Fréttablaðið - 24.01.2013, Side 50

Fréttablaðið - 24.01.2013, Side 50
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur slegið í gegn eftir að heimildarmynd- in Searching For Sugarman var frumsýnd á síðasta ári. Hinn sjötugi Rodriguez hefur verið kallaður „mesta tónlistar- átrúnaðargoð áttunda áratugarins sem aldrei varð frægt“. Núna eftir sýningu þessarar verðlaunuðu myndar, sem var nýlega tilnefnd til Óskarsverðlaunanna, virðist sem hans tími í sviðsljósinu hafi loksins runnið upp. Hann er bókaður á tónleikum á „heimavelli“ sínum í Suður-Afr- íku, Ástralíu og Bandaríkjunum á næstu mánuðum og í sumar spil- ar hann á hátíðunum Glastonbury, Coachella og Primavera. Einnig spilar hann í hinni virtu tónleika- höll Royal Albert Hall í London. Í nóvember spilaði hann þrettán sinnum fyrir fullu húsi, þrjú þús- und manns, í Bretlandi og nýtur því greinilega mikilla vinsælda þar. Þegar upptökustjórar sáu Rodriguez spila á bar í Detroit seint á sjöunda áratugnum héldu þeir að þeir hefðu uppgötvað hinn nýja Bob Dylan. Tónlistin var af þjóðlagaætt með sækadelískum undirtón og innihaldsríkum, and- félagslegum textum um veru- leikann í Detroit. Einhverra hluta vegna var bandarískur almenningur ekki sammála. Fyrsta plata þessa Bandaríkjamanns sem er af mexíkóskum uppruna, Cold Fact, fékk mjög góða dóma og einnig sú næsta, Coming To Reality, en sárafáir keyptu þær. Rodriguez hvarf sjónum og orðrómur var lengi uppi um að hann hefði fram- ið sjálfsvíg uppi á sviði. Eftir að sjóræningjaútgáfa af Cold Fact komst til Suður-Afr- íku varð hún ekki bara svakalega vinsæl, heldur varð hún óopinber biblía ungra mótmælenda gegn aðskilnaðarstefnunni. En það var ekki fyrr en tveir aðdáendur Rodriguez, Stephen „Sugar“ Segerman og Craig Bart- holomew, komust að því að hann væri enn á lífi og ætti heima í Detroit án þess að hafa hugmynd um að litið væri á hann sem goð- sögn í Suður-Afríku, að boltinn fór að rúlla. Það eru ekki bara vel samin lög og textar Rodriguez í bland við Öskubuskusögu hans sem hafa heillað fólk eftir að myndin kom út. Hógværð hans og það hversu laus hann er við alla tilgerð hefur fallið í kramið því þessir mann- kostir eru óvenjulegir í tónlistar- bransanum. freyr@frettabladid.is Það hafa orðið miklar breytingar á plötusölu í heiminum síðustu ár. Bæði hefur niðurhal aukist á kostnað tónlistar á föstu formi og eins taka netrisar eins og Amazon til sín stöðugt stærri hluta af því sem selst af geisladiskum og vínyl. Í síðustu viku bárust þær fréttir að HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi væri komin í greiðslu- stöðvun. HMV, sem rekur 223 verslanir og er með um 4.000 manns í vinnu, er síð- asta plötubúðakeðjan sem eftir er á Bretlands eyjum. Tower Records, Virgin Megastore, Our Price, Zavvi og allar hinar eru löngu horfnar af sjónarsviðinu. HMV-búðirnar hafa verið með 38% markaðshlutdeild í sölu á tónlist á föstu formi í Bretlandi og um 27% af sölu á DVD-diskum, en samt hefur reksturinn ekki gengið sem skyldi og salan fyrir síðustu jól var langt undir væntingum. Flaggskip HMV er verslunin á Oxford Street númer 150 í London sem er stærsta plötubúð heims. Fréttirnar af vandræðum HMV fengu