Fréttablaðið - 24.01.2013, Qupperneq 58
8 LIÐA ÚRSLIT
Rússland - Slóvenía 27-28 (13-14)
Þýskaland - Spánn 24-28 (14-12)
Danmörk - Ungverjaland 28-26 (18-11)
Frakkland - Króatía 23-30 (12-13)
UNDANÚRSLIT Á MORGUN
Slóvenía - Spánn kl. 17.15
Danmörk - Króatía kl. 20.30
ÚRSLIT
DOMINOS-DEILD KVENNA
Grindavík - Snæfell 71-76 (30-32)
Grindavík: Crystal Smith 27/6 fráköst, Petrúnella
Skúladóttir 22/7 fráköst, Helga Rut Hallgríms-
dóttir 7/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat
6, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 3, Harpa Rakel
Hallgrímsdóttir 2, Berglind Anna Magnúsdóttir 2,
Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2.
Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/10
fráköst, Kieraah Marlow 18/13 fráköst, Hildur
Sigurðardóttir 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Helga
Hjördís Björgvinsdóttir 8/10 fráköst, Berglind
Gunnarsdóttir 6, Rósa Indriðadóttir 3, Alda Leif
Jónsdóttir 3/4 fráköst.
Keflavík - Njarðvík 99-83 (37-51)
Keflavík: Jessica Ann Jenkins 33/7 fráköst, Sara
Rún Hinriksdóttir 17/12 fráköst/3 varin skot, Birna
Ingibjörg Valgarðsdóttir 16/8 fráköst/5 stolnir,
Pálína Gunnlaugsdóttir 14/5 fráköst/9 stoðsend-
ingar/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 11,
Bryndís Guðmundsdóttir 4/10 fráköst, Telma Lind
Ásgeirsdóttir 2, Sandra Lind Þrastardóttir 2.
Njarðvík: Lele Hardy 39/24 fráköst/8 stoðsending-
ar, Erna Hákonardóttir 9, Svava Ósk Stefánsdóttir
8/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7, Salbjörg
Sævarsdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Eva
Rós Guðmundsdóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir
3, Ásdís Vala Freysdóttir 2.
Haukar - Valur 61-66 (34-34)
Haukar: Siarre Evans 19/16 fráköst/8 stoðsend-
ingar, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 19/5 fráköst,
María Lind Sigurðardóttir 8/4 fráköst, Gunnhildur
Gunnarsdóttir 7/4 fráköst/6 stolnir, Auður Íris
Ólafsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Dag-
björt Samúelsdóttir 2.
Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 25/6 fráköst/5
stoðsendingar, Jaleesa Butler 15/11 fráköst/4
varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 13/7 fráköst/10
stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 6/4 fráköst,
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5/10 fráköst, Sóllilja
Bjarnadóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 0/8 fráköst.
KR - Fjölnir 74-69 (32-34)
KR: Shannon McCallum 43/14 fráköst/5 stolnir/5
varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17/11
fráköst/6 stoðsendingar, Björg Guðrún Einars-
dóttir 7, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3/12 fráköst,
Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Helga Einarsdóttir
2/7 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 0/4 fráköst.
Fjölnir: Britney Jones 28/7 fráköst/6 stoðsend-
ingar, Bergdís Ragnarsdóttir 19/14 fráköst,
Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 8, Fanney Lind
Guðmundsdóttir 5/10 fráköst/4 varin skot, Eyrún
Líf Sigurðardóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir
3/12 fráköst/4 varin skot, Eva María Emilsdóttir
2/5 fráköst.
SÍMABIKAR KVENNA
Fylkir - FH 17-28 (8-12)
Fjölnir - Selfoss 20-29 (11-13)
Stefanía Ósk Sigurjónasdóttir 9– Hildur Einars-
dóttir 7, Kristrún Steinþórsdóttir 5.
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Arsenal - West Ham 5-1
0-1 Jack Colilson (18.), 1-1 Lukas Podolski (22.),
2-1 Olivier Giroud (47.), 3-1 Santi Cazorla (53.),
4-1 Theo Walcott (54.), 5-1 Olivier Giroud (57.).
ENSKI DEILDABIKARINN
Swansea - Chelsea 0-0
Swansea vann samanlagt, 2-0, og mætir Bradford
í úrslitaleik keppninnar í næsta mánuði.
