Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 72
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 56
ÍÞRÓTTIR 21 afreksíþróttamaður
fékk í gær úthlutun úr Afrekssjóði
ÍSÍ fyrir árið 2013, þar af fengu
fimm A-styrk. Framlag ríkissjóðs
í Afrekssjóðinn hefur hækkað í 55
milljónir króna en var áður 34,7
milljónir króna. Að auki er Afreks-
sjóður ÍSÍ fjármagnaður með hlut-
deild íþróttahreyfingarinnar í
tekjum Íslenskrar getspár. Gera
má ráð fyrir að það sé um það bil
til jafns við framlag ríkissjóðs.
Stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ ákvað
því að hækka svokallaða A- og B-
styrki um 40 þúsund krónur og C-
styrk um 20 þúsund krónur. Alls
eru fimmtán einstaklingar á slík-
um styrkjum en sex á eingreiðslu-
styrk úr sjóðnum.
Afrekssjóðurinn úthlutar sam-
tals tæplega 72 milljónum króna
og þá mun Styrktarsjóður ungra og
framúrskarandi efnilegra íþrótta-
manna úthluta tíu milljónum í ár.
Þeir íþróttamenn sem fá styrk
úr sjóðnum geta notað hann fyrst
og fremst til að fá endurgreiddan
útlagðan kostnað vegna þátttöku
þeirra á mótum og undirbúningi
vegna þeirra. Styrkurinn er því
ekki ætlaður til daglegrar fram-
færslu íþróttafólksins.
„Styrktarupphæðir hækka nú í
fyrsta sinn um langt skeið,“ sagði
Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, á
blaðamannafundi í Laugardalnum
í gær. „Þetta hljómar ekki eins og
háar fjárhæðir og eru það heldur
ekki. Þær eru aðeins ætlaðar til að
sjá fyrir grunnkostnaði og er ekki
hægt að flokka þetta sem laun.“
Einnig var ákveðið að breyta
áherslum í styrkveitingu og nota
hluta framlagsins til að efla þjón-
ustu fagteymis og fræðslu fyrir
sérsamböndin og íþróttamenn
þeirra. Þannig fara tæpar 64
milljónir beint í afreksstarfið en
átta milljónir til eflingar fræðslu-
og fagteymisvinnu. Þá er einnig
ætlað að efla svokallaðar mæl-
ingar fyrir íþróttamenn, sem eru
meðal annars ætlaðar til að fyrir-
byggja meiðsli og ranga þjálfun.
Þá var gerð sú breyting að
fækka styrkjum til einstaklinga
og auka framlag til sérsambanda,
sem hafa því úr meiru að ráða
til að fjármagna einstök verk-
efni fyrir sitt íþróttafólk. Örn
Andrésson, formaður Afreks-
sjóðsins, segir að með þessu geti
úthlutunin náð til fleiri íþrótta-
manna, sem ekki fá sérstaka ein-
staklingsstyrki.
„Hvernig það verður útfært
kemur ljós hjá hverju sér sambandi
fyrir sig. Þetta er þó gert með
unga og efnilega íþróttamenn í
huga og er til dæmis ætlað til að
efla fræðslu og ýmis áhersluatriði
tengd því,“ sagði Örn og bætti við
að það hefði verið vilji sjóðsins að
gera enn róttækari breytingar.
„Því miður gefur þessi hækkun
ekki tilefni til þess,“ sagði hann.
Í gær var einnig tilkynnt að
Ólympíusamhjálpin myndi veita
nítján milljónir í styrkveitingar
þetta árið. Það er sambærilegur
styrkur og verið hefur síðast-
liðin ár. Styrkþegar eru fyrst og
fremst þeir sem stefna á þátttöku
á Vetrar ólympíuleikunum í Sochi
eftir rúmt ár en fimm skíðamenn
fá úthlutað úr sjóðnum nú, þó svo
að enn fleiri stefni að því að ná lág-
mörkum fyrir leikana.
eirikur@frettabladid.is
Þetta hljómar ekki
eins og háar fjárhæðir og
eru það ekki heldur.
Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ.
14,9%
Heildarút-
hlutun Afreks-
sjóðs, 72
milljónir, dugar
fyrir litlum
hluta af
heildarkostnaði
við afreksstarf
sérsamband-
anna, 482 m. kr.
Styrkveitingar efl dar hjá ÍSÍ
Úthlutað var í gær úr Afrekssjóði ÍSÍ og Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fyrir
árið 2013. Styrkirnir til afreksíþróttamanna hækka auk þess sem áherslum var breytt í styrkveitingunni.
81 MILLJÓN TIL AFREKSTARFS Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, fer yfir styrkveitingar úr Afrekssjóði ÍSÍ þetta árið. Sitjandi eru Örn
Andrésson, formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
A-styrkur– 200.000 kr. á mánuði
Hverjir fá styrkinn: Þeir sem eiga
raunhæfa möguleika á að komast
í hóp átta bestu á heimsvísu í
sinni grein.
