Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 68
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 52 Leikkonan Liberty Ross hefur sótt um skilnað við leikstjórann Rupert Sanders. Hjónabandið leystist upp í sumar er Sanders viðurkenndi framhjáhald með leikkonunni ungu Kristen Stewart á meðan þau voru við tökur á myndinni Snow White and the Huntsman. Ross og Stewart, sem hafa verið gift í tíu ár og eiga tvö börn saman, hafa reynt að laga hjónabandið í haust en það virðist ekki hafa gengið upp. Sanders ku vera í molum vegna þess enda var hann harður á því að bæta fyrir mistök sín. Sam- kvæmt heimildum US Weekly var Ross of sár og reið yfir svikunum til að fyrirgefa eiginmanni sínum. Sækir um skilnað EIN Á BÁTI Liberty Ross er búin að sækja um skilnað frá eiginmanni sinn til tíu ára, Rupert Sanders. NORDICPHOTOS/GETTY BÍÓ ★★★ ★★ Fáðu já Leikstjóri: Páll Óskar Hjálmtýsson. Handrit: Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Ofsalega verð ég glöð í hjartanu þegar gott fólk gerir góða hluti. Sú var upplifun mín af mynd- inni Fáðu Já. Stuttmyndin Fáðu Já – mörkin milli ofbeldis og kynlífs er leikin mynd fyrir unglinga í grunn- og framhaldsskólum um kynlíf, en sér- staklega hvað sé kynlíf og hvað ofbeldi. Myndin hefur létt yfirbragð en alvarlegan undirtón sem ég tel eiga vel erindi til allra þeirra sem stunda kynlíf eða eru að hugsa um að stunda það. Í myndinni er tekið fram að klám varpi ekki réttu ljósi á kynlíf og þar er ég hjartanlega sammála enda líki ég því gjarnan við Hringa- dróttinssögu. Ég hef það á tilfinningunni að Páll Óskar, leikstjóri og einn handritshöfund- anna, þekki vel unglingshjartað og sé ekki einn af þeim fullorðnu sem hafa gleymt þjáningunni og ringulreiðinni sem getur fylgt fyrstu ástar- samböndunum. Kynlíf er háð samþykki beggja aðila og eina leiðin til að stunda kynlíf með annarri manneskju er með meðvitaðri þátttöku hennar og því að fá já. Í myndinni eru tekin fjöldamörg dæmi, utan kynlífs, þar sem mörkin milli ofbeldis og samþykkis eru skýr og þar ítrekað að kynlíf eigi ekki að vera neitt frábrugðið og þar er ég hjartanlega sammála. Kynlíf á ekkert skylt við ofbeldi og við þurfum að temja okkur að tala saman og spyrja hvert annað hvort allt sé í lagi og geta sagt hvað okkur þyki gott. Ég hef haldið fyrirlestra fyrir fleiri þúsundir unglinga og er það mín faglega, og persónulega, reynsla að þessi mynd muni hitta beint í mark og vonandi opna á samræður sem eru löngu tímabærar. Þá ætti áhorfið ekki að einskorðast við unglinga því margur hefði gott af því að hrista upp í gömlum rótgrónum mýtum tengdum kynlífi og óræðnu látbragði. Góð vísa er aldrei of oft kveð- in. Kynlíf er gott, ofbeldi er það ekki. Það væri ekki vitlaust ef dómarar í kynferðisbrotamálum myndu taka vel eftir því að það má alltaf segja nei, en það virðist vefjast fyrir mörgum við kvaðningu dóma í slíkum málum. Þá myndi ég gjarnan vilja fá menntamála- ráðuneytið til að koma sér upp almennilegri aðgerðaráætlun í kynfræðslu í skólum landsins til að styðja við þær samræður sem þessi mynd opnar. Hún er mikilvægur hlekkur í hugsana- breytingu sem þarf að eiga sér stað, bæði inni á heimilum og í skólum, á milli barna, foreldra, kennara og ráðamanna þjóðarinnar. Til hamingju Palli, Þórdís og Brynhildur, þið stóðuð ykkur vel. Sigríður Dögg Arnardóttir NIÐURSTAÐA: Mikilvægur hlekkur í hugsana- breytingu sem þarf að eiga sér stað. Hrist upp í rótgrónum mýtum FÁÐU JÁ „Myndin hefur létt yfirbragð en alvarlegan undirtón sem ég tel eiga vel erindi til allra þeirra sem stunda kynlíf eða eru að hugsa um að stunda það.