjármálafræði í Hagaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GLÓEY ÞÓRA EYJÓLFSDÓTTIR Ég valdi fjármálafræði af því mig langaði að hafa einhverja vitneskju um bílakaup, laun, skatta og annað. Vinna í fjármálageiranum er ekki markmið en vel hugsanleg. ANNA RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR Það er gott að kunna eitthvað um fjármál í framtíðinni og mér finnst ég hafa lært heilmikið. Ég er mjög ánægð með þetta fag og finnst það skemmtilegt. BJARNI ÓLAFSSON Ég prufaði fjármálafræðslu í 9. bekk og hafði áhuga á að byggja ofan á það. Mér finnst mikilvægt og hagnýtt að kunna á svona hluti fyrir fram- tíðina. VALTÝR ÖRN KJARTANSSON Það er alltaf verið að fjalla um fjár- mál í fjölmiðlum og mig langaði að skilja þau betur. Ég byrjaði að vinna á síðasta ári og finnst betra að vita eitthvað um skattamál. Nemendur hafa orðið GUÐRÚN BERGMANN fjallar um ótal náttúrulegar leiðir til að öðlast stinna og ferska húð og unglegra útlit. Hún fjallar að hluta um þetta í bók sinni UNG Á ÖLLUM ALDRI, en það eru fleiri leyndarmál sem vert er að kynna sér. Fimmtudaginn 31. janúar Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl. 18:30 - 21:00. Námsgögn með víðtækum upplýsingum innifalin. Verð 4.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning á ung@gudrunbergmann.is og www.ungaollumaldri.is Guðrún Bergmann hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða, og skrifað bækur um bæði heilsu, náttúrulækningar og umhverfisvitund Á námskeiðinu verður farið yfir: • Hvað húðin í andlitinu segir þér um heilsufar líkamans • Hvað hægt er að gera til að örva húðina og draga úr hrukkumyndun án hjálpartækja eða krema sem innihalda skaðleg aukaefni • Hvaða bætiefni styrkja og gera húðina stinnari Betri hú› – unglegra útlit

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.