Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 26
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
CARAT • Haukur gullsmiður Smáralind • www.carat.is • sími 577 7740
TILBOÐSDAGAR Í
40% afsláttur af öllum skartgripum
Fimmtudag — mánudags
Mjög margir Íslendingar
fluttu brott af landinu
á síðasta ári en á móti
fluttu margir útlend ingar
til landsins. Brottfluttir
íbúar voru 319 umfram
aðflutta árið 2012. Alls
fluttu 936 Íslendingar frá
landinu umfram heim-
komna (0,3% Íslend-
inga), en á móti fluttu
617 erlendir ríkisborg-
arar til landsins umfram
brottflutta (2,9% af fjölda
þeirra).
Þessir 936 brottfluttu
Íslendingar bættust við þá 5.480
sem fluttu brott umfram aðflutta
árin 2009-2011 þannig að í heild
fluttu 6.416 íslenskir ríkis-
borgarar frá landinu umfram
aðflutta árin 2009-2012.
Flutningsjöfnuður Íslendinga
hefur yfirleitt verið neikvæð-
ur undanfarna áratugi og var
árið 2012 vel yfir meðaltali þess
tímabils. Á árinu var nettó brott-
flutningur Íslendinga sjá sjötti
mesti síðustu tvo áratugi.
Upplýsingar um menntun að-
og brottfluttra liggja ekki fyrir,
en líkur standa til þess að frá
Íslandi flytjist að mestu leyti sér-
menntað vinnuafl og að til lands-
ins komi fólk í miklum
mæli án framhalds- eða
starfsmenntunar og auð-
vitað íslenskukunnáttu.
Flest bendir því til þess
að neikvæður flutnings-
jöfnuður íslenskrar ríkis-
borgara og jákvæður
flutningsjöfnuður útlend-
inga lækki menntunarstig
íbúa landsins og dragi úr
framboði sérhæfðs starfs-
fólks á vinnumarkaði.
Ótímabær gleði
Tölur Hagstofunnar um
búferlaflutninga á fjórða árs-
fjórðungi síðastliðins árs urðu
forsætisráðherra ánægjuefni
eins og mátti lesa í grein hennar
í Fréttablaðinu 26. janúar: „Í
síðustu viku birtist enn einn
ánægjulegur vitnisburður þess
að við séum farin að sjá til lands.
Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi
þeirra sem flytjast til landsins
mun meiri en þeirra sem flytja
frá landinu og í fyrsta sinn frá
hruni fluttu fleiri íslenskir ríkis-
borgarar til landsins en frá því.
Má telja það til ánægjulegustu
merkja um bata íslenska hag-
kerfisins… “.
Gleði ráðherrans fólst í því að
á fjórða ársfjórðungi síðastliðins
árs fluttu 625 fleiri til landsins en
frá því, þar af voru 620 erlendir
ríkisborgarar. Tölur áranna 2010-
2012 sýna að brottflutningur
Íslendinga er mestur á öðrum
og þriðja ársfjórðungi hvers árs
og langminnstur á þeim fjórða.
Þannig nam nettó brottflutningur
Íslendinga á öðrum og þriðja árs-
fjórðungi áranna 2011 og 2012 á
bilinu 80-90% af brottflutningi
áranna í heild og á fjórða árs-
fjórðungi nam hann einungis 1%
af nettóflutningum hvort árið.
Skýringin á þessu mynstri má
m.a. rekja til þess að íslenskar
fjölskyldur tímasetja brott-
flutning af landinu með tilliti til
skólagöngu barnanna og flytja
því brott á sumrin. Það eru því
rangar ályktanir sem forsætis-
ráðherra dregur að einhver tíma-
móta viðsnúningur hafi átt sér
stað á fjórða ársfjórðungi síðast-
liðins árs.