➜ Auðunn Jónsson, kraftlyftingar
➜ Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir
➜ Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttir
➜ Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund
➜ Jón Margeir Sverrisson, íþróttir
fatlaðra
B-styrkur– 120.000 kr. á mánuði
Hverjir fá styrkinn: Þeir sem eiga
raunhæfa möguleika á að komst í
hóp 20 bestu á heimsvísu í sinni
grein.
➜ Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
C-styrkur– 60.000 kr. á mánuði
Hverjir fá styrkinn: Þeir sem eiga
raunhæfa möguleika á að komst í
hóp 40 bestu á heimsvísu í sinni
grein.
➜ Anton Sveinn McKee, sund
➜ Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttir
➜ Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra
➜ Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir
➜ Óðinn Björn Þorsteinsson,
frjálsíþróttir
➜ Þormóður Árni Jónsson, júdó
➜ Aðalheiður Rósa Harðardóttir,
karate
➜ María Guðsteinsdóttir,
kraftlyftingar
➜ Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyft-
ingar
Styrkir Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2013
ÍÞRÓTTIR Þrátt fyrir aukið framlag ríkis-
sjóðs í Afrekssjóð ÍSÍ á íslenskt afreks-
íþróttafólk enn langt í land í baráttu sinni
fyrir bættum kjörum. Þetta kom fram á
blaðamannafundi ÍSÍ í gær en þá var til-
kynnt um úthlutanir úr Afrekssjóðnum.
Það afreksfólk sem ákveður að helga
sig íþrótt sinni í þeirri viðleitni að ná sem
lengst á heimsvísu, verður sjálft að sjá
fyrir framfærslu sinni. Eins og síðustu
ár er framlag úr Afrekssjóði ÍSÍ nánast
eingöngu ætlað til að endurgreiða útlagð-
an kostnað vegna keppnis- og æfinga-
ferðalaga. Fram kom á fundinum í gær
að núverandi styrkveitingar dygðu ekki
einu sinni til þess í langflestum tilvikum.
Þegar ferlinum lýkur blasir því ekki
annað við fyrir íþróttafólkið en að byrja
á núllpunkti – og líklega skuldugt þar
að auki. Áunnin réttindi, til dæmis hvað
varðar lífeyri og fæðingarorlof, eru
engin.
Líney Rut Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ, segir að núverandi
fjárhagur íþróttahreyfingarinnar bjóði
ekki upp á breytingar í þessum efnum.
„Það er enn fjarlægur draumur að geta
boðið afreksfólki okkar upp á að geta
stundað íþrótt sína án þess að hafa
áhyggjur af slíkum málum. Núverandi
framlag býður ekki upp á það,“ sagði
Líney.
Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, segir for-
ystu íþróttahreyfingarinnar meðvitaða
um vandann. „Við höfum fjallað um þetta
og tekið málið upp með ríkisvaldinu með
reglulegu millibili. Ég hef farið víða og
rætt við kollega í Evrópu þar sem þessum
málum er öðruvísi farið.“
Þeir sem sátu fyrir svörum á fund-
inum í gær voru spurðir hvort þeir
bæru sig saman við aðra málaflokka, til
dæmis listamannalaun sem hafa verið til
umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu.
„Við höfum ekki viljað stilla þessu upp
sem andstæðum,“ sagði Ólafur. „En ég
neita því ekki að það væri óskandi að
okkar afreksfólk væri stutt með sam-
bærilegum hætti, án þess að taka neitt
frá öðrum. Mér er ljóst að það er vitlaust
gefið á Íslandi.“ - esá
Formaður ÍSÍ segir vitlaust gefi ð á Íslandi
Afreksfólk í íþróttum þarf að sjá sér sjálft fyrir framfærslu og ávinnur sér engin réttindi á íþróttaferlinum.
Ekkert verður af því að Einar Daði Lárusson taki þátt í
fjölþrautarmóti í Tallinn um helgina en ÍR-ingurinn hafði
fengið boð um að taka þátt í sjöþrautakeppni mótsins.
„Við vorum búnir að plana það að fara að keppa í Tallinn
en ég er það tæpur í hásininni að við ákváðum að hætta
við það því við vildum ekki taka neina áhættu. Hásinar-
meiðsli eru slæm en þetta er ekki svo alvarlegt eins og er.
Við nennum ekki að lenda í því að þetta verði eitthvað
alvarlegt því þá tekur það svo langan tíma,“ sagði Einar
Daði.
Einar Daði stimplaði sig inn í tugþrautarheiminn á
síðasta ári þar sem hann bætti sig mikið og náði meðal
annars bestu þraut allra Norðurlandabúa. International
Combined Events Meeting er árlegt boðsmót og það er
mikill heiður fyrir Einar Daða að vera boðið á svo sterkt
mót. „Það þýðir ekki að hugsa til skamms tíma. Ég gæti
kýlt á einhverja þraut en myndi
kannski rústa á mér löppinni í
leiðinni,“ segir Einar Daði og
bætir við:
„Það hefði verið hrikalega
gaman að fara á þetta mót.
