Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 54
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 Aðeins 9% af þeim leikstjórum sem áttu 250 tekjuhæstu bíómynd- irnar í Hollywood árið 2012 voru konur. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Rannsóknarmið- stöð kvenna í sjónvarpi og kvik- myndum í Bandaríkjunum gerði. Þrátt fyrir þessa lágu prósentu- tölu jókst fjöldi kvenna um 4% frá árinu á undan. Ef teknir eru saman allir leikstjórar, framleið- endur, handritshöfundar, kvik- myndatökumenn og klipparar var fjöldi kvenna 18%. Í könnuninni kom einnig fram að konur væru líklegri til að vinna við heimildar- myndir, dramamyndir og teikni- myndir. Konur aðeins 9% leikstjóra KVENKYNS LEIKSTJÓRI Leikstjóri hinnar vinsælu Zero Dark Thirty er Kathryn Bigelow. Angelina Jolie segir að fyrsta ferðin sín til Afríku fyrir Samein- uðu þjóðirnar hafi breytt lífi sínu. Tilfinningarnar báru hana ofurliði vegna þeirra bágbornu aðstæðna sem hún varð vitni að. Henni var ráðlagt að skrá líðan sína í dag- bók til að hjálpa sér að vinna úr því sem hún sá. Leikkonan segir þessa reynslu hafa breytt sér. „Ég veit að ég opnaði mig og vildi læra meira um heiminn og um annað fólk og hvað er að gerast í kring- um mig. Þannig að ég breyttist,“ sagði Jolie, sem er núna góðgerð- arfulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Fyrsta ferðin breytti lífi nu ANGELINA JOLIE Fyrsta ferðin hennar til Afríku breytti lífi hennar. NORDICPHOTOS/GETTY Jennifer Lopez þakkar kær- asta sínum, dansaranum Casper Smart, fyrir að hafa stutt sig í gegnum skilnað í nýju viðtali við tímaritið People. Töluverður ald- ursmunur er á parinu, en Smart er átján árum yngri en Lopez. „Ég var nýkomin úr stórum, erfiðum skilnaði og hann hjálpaði mér að verða heil aftur. Hann hefur verið til staðar fyrir mig þegar ég þarf á að halda,“ sagði Lopez í viðtal- inu. Hún segist meðvituð um hið stóra aldursbil sem sé á milli hennar og Smart, en að það íþyngi henni ekki. „Við erum ánægð þessa stundina. Við gerum hvort annað hamingjusamt.“ Hamingjusöm með Smart JENNIFER LOPEZ Þriðja plata elektrósveitarinnar Bloodgroup kemur út 4. febrúar og heitir Tracing Echoes. Fyrsta smáskífulagið, Fall, hefur hljómað í útvarpinu undanfarið. Það fékk á dögun- um umfjöllun hjá enska blaðinu Guardian. „Hljómsveitin nær að aðskilja sig frá áhrifa- völdum sínum með stórum poppmelódíum sínum. Þrátt fyrir alla tilraunakenndu hljóm- ana og hljóðgervlahávaðann er það hið æðis- lega viðlag sem gerir gæfumuninn í laginu,“ sagði gagnrýnandinn. Tracing Echoes kemur út hjá Kölska á Íslandi en erlendis á vegum AdP, sem gaf einnig út síðustu plötu sveitarinnar Dry Land, og Sugarcane Recordings, sem er með David Lynch, Hot Chip og Hercules & Love Affair á sínum snærum. Forsala á plötunni verður á Tónlist.is frá og með 31. janúar. Einnig verður hægt að hlýða á plötuna í hlustunarpartíi á hár- greiðslustofunni Sjoppunni annað kvöld klukkan 21. Bloodgroup gerði nýverið samning við umboðsskrifstofuna Projekta og heldur í tónleikaferð um Evrópu stuttu eftir útgáfu Tracing Echoes sem verður nánar tilkynnt um síðar. Það stefnir því allt í annasamt ár hjá sveitinni. Bloodgroup á leiðinni með glænýja plötu Elektrósveitin Bloodgroup gefur út sína þriðju plötu, Tracing Echoes, í byrjun næsta mánaðar. NÝ PLATA Bloodgroup gefur út nýja plötu 4. febrúar sem heitir Tracing Echoes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.