Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 31. janúar 2013 | SKOÐUN | 21 Í DAG Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Forysta Kennarasambands Íslands lýsti því yfir í fjöl- miðlum í síðustu viku að hún vildi skilgreina kennarastarfið upp á nýtt. Sú yfirlýsing býður upp á einstakt tækifæri því þar með virðast kennarar og sveita- stjórnarmenn sammála um að tími sé kominn til að núverandi kerfi verði endurmetið í heild sinni. Fram að þessu hafa báðir aðilar sett fram ólíkar kröfur um breytingar sem enda iðulega sem breyting eða sem viðbót við eldri samning. Samningurinn sem nú er í gildi er því orðinn mjög ítar- legur og inniheldur of margar hindranir að mati margra, bæði innan kennarastéttar og utan. Það er kominn tími til að hugsa hlutina upp á nýtt svo að skóla- starf og kennarar fái að blómstra. Í umræðu um laun kennara eru landsmenn sammála um að greiða eigi vel fyrir þetta mikil- væga starf. Við höfum öll verið nemendur og vitum að kennari getur haft grundvallaráhrif á gildi einstaklings til framtíðar. Það skiptir okkur öll miklu máli að öflugir og hugmyndaríkir ein- staklingar velji að starfa sem kennarar. Almennt eru Íslendingar sátt- ir við grunnskólakerfi lands- ins. Ísland stendur sig þó ekkert sérstaklega vel þegar árangur nemenda og brottfall er skoðað í erlendum samanburði, t.d. miðað við lönd innan OECD. Í saman- burði við önnur lönd borgum við kennurum frekar lág laun en kennararnir okkar kenna talsvert færri kennslustundir að meðaltali. Lítill breytileiki er á milli skóla landsins og tiltölulega lítill hópur nemenda er með mjög lágar eða mjög háar einkunnir. Auknar kröfur Íslenskir kennarar segja álagið á sér mjög mikið og kröfurnar þannig að ekki sé unnt að uppfylla þær allar. Þetta er að mörgu leyti rétt. Foreldrar kalla eftir sífellt ítarlegri upplýsingum. Sveitar- stjórnarmenn og ráðuneyti biðja um innra og ytra mat á árangri. Óskað er eftir að kennarar sinni betur stuðningi við börn með sérþarfir, bjóði upp á fleiri iðn- kúrsa, þverfaglega kennslu, ein- staklingsmiðað nám, tölvukennslu og svo má lengi telja. Þessu til viðbótar hafa skólar tekist á við talsverðan niður skurð sem hefur haft í för með sér að kennarar ganga í fleiri störf og verkefni en áður og hafa m.a. ekki getað sinnt lágmarksstarfsþróun undanfarin misseri. Flóknir samningar Það er vel skiljanlegt að kennarar upplifi mikið álag og því er að vissu leyti eðlilegt að þeir hafi leitast við að setja inn í kjara- samninga nákvæmari skil- greiningar á þeim verkefnum sem þeir eiga raunverulega að inna af hendi. Umræðan um núverandi launaramma kennara hefur um nokkurt skeið verið á þá leið að samningurinn sé flókinn og til- finningin sú að hann hindri framþróun og sveigjanleika í skólastarfi með fjölmörgum og flóknum klásúlum um kennslu- skyldu, undirbúningstíma og kennsluafslætti. Áherslan í samningnum gerir síður ráð fyrir ólíkum skóla- áherslum, formum eða nýjung- um. Vegna þess hversu niður- njörvaður samningurinn er um hin ýmsu smáatriði virkar hann sem takmarkandi afl við skipu- lag skólastarfs. Lög og kjara- samningar í bland hafa einnig þau áhrif að skólastjórar hafa of lítið um verkefni og skyldur starfsmanna sinna að segja. Það er ólíklegra að skólastjóri, eins og stjórnandi venjulegs fyrir- tækis, geti innleitt stefnu viðkom- andi skóla nema hann geti stýrt betur tíma og verkefnum starfs- manna sinna. Breytilegt starfsumhverfi kenn- ara og