Betri mynd af stöðu búferla-
flutninganna fæst því með því að
skoða árin í heild. Í þeim kemur
ekki fram neinn tímamóta við-
snúningur heldur að nettó brott-
flutningur íslenskra ríkisborgara
af landinu var enn mjög mikill á
síðasta ári.
Minnkandi atvinnuleysi?
Árið 2009 var meðalfjöldi
atvinnulausra 13.400 (8,0%
atvinnuleysi) en 9.500 (6,8%
atvinnuleysi) á síðasta ári, sam-
kvæmt Vinnumálastofnun, og
fækkaði því um 3.900 á tíma-
bilinu. Brottfluttir umfram
aðflutta á aldursbilinu 16-74
ára árin 2010-2012 voru 3.200.
Samkvæmt vinnumarkaðskönnun
Hagstofunnar er atvinnuþátttaka
í þeim aldurhópi 80% og því má
ætla að brottflutt vinnuafl hafi
numið 2.700 manns árin 2010-
2012. Eru þá ekki meðtaldir þeir
4.300 íbúar sem fluttu brott árið
2009 en án þess hefði atvinnu-
leysi það ár orðið 2% meira en
raunin var það ár.
Fjöldi þeirra sem tóku þátt
í vinnumarkaðsúrræðum hjá
Vinnumálastofnun á síðasta
ári var um 1.200, en þeir telj-
ast ekki til atvinnulausra nú en
gerðu það árin 2009-2010. Svo
vill til að fækkun atvinnulausra
er jafn mikil og samtala brott-
flutts vinnuafls og þátttakenda
í vinnumarkaðsúrræðum. Það
er nöturleg niðurstaða að helsti
árangurinn í atvinnumálum,
þ.e. minnkandi atvinnuleysi, fel-
ist í brottflutningi Íslendinga og
breyttri tölfræði.
Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landfl ótta og
breyttri tölfræði
Með sameiningu stofn-
ana og niðurskurði í
heilbrigðis þjónustu hefur
möguleikum hjúkrunar-
fræðinga á að velja sér
vinnustað fækkað mjög.
Ekki síst í því ljósi eru upp-
sagnir tæplega 300 þeirra
á LSH mjög alvarlegar
og ljóst að mikil óánægja
býr þar að baki. Um er að
ræða hóp hjúkrunarfræð-
inga sem hefur að jafnaði
fjögurra ára háskólanám að baki.
Þar að auki hafa margir í þessum
hópi aflað sér sérfræðimenntunar,
til dæmis á sviði svæfinga- eða
skurðstofuhjúkrunar eða aflað sér
meistaragráðu frá háskóla innan-
lands eða erlendis.
Rök heilbrigðisyfirvalda
Rök fyrir vondri launasetningu
hjúkrunarfræðinga í samanburði
við aðrar stéttir með jafnlangt
háskólanám hafa yfirleitt verið
þau að stéttin sé stór og þar af
leiðandi erfitt að launa hana vel
og að svo sé vaktavinna hluti af
starfi hjúkrunarfræðinga og
hana beri að líta á sem möguleika
til að hækka tekjur. Sjálfir líta
hjúkrunar fræðingar flestir þann-
ig á að byrði sé af nætur- og helg-
arvinnu og kalla þennan
„tekjumöguleika“ vakta-
byrði. Þar hefur hins
vegar orðið sú breyting á
að sífellt fleiri sjúklingar
fá þjónustu á dag- og
göngudeildum og hefur
því vinnutími hjúkrunar-
fræðinga færst meira
til dagvinnu en áður
var. Hvað varðar stærð
stéttarinnar þá eru allir
sem koma að uppsögn-
um hjúkrunarfræðinga á LSH
nú sammála um að við þurfum
á þessum hjúkrunarfræðingum
að halda, við viljum njóta starfs-
krafta þeirra, gerum kröfu um
þekkingu þeirra og reynslu þegar
mest á reynir hjá okkur sjálfum.