TENNIS Fyrsti vísir að kynslóðaskiptum
meðal tenniskvenna gerði vart við sig á
Opna ástralska meistaramótinu er hin nítján
ára Sloane Stephens frá Bandaríkjunum sló
Serenu Williams úr leik í fjórðungsúrslitum, 2-1.
Williams hefur borið höfuð og herðar yfir
stöllur sínar að undanförnu og vann tvö síð-
ustu stórmót síðasta árs auk gullverðlauna
á Ólympíuleikunum. Þess ber þó að geta að
hún hefur verið að glíma við meiðsli í baki og
ökkla en úrslitin þóttu samt koma á óvart.
Stephens mun sennilega komast í hóp 20
efstu á heimslistanum innan skamms en hún
var að spila í fyrsta sinn í fjórðungsúrslitum
stórmóts. - esá
Táningur sá við Serenu
KÖRFUBOLTI Magnús Þór Gunnars-
son stórskytta út Keflavík, stund-
um kallaður Maggi Gun, stóð ekki
undir nafni fyrstu tvo mánuði
tímabilsins enda ískaldur fyrir
utan þriggja stiga línuna.
„Tímabilið byrjaði ömurlega
hjá mér. Ég handarbrotnaði rétt
fyrir mót og það var eiginlega allt
í volli hjá mér. Það var ekki rosa-
lega mikill áhugi hjá mér og ég var
bara leiður,“ segir Magnús Þór en
nú er aðra sögu að segja af kapp-
anum og Keflavíkurliðinu sem er
líklegt til afreka það sem eftir lifir
tímabilsins.
Keflvíkingar töpuðu fyrstu
fimm leikjum tímabilsins og
Magnús klikkaði á 32 af 42 þriggja
stiga skotum sínum í þessum leikj-
um. Lágpunktur var þó örugglega
í tveggja stiga tapi á heimavelli á
móti KR þar sem hann klikkaði á
öllum sjö skotum sínum og skoraði
hvorki stig né gaf stoðsendingu á
31 mínútu.
Nú skal ég byrja tímabilið mitt
„Síðan lentum við á móti KR í
32-liða úrslitum bikarsins. Þá
sagði ég við Sigga Ingimundar
þjálfara: Nú skal ég byrja tímabil-
ið mitt,“ segir Magnús sem skor-
aði 27 stig og sjö þrista í leiknum.
Magnús hefur hækkað meðalskor
sitt úr 8,6 stigum í leik í október
og nóvember upp í 20,4 stig í leik í
desember og janúar.
„Það höfðu allir áhyggjur af mér
en ég vissi alveg sjálfur að ég ætti
að koma til baka. Þetta ræðst allt
saman í febrúar og síðan í apríl
eða maí. Það var því alveg nóg
eftir af tímabilinu. Ef maður hefði
gefist upp þá væri maður ekkert
í þessu lengur. Maður er aðeins
sterkari en þetta,“ segir Magn-
ús en hann fékk líka góða hjálp á
„heimavelli“.
Pálína á fimmtíu prósent í þessu
„Ég á svo rosalega skemmtilega
kærustu og hún hjálpaði mér heil-
mikið. Við fórum bara í gegnum
þetta og ég er kominn í fínt form
núna og á bara eftir að verða betri
og betri þegar líður að úrslita-
keppni. Eigum við ekki að segja
að Pálína eigi fimmtíu prósent í
þessu. Við Pálína tókum til hausn-
um á mér og þá fór maður að
hitta,“ sagði Magnús um þátt kær-
ustu sinnar, Pálína Gunnlaugsdótt-
ur, í endurkomu sinni.
Komnir með Keflavíkurkana
Keflvíkingar hafa tvisvar sinnum
þurft að skipta um Bandaríkja-
mann í vetur en Magnús er ánægð-
ur með þann nýjasta, Billy Bapt-
ist. Keflavík hefur unnið alla fjóra
leiki sína frá því að hann mætti
fyrst í Toyota-höllina.
„Við erum núna komnir með
liðið sem við ætluðum að vera
með. Við skiptum um tvo Kana
og það hefur alltaf áhrif líka. Nú
erum við komnir með mann sem
er svona Keflavíkurkani. Hann er
með rétta viðhorfið, stæla og hefur
mikið sjálfsálit,“ segir Magnús
sem gerir sér líka grein fyrir mik-
ilvægi sínu.
