Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 62
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 DRYKKURINN Stephan Stephensen, meðlimur hljómsveitanna GusGus og Gluteus Maximus, er mikill skútuáhuga- maður og á hlut í þremur skútum. Ein þeirra er staðsett á Íslandi en hinar erlendis. Spurður út í skútuáhuga sinn segir Stephan, öðru nafni President Bongó, áhugann hafa fæðst yfir einkar saklausum kvöldverði í New York fyrir átta til tíu árum. „Áhug- inn á siglingum fæddist hins vegar á seglbáti milli Ibiza og Formentera þegar ég var tólf ára og fékk kusk í augað. Það var fjarlægt með hús- ráði kapteinsins en framkvæmt af sætri stelpu og sleikt úr. Et voilá.“ Stephan er með fullgild rétt- indi til að sigla allt að 24 metra langri skútu og að sjálfsögðu til að halda teiti um borð í hverri höfn. „Við Gluteus-menn hljótum að taka sjóleiðina á Sónar í Barselóna í sumar,“ segir hann en tvíeykinu hefur verið boðið að spila á hátíð- inni í júní ásamt fleiri Íslendingum. Hvernig er tilfinningin að sigla um á skútu? „Að sigla á rúmsjó án þess að sjá land er tilfinning sem allir ættu að upplifa, helst undir seglum. Þetta er frelsi sem á sér fáar hliðstæður. Vindurinn, sjór- inn og söngur bátsins er eina tón- listin sem maður þarf á að halda í siglingum.“ Aðspurður segir hann Sónar- hátíðina í Reykjavík, sem verður haldin um miðjan febrúar, leggj- ast vel í sig. „Bæði GusGus og Glu- teus Maximus spila og það verður einkar gaman að fá að taka þátt með þeim báðum. Það er nefnilega ekkert sjálfsagt í þeim efnum því yfirstjórnin í Katalóníu hélt fast um valdtauminn.“ - fb Bongó á hlut í þremur skútum President Bongó er mikill skútuáhugamaður og hefur siglt um heimsins höf. VIÐ ÞERNEY President Bongó siglir um á skútunni sinni við Þerney. Hann segir mikið frelsi felast í skútusiglingum. Hinn vinsæli danski raftónlistar- maður og plötusnúður Trentemöll- er spilar á Sónar-hátíðinni í Hörpu um miðjan febrúar. Trentemöller hefur á ferli sínum endurhljóðblandað lög fyrir Moby, Pet Shop Boys og The Knife með góðum árangri. Hann hefur gefið út tvær plötur og kom sú síðasta, Into the Great Wide Yonder, út fyrir þremur árum. Trentemöller hefur nokkrum sinnum áður sótt Ísland heim og m.a. spilað á Air- waves-hátíðinni. Enska elektrósveitin LFO spil- ar einnig á Sónar. Hún er á mála hjá útgáfunni Warp og hefur verið starfrækt í áratug. Hljómsveitin gerði eitt sinn endurhljóðbland- aða útgáfu af lagi Bjarkar, Hyper- ballad. Endanleg dagskrá Sónar-hátíð- arinnar er þar með tilbúin. James Blake, Squarepusher, Mode- selektor, Kasper Björke, Pachanga Boys, Ásgeir Trausti, Mugison, GusGus og Retro Stefson koma einnig fram á hátíðinni ásamt fjölda annarra flytjenda. Samtals koma fimmtíu lista- menn fram í Hörpu 15. og 16. febrúar. Dagskráin hefst báða dag- ana klukkan 18 og stendur yfir til þrjú um nóttina. - fb Trentemöller spilar á Sónar-hátíð Danski plötusnúðurinn Trentemöller þeytir skífum í Hörpu um miðjan febrúar. Sólstafir spilar á sínum fyrstu tónleikum undir eigin formerkjum í tæpt ár á Gamla Gauknum á laugardagskvöld. Þetta verða einnig síð- ustu tónleikar rokksveitarinnar áður en hún fer í Evróputúr. Vinna við næstu plötu er sömuleiðis í fullum gangi. „Við verðum á flakki um Evrópu mestallt árið. Svona hefur þetta verið síðastliðin ár en þó aukist með ári hverju,“ segir gítarleikarinn Sæþór Maríus. Síðustu tónleikar Sólstafa erlendis voru á skemmti- ferðaskipi sem sigldi frá Miami til Bahamaeyja. „Það var mikið ævin- týri og ólíkt því sem við erum vanir,“ segir hann. „Við spiluðum á sundlaugadekkinu í glampandi sól. Fólk var þarna að „headbanga“ í heita pottinum og fá sér sundsprett.“ Þeir síðustu fyrir Evróputúr SÓLSTAFIR Rokkararnir spila á Gamla Gauknum á laugardagskvöld. Á SÓNAR Trentemöller spilar á sónar- hátíðinni um miðjan febrúar. „Það er bjór en ég á enga uppá- haldstegund. Ég er svo mikill sveitamaður að ég drekk bara það sem er í boði.