Pólitísk hræðsla
En hvert stefnir þessi stétt þar
sem meðalaldurinn nálgast að
vera 50 ár? Það er ljóst að ný liðun
í stéttinni er langt frá því að vera
nægjanleg, hvort sem miðað er við
núverandi verkefni eða þá miklu
áskorun sem fjölgun aldraðra
og langveikra er fyrir okkur
hjúkrunar fræðinga. Að mínu mati
þarf að taka pólitíska ákvörðun
um framtíð hjúkrunarþjónustu
á Íslandi og það fyrr en seinna.
Eiga hjúkrunarfræðingar að veita
þá þjónustu sem þeir nú veita eða
aðrir með minni menntun? Ég
treysti mér til að fullyrða að verði
það raunin hefði slíkt í för með sér
verri árangur heilbrigðiskerfisins.
Verri árangur heilbrigðis kerfisins
þýðir lengri biðlista, lengri við-
bragðstíma, og fleiri mistök
sem mátt hefði koma í veg fyrir.
Hjúkrun var færð á háskólastig
á Íslandi af mikilli framsýni þar
sem óteljandi rannsóknir sýna að
góð fræðileg þekking er undirstaða
árangurs og framfara. Nú stöndum
við hins vegar frammi fyrir þeirri
spurningu hvort Íslendingar for-
gangsraði þannig að ungt fólk
sjái sér fært eða yfirleitt langi að
læra hjúkrunarfræði og stunda
hjúkrun á Íslandi. Þangað til stend-
ur erlendur vinnumarkaður okkur
opinn því íslenskir hjúkrunarfræð-
ingar eru mjög vel menntuð stétt
og eftirsóttir til starfa á Norður-
löndum og í Bandaríkjunum.
Hvernig hjúkrun vilt þú?
Ég hef aldrei farið dult
með það, að vera Evrópu-
sinni. Ég er í hópi þeirra
sem vilja að Íslendingar
ljúki aðildarviðræðum
við Evrópusambandið
og síðan verði málið lagt
fyrir þjóðina í allsherjar-
atkvæðagreiðslu. Þetta
eru mín viðhorf, enda þótt
ég hafi auðvitað þann var-
nagla á, hvort samningar
við EBS séu ásættanlegir
fyrir land og þjóð, þegar þar að
kemur.
Þetta held ég að sé almenn
afstaða fylgismanna aðildar-
viðræðna. Þeir vilja sjá hvað er
í pakkanum, áður en þeir gera
upp sinn hug. Það er ábyrg og
meðvituð afstaða að útiloka ekki
aðild að Evrópusambandinu fyrir
fram, eins og ástandið er hér á
landi um þessar mundir. Þetta
hefur lítið eða ekkert með mig
sjálfan að gera, úr því sem komið
er, hálfáttræðan manninn. Ég er
að hugsa um framtíðina, börnin
mín og komandi kynslóðir.
Nú hef ég enga ástæðu til að
gera lítið úr skoðunum þeirra, sem
eru andsnúnir aðildar viðræðum.
Ég efast ekki um að þeir hafi þá
sannfæringu að aðild að ESB
sé röng stefna. En mér með öllu
óskiljanlegt hvers vegna þeir haga
málflutningi sínum á þann hátt
sem gert er. Sá málflutningur
gengur því miður út á það, að
röksemdir aðildar séu eingöngu
innan tóm slagorð. Aðferðin sé sú,
segja þeir, að „pikka upp línuna,
éta þau upp og jarma, hvert eftir
öðru, fáránleg, órökstudd slag-
orð sem helst minna á rollurnar í
Animal Farm“.
Hvort sem það er á Evrópuvakt-
inni, Morgunblaðinu, AMX eða
ÍNN, þá er sífellt og stöðugt verið
að atyrða það fólk og þau samtök,
sem vilja fara samningaleiðina til
enda. Fólk er sakað um landráð og
undirmál, svik við fullveldið. Eða
eitthvað þaðan af verra.
