Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 16
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16 lífrænt.is vökvi lífsins kókoshnetuvatn einungis unnið úr ungum kókoshnetum frískandi svaladrykkur, beint úr brunni náttúrunnar! Náttúrulegur drykkur sem slekkur þorstann, unninn úr lífrænt rækt- uðum kókoshnetum. Án allra aukefna, mjólkursykurs, kólesteróls og rotvarnarefna. Stútfullur af nauðsynlegum amínósýrum. „Við Íslendingar erum rosalega óklár í að lesa á umbúðir, því miður. Við erum bæði óklár í að lesa úr innihaldslýsingum og eins úr næringargildismerking- um þegar þær eru á mat vælum. Þannig að við erum dálítið illa undir það búin að fatta þetta sjálf og þess vegna vill maður sjá meiri ábyrgð hjá fyrirtækjum, að þau hjálpi okkur, í stað þess að nýta sér þessa veikleika sem mörg fyrirtæki hreinlega gera,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson næringar fræðingur. Steinar skrifar á heimasíðu sinni um nýja vöru frá Nóa Siríusi, Aktív próteinbita, sem hann segir markaðssetta sem heilsuvöru með vísan í að hún henti fólki sem hreyfi sig mikið. Hann bar því saman næringar- gildi bitanna og nokkurra sælgætis tegunda eins og sjá má í töflunni. „Í fljótu bragði þá verður ekki annað séð en að eini munurinn á Aktív og sæl- gætinu sé magn próteins en 20 grömm af próteinum má finna í 100 grömmum af Aktív en mest 9 grömm í 100 grömmum af hinum vörunum. Prótein er mikilvægt efni fyrir líkama okkar en það er erfitt að sjá að sælgæti, stútfullt af sykri, verði að hollustuvöru við það eitt að hafa viðbætt prótein,“ segir hann á síðunni, hl-nuna. com. Hann segist hafa fengið talsverð viðbrögð við færslunni. „Þetta kemur fólki alveg svaka- lega á óvart, ég held að fólk hafi ekki áttað sig á því að þetta er ekki heilsuvara, þetta er fyrst og fremst sælgæti. Þetta er ekkert einsdæmi, svona er þetta í svo mörgum tilvikum hérna innan- lands.“ Ekki náðist í markaðsdeild Nóa Siríusar, sem framleiðir bitana, í gær. Á Facebook-síðu fyrirtækis- ins kemur hins vegar fram að það hafi fengið nokkrar fyrir spurnir um sykurinnihald í bitunum. „Í einum Aktív bita eru um tvö grömm sykurs en magn sykurs í heilum Aktív poka er 38 grömm. Sem er svipað því sem finna má í hliðstæðum vörum hér á landi, þar með talið vinsælum prótein- stykkjum,“ segir meðal annars þar. Almennt skipti mestu máli að próteinið sé gott og unnið úr besta mögulega hráefni. Aktív innihaldi hágæða mysuprótein. Þróun bitanna tók rúmlega tvö ár og fólst meðal annars í bragð- prófunum, að því er fram kemur á síðunni. „Þessi uppskrift fékk hæstu einkunn þess hóps sem kaupir slíkar próteinvörur. Við teljum þetta vera blöndu sem er í senn bragðgóð, orkumikil og næringar rík.“ Neytendastofu höfðu ekki bor- ist neinar kvartanir um mark- aðssetningu og merkingu bitanna þegar Fréttablaðið spurði um það í gær. thorunn@frettabladid.is Segir próteinbita ekkert nema sælgæti Sælgæti stútfullt af sykri verður ekki hollustuvara við það eitt að hafa viðbætt prótein, segir næringarfræðingur sem gagnrýnir markaðssetningu á nýjum prótein- bitum. Bitarnir séu ekkert einsdæmi því mörg fyrirtæki nýti sér vankunnáttu. Næringargildi í 100 g. Orka(hitaeiningar/kcal) Prótein (g) Kolvetni (g) Þar af sykur (g) Aktív 394 20 56 38 Prins Póló 513 7 64 37 Mars 415 4 73 38 Trompbitar 440 6 60 43 Kit Kat 518 7 65 49 Hraunbitar 512 6 64 55 Samanburður á næringargildi Nýbreytni við pönnukökubakstur Pönnukökur eru hefðbundið kaffimeðlæti hér á landi og fá heimili þar sem ekki er að finna pönnukökupönnu. Því vita velflestir að pönnuköku- pönnur á aldrei að þvo, til þess að tryggja að deigið festist ekki við þær. Um leið þekkja margir hvernig pönnukökudeig (eða lummudeig ef því er að skipta) vill slettast aðeins á eldavél og víðar þegar hröð handtök eru höfð við baksturinn. Við því er einfalt ráð. Þegar deigið er tilbúið er því hellt í plastflösku undan tómatsósu (sem búið er að hreinsa vel) og er þá hægur leikur að sprauta deiginu í hæfilegum skammti á pönnuna. GÓÐ HÚSRÁÐ SULL HEYRIR SÖGUNNI TIL ÁTVR hefur ákveðið að gefa öllum áfengisheildsölum sem fengið höfðu höfnun á skráningu vöru- tegunda færi á að skrá þær að nýju og hefja sölu. Þetta var gert í kjölfar nýrrar niðurstöðu EFTA-dóm- stólsins í máli gegn ÁTVR. Í tilkynningu segir að af því tilefni muni ÁTVR hefja sölu á tveimur þeim vörutegundum sem tekist var á um hjá EFTA- dómstólnum, síderdrykkjum í umbúðum sem þóttu ekki upp- fylla ólögmætar velsæmis- kröfur ÁTVR, Tempt 7 Cider Elderflower & Blueberry og Tempt 9 Cider Strawberry Lime í 33 cl dósum. EFTA-dómstóllinn veitti ráð- gefandi álit varðandi umbúðir drykkjanna í desember síðast- liðnum og taldi þær ekki vera innan velsæmismarka. Nú hefur fallið dómur þar sem álitið var tekið til baka. Má selja síder sem þótti klámfenginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.