„Ef ég spila eins og maður þá
spilar liðið betur því það smitar
út frá sér. Nú eru bara allir glað-
ir og hoppandi hamingja,“ segir
Magnús og bætir við: „Við erum
með hörku lið og stefnum á að
vinna þennan titil. Eins og liðið hjá
okkur er í dag þá eigum við hörku-
góða möguleika,“ sagði Magnús að
lokum. ooj@frettabladid.is
Við Pálína tókum til í
hausnum á mér
Magnús Þór Gunnarsson hefur sýnt á sér tvær hliðar í vetur. Hann var „ömurlegur“ eins og hann segir
sjálfur í október og nóvember en tímabilið hans byrjaði að eigin sögn í fyrsta leik desembermánaðar.
Magnús Þór Gunnarsson vann þriggja stiga skotkeppni
Stjörnuleiksins um síðustu helgi og var það í þriðja
sinn sem hann vinnur þessa keppni. Magnús vann hana
einnig árin 2005 og 2010 og er fyrstur í 25 ára sögu
Stjörnuleiks KKÍ til að vera þrisvar sinnum þriggja
stiga kóngur. Þekktar stórskyttur eins og Valur
Ingimundarson (1989, 1990), Brenton Birmingham
(2001, 2002), Teitur Örlygsson (1996, 2000), Jeb
Ivey (2004, 2006) og Guðjón Skúlason höfðu allir
unnið þriggja stiga keppni Stjörnuleiksins tvisvar
sinnum.
„Ég var alveg búinn að ákveða það að vinna
þessa þriggja stiga keppni og þannig fór það
bara,“ svaraði Magnús spurður um sigurinn í
þriggja stiga keppninni um síðustu helgi.
Fyrstur til að vinna þrisvar sinnum
Tvær hliðar á
Magga Gun í vetur
8 LEIKIR Í OKTÓBER OG NÓVEMB.
Stig í leik 8,6
3ja stiga körfur í leik 1,9
Þriggja stiga skotnýting 21,4 prósent
Plús og mínus þegar hann er inn á -8
5 LEIKIR Í DESEMBER OG JANÚAR
Stig í leik 20,4
3ja stiga körfur í leik 3,8
Þriggja stiga skotnýting 37,3 prósent
Plús og mínus þegar hann er inn á +39
- Aðeins leikir í Domino‘s-deild karla.
BARDAGAÍÞRÓTTIR Gunnar Nel-
son fékk í gær nýjan andstæðing
fyrir UFC-bardaga sinn þann
16. febrúar næstkomandi. Justin
Edwards varð að draga sig úr
bardaganum vegna meiðsla og
mætir Gunnar nú Jorge Santiago
frá Mexíkó.
Santiago er 31 árs og hóf UFC-
feril sinn árið 2006. Hann á að
baki 35 bardaga og vann tíu
þeirra. Hann þykir erfiðari and-
stæðingur en Edwards. - esá
Gunnar mætir
Santiago HANDBOLTI Fjórðungsúrslitin fóru
fram á HM í handbolta á Spáni í
gær. Balkansskagaþjóðirnar Sló-
venía og Króatía unnu stærstu
sigrana en þar að auki komust
Danir og Spánverjar áfram í und-
anúrslitin.
Króatía gerði sér lítið fyrir og
lagði ríkjandi heims- og Ólympíu-
meistara Frakklands í lokaleik
dagsins, 30-23. Króatía byrjaði
betur í leiknum og hélt forystunni
allan leikinn, þó svo að Frakk-
ar hafi aldrei verið langt undan.
Króatar náðu þó að auka forystu
sína jafnt og þétt á lokamínútun-
um og fögnuðu þeir afar sætum
sigri í leikslok.
Slóvenía komst í undanúrslit á
HM í fyrsta sinn í sögu þjóðar-
innar með góðum sigri á Rúss-
landi. Slóvenar mæta gestgjöfum
Spánar sem unnu sigur á seigum
Þjóðverjum, 28-24.
Danir höfðu að síðustu betur
gegn Ungverjum og munaði
mestu um frábæran fyrri hálf-
leik. Ungverjar náðu að minnka
muninn í eitt mark í síðari hálf-
leik en nær komst liðið ekki.
Frakkland úr leik á HM
SPORT