“ Noel Gallagher þjáist af eyrna- suði, samkvæmt niðurstöðu lækna. Fyrrverandi gítarleikari Oasis er ekki sá eini sem glímir við þennan kvilla því Chris Martin úr Coldplay og Pete Townsend úr The Who, ásamt fjölda annarra tónlistarmanna, heyra mikið suð í eyrunum þrátt fyrir að þögn sé í kringum þá. „Ég held að þetta sé vegna þess að ég hef spilað á gítar síðustu tuttugu ár. Þetta er saman- safn af mörgum hlutum en ég hef skemmt mér vel á meðan, þannig að ef ég dey úr heila sjúkdómi verður það þess virði,“ sagði Gallagher við Talksport. Noel Gallagher með eyrnasuð NOEL GALLAGHER Gítarleikarinn þjáist af eyrnasuði. NORDICPHOTOS/GETTY Nicole Kidman ætlar aldrei að fá sér bótox aftur. Hin 42 ára leik- kona, sem er gift tónlistarmann- inum Keith Urban, hefur prófað efnið á andlitið á sér en í fram- tíðinni vill hún hafa fulla stjórn á svipbrigðum sínum. „Engin aðgerð fyrir mig. Ég prófaði bótox, því miður, en ég komst út úr því og núna get ég loksins hreyft andlitið á mér aftur,“ sagði hún við La Repubblica. Nýjasta mynd Kid- man er hryllingsmyndin Stoker í leikstjórn Park Chan-wook. Kidman er hætt í bótoxi PRÓFAÐI BÓTOX Kidman mælir ekki með notkun á bótoxi. NORDICPHOTOS/GETTY Django Unchained í leikstjórn Quentins Tarantino hefur hitt rækilega í mark síðan hún var frumsýnd á jóladag í Bandaríkj- unum og Kanada. Hún hefur núna tekið fram úr síðustu mynd hans, Inglourious Basterds, og er orðin tekjuhæsta mynd hans vestanhafs með aðsókn upp á tæpar 150 milljón- ir dollara. Hún hefur einnig verið vinsælasta mynd Íslands síðustu tvær vikur. Tarantino, sem verður fimm- tugur í mars, getur því vel við unað enda hefur hann gert tvær myndir í röð sem hafa farið yfir 100 milljón dollara markið vestanhafs. Aðeins Pulp Fiction hefur einnig náð þessu eftirsótta marki. Fimmtán ár liðu á milli Pulp Fiction og næstu 100 milljón dollara myndar hans, Inglourious Basterds, sem er enn vinsælasta mynd hans á heimsvísu. Reynd- ar er aðeins tímaspursmál er hvenær Django Unchained siglir fram úr henni. Vinsældir Django eru merki- legar miðað við gagnrýnina sem Tarantino hefur fengið fyrir ofbeldið í henni, tíða notkun N- orðsins og hvernig þrælahaldið í Bandaríkjunum er túlkað. Django er dýrasta mynd Tar- antinos og Inglourious Basterds kemur þar á eftir. Báðar hafa þær samt skilað framleiðendum sínum vænum fúlgum fjár. Pulp Fiction er aftur á móti sú Tar- antino-mynd sem hefur skilað mestum hagnaði á ferli hans og ef verðbólga er tekin með í reikn- inginn er hún enn vinsælasta mynd hans með miðasölutekjur upp á 197 milljónir dollara. Death Proof, sem var hluti af bíótvenn- unni Grindhouse, er sú eina sem hefur komið út í tapi. Miðað við peningana sem Tar- antino hefur búið til með síðustu myndum sínum ætti hann að geta gert það sem honum dett- ur í hug er hann hefst handa við sitt næsta verkefni. Það hljóta að teljast góð tíðindi fyrir dyggan aðdáendahóp hans, sem fer sífellt stækkandi. freyr@frettabladid.is Django Unchained orðin tekjuhæsta mynd Tarantinos Hefur tekið fram úr síðustu mynd leikstjórans, Inglorius Basterds, og er vinsælasta myndin á Íslandi. VINSÆLUST Django Unchained er vinsælasta mynd Quentins Tarantino í Norður- Ameríku. ÞRISVAR YFIR 100 MILLJÓNIR Taran- tino hefur þrisvar náð myndum sínum yfir 100 milljón dollara markið. KOM ÚT Í TAPI Death Proof er eina mynd Tarantinos sem hefur komið út í tapi. Miðasölutekjur og kostnaður Miðasölutekjur í Norður- Ameríku í milljónum dollara Django Unchained 146 Inglourious Basterds 120.5 Pulp Fiction 108 Kill Bill 1 70 Kill Bill 2 66 Jackie Brown 39 Grindhouse 25 Reservoir Dogs 2,8 Miðasölutekjur á heimsvísu í milljónum dollara Inglourious Basterds 321,4 Django Unchained 257,7 Pulp Fiction 214 Kill Bill 1 181 Kill Bill 2 152 Jackie Brown 72,6 Grindhouse 25,4 Reservoir Dogs 14,6 Kostnaður Tarantino-myndanna í milljónum dollara Django Unchained 100 Inglourious Basterds 70 Kill Bill 1 og 2 (samtals) 55 Grindhouse 53 Jackie Brown 12 Pulp Fiction 8,5 Reservoir Dogs 1,2 MESTI GRÓÐINN Pulp Fiction hefur grætt mest allra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.