almenn skólaþróun krefst þess að launakerfi kennara sé sveigjanlegra en nú er. Við þurf- um skipulag og launaramma sem virkar hvetjandi fyrir kraftmikla kennara og umbunar þeim sem leggja sig sérstaklega fram við að bæta umhverfi og árangur barns- ins. Kerfi sem tryggir að allir sem koma að skólastarfinu rói í sömu átt. Opna upp á gátt Það má taka heilshugar undir með formanni félags grunnskóla- kennara um að það sé kominn tími til að skilgreina starf kenn- ara upp á nýtt. Það er örugglega fljótlegasta leiðin, og hugsanlega eina leiðin, til að markmiðum samningsaðila verði náð. Það er ólíklegt að starf grunnskóla- kennarans breytist fyrr en við leysum skólastarfið undan fjötrum kjarasamninga og niður- njörvaðrar stundatöflu. Forsenda þess að hægt sé að breyta skóla- starfinu er að opna samningana upp á gátt. Kröfur um breytingar, fleiri verkefni og aukinn árang- ur munu ekki minnka og því er afar ólíklegt að stagbætur við nú- verandi kjarasamning skili til- ætluðum árangri um minna álag og aukin gæði kennslu. Einnig þurfa skólastjórar að hafa meira að segja um störf kennara sinna svo hægt sé að ná fram því besta í skólastarfinu. Í framhaldinu mun starf kennarans breytast. Slíkar breytingar eru ekki ein- göngu óhjákvæmilegar heldur nauðsynlegar fyrir framþróun íslensks skólastarf Tækifæri til uppstokkunar Almennt eru Íslendingar sáttir við grunnskólakerfi lands- ins. Ísland stendur sig þó ekkert sérstaklega vel þegar árangur nemenda og brott- fall er skoðað í erlendum samanburði, t.d. miðað við lönd innan OECD. Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is Opnunartími Mánudaga - föstudaga milli kl. 10:00 og 18:00 Laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 LIFESTYLE SÍÐUSTU EINTÖKIN 2012 ÚTLIT 2.0i bensínvél - einnig fáanlegur með 2.2i dísilvél Sjálfskiptur Fjórhjóladrifinn 18“ álfelgur Alcantara leðurinnrétting Leðurklætt stýri Rafstýrðir, upphitaðir og aðdraganlegir hliðarspeglar Rúðuþurrkur að framan með regnskynjara Þokuljós að framan Litað gler í aftari hliðarrúðum og afturrúðu Skriðstillir (Cruise Control) Tvöföld tölvustýrð loftkæling Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan Hljómflutningstæki með geislaspilara og RDS útvarpi ásamt 6 hátölurum Aðgerðarhnappar fyrir hljómtæki í stýri AUX, USB og iPod tengi Hiti í sætum Hemlalæsivörn (ABS) Stöðugleikabúnaður (VSA) Stöðugleikabúnaður fyrir tengivagn (TSA) Tvöfaldir SRS loftpúðar að framan Tvöfaldir SRS hliðarloftpúðar Tvöfaldar SRS loftpúðagardínur og margt fleira. Einungis örfáir bílar í boði Skráðir 2013, ókeyrðir og næsta skoðun 2017 Tökum notaða bíla upp í og allt að 75% fjármögnun í boði tilboðsverð kr. 5.690.000 afsláttur kr. 700.000 listaverð kr. 6.390.000 Er líf eft ir Icesave? Núna hefur íslenska þjóðin snurfusað bókhaldið nokkuð hjá ríkissjóði en þrátt fyrir það er nokkuð langt í land. Af útgjöldum ríkissjóðs fara um 20% í vexti vegna skulda sem til komu vegna bankahrunsins. Endursemja verður um skuldir landsins til að hér sé búandi fyrir almenning. Afnema verðtrygging una, leiðrétta lán skuldugra heimila. Koma bleika fílnum úr smjörinu í ísskápnum, þ.e. lífeyrissjóðunum. Breyta sköttum svo almenn- ingur geti tekið á hjólum atvinnulífsins. Afgreiða snjóhengjuna landinu til gagns, það gengur bara betur næst, verðum við að segja við fjárfesta, sorry. http://blog.pressan.is/gunnarsa/ Gunnar Skúli Ármannsson AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.