mikil viðbrögð. Fyrsta HMV-plötu- búðin var opnuð árið 1921, þannig að tónlistarunnendur í Bretlandi eru aldir upp með þeim. Flestir hörmuðu fréttirnar, ekki síst plötuútgefendur, en sumir sáu samt í þessu aukna möguleika fyrir sjálfstæðu plötubúðirnar. Þær bjóða upp á persónulegri þjónustu og eiga auðveldara með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hlutdeild HMV í sölu á vínylplötum er t.d. mun lægri en í sölu á geisladiskum, sem segir sitt. Á þriðjudag bárust hins vegar þær fréttir að Hilco-fyrirtækið, sem sérhæfir sig í endurskipulagningu fyrirtækja sem komin eru í þrot, væri að landa samningi um kaup á HMV. Hilco keypti HMV-keðjuna í Kanada og rekur með ágætum árangri. Talið er að Hilco fái HMV á góðu verði þar sem útgefendur á tónlist og kvikmyndaefni eru tilbúnir að ganga mjög langt til þess að halda keðjunni á lífi. Áfram sviptingar í plötusölu TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson SLAPP FYRIR HORN HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi verður opin áfram. Jussanam– Rio/Reykjavík Sin Fang– Flowers Anna von Hausswolff - Ceremony Í spilaranum Mögnuð endurkoma hjá Sixto Rodriguez Hinn sjötugi Rodriguez er á allra vörum eft ir myndina Searching For Sugarman. SIXTO RODRIGUEZ Bandaríski tónlistarmaðurinn hefur heldur betur slegið í gegn upp á síðkastið. NORDIPCHOTOS/GETTY Heimildarmyndin Searching For Sugarman í leikstjórn Svíans Malik Bendjelloul var bæði tilnefnd til og vann fjölda verðlauna á síðasta ári. Hún hlaut tvenn verðlaun á Sundance- hátíðinni, lenti í öðru sæti hjá áhorfendum á Tribeca-hátíðinni, var valin besta heim- ildarmyndin hjá National Board of Review í Bandaríkjunum og hlaut áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles. Á þessu ári hefur hún verið tilnefnd bæði til bresku BAFTA- og Óskarsverðlaunanna sem besta heimildarmyndin. Margverðlaunuð heimildarmynd Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Valdimar Yfir borgina 2 Moses Hightower Háa C 3 Ásgeir Trausti Nýfallið regn 4 Labrinth / Emeli Sandé Beneath You’re Beautiful 5 Retro Stefson Julia 6 Jónas Sigurðsson Hafið er svart 7 Blaz Roca / Ásgeir Trausti Hvítir skór 8 Ed Sheeran Give Me Love 9 Bruno Mars Locked Out of Heaven 10 Pink Try Sæti Flytjandi Plata 1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 2 Retro Stefson Retro Stefson 3 Valdimar Um stund 4 Hjaltalín Enter 4 5 Dimma Myrkraverk 6 Of Monsters And Men My Head Is an Animal 7 Moses Hightower Önnur Mósebók 8 Jónas Sigurðsson Þar sem himin ber við haf 9 Raggi Bjarna Dúettar 10 Ýmsir Minning.tónl. um Ellý Vilhjálms 17.1.2013 ➜ 23.1.2013 ÁSGEIR TRAUSTIHLJÓMSVEITIN VALDIMAR Miðasala opin alla virka daga kl. 12 – 17 í síma 5700 400. 24. janúar kl. 20.30 PÁLL ÓSKAR – Uppselt 31. janúar kl. 20.30 HELGI BJÖRNSSON – Ósóttar pantanir farnar í sölu 6. febrúar kl. 20.30 EIVÖR PÁLSDÓTTIR – Uppselt 21. febrúar kl. 20.30 BJÖRGVIN HALLDÓRSSON – Uppselt 7. mars kl. 20.30 ANDREA GYLFADÓTTIR 21. mars kl. 20.30 DIDDÚ Miðaverð 3.300 kr. -hljómar vel Spjalltónleikar án hliðstæðu Jón Ólafsson tekur á móti okkar fremsta tónlistarfólki AF FINGRUM FRAM www.Salurinn.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.