Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 8
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
EFNAHAGSMÁL Íslandsbanki mun á
næstu vikum birta endurútreikn-
ing um sjö þúsund gengislána-
samninga, byggðan á dómi Hæsta-
réttar, og enn fleiri á næstu
mánuðum. Arion banki mun einnig
birta endurútreikning nokkur þús-
und lána á næstu mánuðum sem og
Drómi. Landsbankinn dregur hins
vegar lappirnar og þar hafa aðeins
nokkur hundruð lán verið reiknuð
út, að sögn Helga Hjörvars, for-
manns efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis.
Fulltrúar viðskiptabankanna
þriggja, Dróma og Lýsingar komu
á fund nefndarinnar í gær og fóru
yfir stöðuna í gengislánamálum.
Helgi segir bankana misjafnlega
vel á veg komna.
„Það er sérstakt fagnaðarefni að
Íslandsbanki og Arion hafa geng-
ið mjög rösklega til verks í endur-
útreikningum,“ sagði Helgi. „Þessir
viðskiptabankar telja sig vera í full-
um færum til að endurútreikna og
þurfa ekki frekari dóma til að gera
upp nærfellt 20 þúsund samninga.“
Helgi sagði að Drómi væri sömu-
leiðis að vinna í sínum málum en
öðru máli gegndi með Landsbank-
ann. Það væri áhyggjuefni.
„Eftir stendur það sem vísbend-
ingar voru um hér í nóvember, að
Landsbankinn er varla að hafast
að í þessum málum að heitið geti.
Hann hefur aðeins endurreikn-
að nokkur hundruð samninga, en
bankinn er með tugi þúsunda samn-
inga.“
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, sagði á
fundi nefndarinnar í gær að þvert á
fyrri yfirlýsingar væri ljóst að ekki
kæmi niðurstaða í þessi mál fyrr en
2014. Það skýrðist meðal annars af
því að frumvarp sjálfstæðis manna
um flýtimeðferð í einkamálum
hefði ekki verið samþykkt. Helgi
sagði hins vegar að slík lög hefðu
engu breytt þar sem ekki væri
hægt að taka lögvarða fresti af með
lögum. Hins vegar hefði ekki staðið
á dómstólum að ljúka málum.
kolbeinn@frettabladid.is
SÝRLAND, AP „Það er verið að leggja
Sýrland í rúst, hægt og bítandi,“
segir Lakhdar Brahimi, erindreki
Sameinuðu þjóðanna og Arababanda-
lagsins gagnvart Sýrlandi. „Og með
því að eyðileggja Sýrland er verið að
þröngva þessum heimshluta í afar
slæma stöðu, og ástandið þar skiptir
alla heimsbyggðina miklu máli.“
Hann kennir jafnt stjórnarhernum
sem uppreisnarhernum um og segir
að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
verði nú að þrýsta á báðar fylkingar.
Þær verði að komast að málamiðlun.
Öryggisráðið hefur ekki getað náð
neinu samkomulagi um aðgerðir
gagnvart Sýrlandi. Bæði Rússar og
Kínverjar hafa ítrekað beitt neitunar-
valdi sínu í ráðinu gegn hvers kyns
íhlutun í innanríkis málefni Sýrlands.
Rússneskir ráðamenn eru reynd-
ar komnir á þá skoðun að Bashar
al Assad Sýrlandsforseti hafi gert
mikil mistök með því að ráðast ekki
í umbætur, eins og hann lofaði eftir
að almenningur tók að krefjast þess
snemma árs 2011.
„Líkurnar á því að Assad haldi
velli fara dvínandi með hverjum deg-
inum og hverri vikunni sem líður,“
sagði Dmitrí Medvedev, forsætisráð-
herra Rússlands, í viðtali við CNN.
Brahimi segir nauðsynlegt að ná
samstöðu bæði stjórnar og stjórnar-
andstöðunnar um Genfaráætlunina
frá síðasta sumri, sem Vesturlönd
og Rússland hafa stutt. Samkvæmt
henni ætti bráðabirgðastjórn að taka
við völdum í Sýrlandi, en ágreiningur
hlutverk Assads. Að mati Brahimis
þarf öryggisráðið hins vegar að taka
af skarið nú þegar. - gb
Lakhdar Brahimi segir að bæði Sýrlandsstjórn og stjórnarandstaðan séu að leggja Sýrland í rúst, hægt og bítandi:
Heimsbyggðin þarf að taka af skarið í Sýrlandi
EYÐILEGGING
Ekkert lát er á
átökunum í Sýr-
landi, sem hóf-
ust fyrir nærri
tveimur árum.
NORDICPHOTOS/AFP
Óttast vélhjólaklúbba og Litháa
1 NOREGUR Norska lögreglan telur að hætta muni stafa af vélhjólaklúbbum og gengjum Litháa á næstu árum.
Í frétt á vef norska ríkisútvarpsins er vitnað í skýrslu lögreglunnar þar sem
segir að margir sem tengist vélhjólaklúbbunum séu þekktir afbrotamenn.
Litháískir afbrotamenn eru sagðir vera í flestum lögregluumdæmum Noregs.
Jafnframt er bent á hættuna á að fleiri glæpagengi verði mynduð í Ósló og
öðrum stórum borgum.
Danir breyti væntingum sínum
2 DANMÖRK Danmörk er að breytast og Danir þurfa að breyta væntingum sínum til velferðarkerfisins. Þetta
sagði Margrethe Vestager efnahags- og innanríkisráðherra
í viðtali við danska ríkisútvarpið.
Vestager sér fyrir sér að þjónusta við aldraða verði
metin út frá efnahag þeirra. Efnafólk eigi ekki að fá
greidda heimilishjálp, heldur geti það keypt sér sjálfvirka
ryksugu.
Framhaldsskóli skyldunám
3 SVÍÞJÓÐ Leiðtogar sænskra jafnaðarmanna leggja til að nám á framhalds-skólastigi verði skyldunám.
Í umræðugrein í Dagens Nyheter segja þeir að til þess þurfi auðvitað fé.
Það sé hins vegar dýrara að láta ungmenni vera án vinnu. Leiðtogarnir, Stefán
Löfven og Ibrahim Baylan, vilja jafnframt að meira fé verði varið til lægri
skólastiga, meðal annars til þess að geta haft minni bekki.
Landsbanki langt á
eftir í gengislánum
Endurútreikningur um 20 þúsund gengislána verður birtur á næstu vikum og
mánuðum hjá Íslandsbanka, Arion og Dróma. Vinnan mun skemur komin á veg í
Landsbankanum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir það áhyggjuefni.
Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, hafnar því að
Landsbankinn hafi ekkert aðhafst. „Við gerum nákvæmlega það sem
hæstaréttardómar hafa mælt fyrir um. Meginreglan er sú að okkur ber,
samkvæmt lögum sem Alþingi setti, að endurreikna lán með vöxtum
Seðlabanka. Í undantekningartilfellum ber greinilega að notast við
samnings vexti. Undantekningu ber að túlka þröngt og við erum að bíða
eftir því eins og margoft hefur verið upplýst, að fleiri dómar falli þannig
að mál skýrist betur. Hagsmunir Landsbankans og eigenda hans eru gríðar-
legir í þessu máli og mjög mikilvægt að gera þetta rétt.“
Fylgjum dómum Hæstaréttar
HELGI HJÖRVAR GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
NORÐURLÖND
1
2
3