Bæði er þetta ótrúlega sterkt
mót og svo hef ég heyrt að það
sé gaman að koma til Eistlands.
Eistarnir kunna bæði að meta
Íslendinga og fjölþrautarmenn,“
segir Einar Daði. Hann sér jafnframt með þessu mögu-
leikann á því að komast á EM í Gautaborg renna frá sér
en þeir sextán með besta árangurinn á innanhússtíma-
bilinu komast þangað. „Ég hugsa að það verði ekkert
núna. Ég hefði þurft að ná sjöþraut inn,“ segir Einar Daði.
Einar Daði hætti við þátttöku á sterku móti í Tallinn
Fram og Valur mætast klukkan 19.30 í kvöld
í Framhúsinu í toppslag N1-deildar kvenna í
handbolta. Í huga margra er leikur kvöldsins í
Safamýrinni óopinber úrslitaleikur um deildar-
meistaratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum á
toppi deildarinnar en Valskonur eru með betri
innbyrðis stöðu eftir 33-28 sigur í fyrri leik
liðanna á dögunum. Fram kemst á toppinn með
sigri en þarf hins vegar sex marka sigur til þess
að standa betur í innbyrðis leikjum liðanna.
Liðin hafa mæst tvisvar sinnum á einum
mánuði. Fram vann 29-24 sigur í úrslitaleik
Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Laugardals-
höllinni í lok desember en Valskonur hefndu
með fimm marka sigri í deildinni fimmtán
dögum síðar.
Toppsætið undir í Safamýri
oryggi.is
Sími 570 2400
Verðmætaskápar
í miklu úrvali
ÚRSLIT
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
ARSENAL-LIVERPOOL 2-2
0-1 Luis Suarez (4.), 0-2 Jordan Henderson (60.),
1-2 Olivier Giroud (64.), 2-2 Theo Walcott (67.)
NORWICH-TOTTENHAM 1-1
1-0 Wesley Hoolahan (31.), 1-1 Gareth Bale (80.).
EVERTON-WBA 2-1
1-0 Leighton Baines (29.), 2-0 Leighton Baines,
víti (45.+2), 2-1 Shane Long (65.)
MAN. UTD-SOUTHAMPTON 2-1
0-1 Jay Rodriguez (3.), 1-1 Wayne Rooney (7.),
2-1 Wayne Rooney (27.)
READING-CHELSEA 2-2
0-1 Juan Mata (45.+1), 0-2 Frank Lampard (66.),
1-2 Adam le Fondre (86.), 2-2 Adam le Fondre
(90.+5)
FULHAM-WEST HAM 3-1
1-0 Dimitar Berbatov (11.), 1-1 Kevin Nolan
(47.), 2-1 Hugo Rodallega (48.), 3-1 Joey O‘Brien,
sjm (90.+1)
Staðan
Man. Utd 24 19 2 3 59:31 59
Man. City 24 15 7 2 45:19 52
Chelsea 24 13 7 4 49:24 46
Tottenham 24 12 6 6 41:29 42
Everton 24 10 11 3 37:27 41
Arsenal 24 10 8 6 48:29 38
Liverpool 24 9 8 7 42:30 35
Swansea 24 8 10 6 34:27 34
W.B.A. 24 10 4 10 34:34 34
Stoke 24 6 12 6 24:29 30
Sunderland 24 7 8 9 27:31 29
Fulham 24 7 7 10 36:41 28
West Ham 24 7 6 11 27:36 27
Norwich 24 6 9 9 25:40 27
Newcastle 24 6 6 12 30:42 24
Southampt. 24 5 8 11 31:42 23
Wigan 24 5 5 14 27:45 20
Aston Villa 24 4 8 12 20:46 20
Reading 24 4 8 12 30:45 20
Q.P.R. 24 2 10 12 18:37 16
HANDBOLTI Norska landsliðs-
konan Heidi Löke og félagar
hennar í ungverska stórliðinu
Györ þurfa nú að spila í pilsum
samkvæmt fyrirmælum frá yfir-
mönnum félagsins, en liðið er
líklegt til stórafreka í Meistara-
deildinni í vor.
„Ég er ekki á móti því að spila
í pilsi en þetta er nú samt ekki
alveg ég. Ég spila í pilsi ef ég
þarf þess og það verður bara
gaman að prófa þetta,“ sagði
Heidi Löke við Verdens Gang.
Liðsmenn Györ eru þegar
búnar að spila einn leik í
pilsunum en þær hafa enn ekki
æft í nýja keppnisbúningnum. - óój
Handboltalið
í pilsum
SPORT