“ Grímur Hákonarson leikstjóri. „Það má segja að ég byrji á toppn- um enda er þetta draumur að ræt- ast,“ segir kvikmyndagerðarmað- urinn Gestur Valur Svansson sem hefur selt sína fyrstu bíómynd í fullri lengd til Hollywood. Það er enginn annar en gaman- leikarinn Adam Sandler sem keypti handritið af Gesti en samningar voru undirritaðir í gær. Myndin ber vinnuheitið The Last Orgasm, en samkvæmt samningum má Gestur ekki tjá sig nánar um sögu- þráð myndarinnar. Hann náði fyrst sambandi við Sandler fyrir þremur árum. „Til að gera langa sögu stutta þá komst ég yfir tölvupóstfang- ið hans Sandlers gegnum þriðja aðila árið 2010 og við byrjuðum að standa í tölvupóstsamskiptum,“ segir Gestur. Hann hitti svo leikar- ann er hann var í Los Angeles vorið 2010 að heimsækja vin sinn, danska leikarann Casper Christensen úr Klovn-þáttunum. „Ég fór á fund- inn ásamt Casper, en báðir vorum við með þrjár hugmyndir hvor til að kynna fyrir Sandler. Sá fundur gekk ágætlega en honum leist best á eina hugmynd hjá mér sem hann bað mig um að þróa áfram.“ Gestur þróaði hugmyndina með- fram öðrum verkefnum og fékk svo póst frá Sandler í haust. „Hann spurði hvernig gengi og ég bara dreif mig í að klára og sendi svo- kallaða handritsbók, eða 15 til 20 blaðsíðna handrit, til hans. Ég fékk viðbrögð um leið þar sem hann var yfir sig hrifinn og bað mig um að koma strax út,“ segir Gestur sem fór út í byrjun desember þar sem samningar voru teiknaðir upp. Gestur sér sjálfur um að skrifa handritið ásamt einhverjum með- höfundum frá Hollywood, svo hann mun sitja sveittur við lyklaborðið næstu mánuði. Gestur hefur feng- ið vinnuaðstöðu hjá Casper í Kaup- mannahöfn. „Ég er með svo mikinn athyglisbrest að ég verð að vinna eftir markvissu plani og láta halda mér við efnið. Ég er mjög sáttur við samninginn og mitt hlutfall þó að ég vilji ekki nefna neinar upphæð- ir. Aðalatriðið er að myndin falli í góðan jarðveg, enda er þetta gríð- arlegt tækifæri fyrir mig að kom- ast að í þessum stóra kvikmynda- heimi,“ segir Gestur. Hann sér þó ekki fyrir sér að setjast að í Holly- wood í framhaldinu. „Nei, það er alltof stórt og mikið. Í mesta lagi myndi ég flytja til Danmerkur.“ alfrun@frettabladid.is Seldi Adam Sandler handrit að bíómynd Kvikmyndagerðarmaðurinn Gestur Valur Svansson hefur selt leikaranum Adam Sandler handrit sitt að kvikmynd. Samningar voru undirritaðir í gær og Gestur Valur er mjög sáttur með sinn hlut. Þetta er hans fyrsta bíómynd í fullri lengd. DRAUMUR AÐ RÆTAST Adam Sandler hefur keypt kvikmyndahandrit Gests Vals Svanssonar en samningar voru undirritaðir í gær. Vinnuheiti myndarinnar er The Last Orgasm og er fyrsta kvikmynd Gests í fullri lengd. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ Adam Sandler er leikari, handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi. ■ Best þekktur fyrir hlutverk sín í myndunum Billy Ma- dison (1995), Happy Gilmore (1996), The Waterboy (1998), Big Daddy (1999) og Mr. Deeds (2002). ■ Stofnaði framleiðslufyrirtæki sitt Happy Madison árið 1999 og framleiðir meðal annars sjón- varpsþættina Rules of Engagement. ■ Gestur Valur Svansson er best þekktur hér á landi fyrir gamanþættina Tríó sem hann skrifaði, leikstýrði og framleiddi og voru sýndir í Ríkissjónvarpinu 2011. Umfangsmikill Sandler 21.-27. janúar Verðdæmi: 1.390 ALLUR FISKUR Í FISKBORÐI kr .k g . Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Opi ð k l. 7 -18 .15 Lau gar d. 1 0-1 5 Laxaflök marineraður með Lemmon/Butter . . . 1.390 Laxaflök, fersk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390 Þorskhnakkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390 Ýsuflök roðlaus/beinlaus . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390 Löngusteikur marineraðar Indversku karrí . . 1.390 Löngusteikur marineraðar á Gríska vísu . . . . 1.390 Rauðsprettuflök glæný . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390 Allir fiskréttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.