Snjóhengja
Hvers vegna eru til stjórnmála-
menn og kjósendur á Íslandi,
sem vilja ljúka aðildarviðræðum?
Um þessar mundir, eins og gerst
hefur í áratugi, hefur íslenska
krónan fallið jafnt og þétt og leitt
til rýrnunar kaupmáttar hins
almenna launþega. Um þessar
mundir eins og svo oft áður hefur
verðtrygging krónunnar bitnað á
skuldugum fjölskyldum sem engu
gátu ráðið um bankahrun og fjár-
málakreppu. Um þessar mundir
standa menn ráðþrota gagnvart
snjóhengju, sem vofir yfir vegna
inneigna erlendra fjárfesta, sem
vilja ná peningunum sínum út úr
frosnu fjármálakerfi. Um þess-
ar mundir fækkar þeim erlendu
aðilum, sem hafa áhuga á að fjár-
festa í okkar litla landi, af því
óvissan er svo mikil. Um þessar
mundir, eins og reyndar allt mitt
líf, erum við með gjaldmiðil sem
er hvergi í heiminum gjaldgengur.
Þetta er staðan á Íslandi í dag
og það eru ómaklegar ásakanir að
ein leiðin út úr þessum ógöngum,
kannske sú einasta, sé sprott-
in af auðmýkt gagnvart Evrópu
eða þetta sé atlaga að fullveld-
inu. Á viðreisnarárunum gengu
Íslendingar í EFTA, tollabanda-
lag Evrópuríkja. Á síðasta áratug
liðinnar aldar gengu Íslendingar í
Evrópska efnahagssvæðið. Í fram-
haldinu ákváðum við að taka upp
Schengen-samkomulagið. Allt
hefur þetta verið gert án þess að
Íslendingar hafi misst forræði á
sínum málum. Við höfum kallað
þessa samninga yfir okkur og lifað
með þeim, án þess að farga full-
veldi og sjálfstæði, hvort heldur að
mati þjóðar eða þings.
Það er lágkúrulegur málstaður
að gera öðrum upp svik og landráð
eða annarleg óþjóðleg viðhorf, þótt
sitt sýnist hverjum. Við erum öll
heiðarlegir Íslendingar, sem vilja
að Íslandi vegni vel. Það hefur
enginn efni á því að uppnefna sam-
landa sína, með því að líkja þeim
við jarmandi rollur í Animal Farm.
Hættum þessu ómerkilega orða-
skaki og tölum saman af raunsæi
og virðingu.
Um jarmandi rollur
í Animal FarmKJARAMÁL
Ragnheiður
Gunnarsdóttir
hjúkrunarfræðingur
➜ Að mínu mati þarf að
taka pólitíska ákvörðun um
framtíð hjúkrunarþjónustu
á Íslandi og það fyrr en
seinna.
EVRÓPUMÁL
Ellert B.
Schram
ellilífeyrisþegi
➜ Hvort sem það
er á Evrópuvaktinni,
Morgunblaðinu, AMX
eða ÍNN, þá er sífellt
og stöðugt verið að
atyrða það fólk og
þau samtök, sem vilja
fara samningaleiðina
til enda.
ATVINNA
Hannes G.
Sigurðsson
aðstoðarfram-
kvæmdastjóri
Samtaka atvinnu-
lífsins
➜ Flutningsjöfnuður
Íslendinga hefur yfi rleitt
verið neikvæður undanfarna
áratugi og var árið 2012 vel
yfi r meðaltali þess tímabils.
Á árinu var nettó brott-
fl utningur Íslendinga sá sjötti
mesti síðustu tvo áratugi.
fjöldi % af vinnuafli
Fækkun atvinnulausra 2009-2012 -3.900 -2,3%
Brottflutningur vinnuafls 2010-2012 2.700 1,6%
Fjöldi í vinnumarkaðsúrræðum 2012 1.200 0,7%
Samtals 0 0,0%
Tölfræðin