Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 10
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
FÓLK „Þetta var alveg stórkost-
legt. Við vissum ekkert hvað átti
að sýna okkur en svo kom í ljós að
þetta var nákvæmlega sami bær-
inn og ég var staddur í fyrir 25
árum og nákvæmlega sami skóli
sem hafði hrunið í skjálftanum,“
segir Þórir Guðmundsson, sviðs-
stjóri hjálparstarfssviðs Rauða
kross Íslands og fyrrverandi
fréttamaður.
Í byrjun árs 1989 fór Þórir til
armensku fjallaborgarinnar Len-
inakan sem fréttamaður Stöðvar 2
stuttu eftir að öflugur jarðskjálfti
reið yfir svæðið með þeim afleið-
ingum að meira en fimmtíu þús-
und létu lífið, meðal annars nær
öll börn og kennarar úr grunn-
skóla sem gjöreyðilagðist.
Þórir greindi frá heimsókn-
inni á Facebook-síðu sinni í gær.
Hann er nú á ný staddur í Armen-
íu ásamt fleiri Íslendingum fyrir
hönd Rauða krossins og heimsótti
þar skóla í gær í borginni Gyumri,
sem áður hét Leninakan. Samtök-
in eru að aðstoða heimafólkið við
að búa sig undir og verjast ýmissi
náttúruvá sem herjað getur á lönd-
in. Aðstæður þar eru svipaðar og
hér á landi, það er að segja mestu
hætturnar eru ofanflóð og jarð-
skjálftar, útskýrir Þórir. Vegna
þeirra verkefna var komið við
í skóla í Gyumri á leið þeirra til
Tíblisi, höfuðborgar Georgíu.
Í skólanum ræddi Þórir við
skólastjórann um hjálparstarf
tengt jarðskjálftum í svæðinu sem
yrði stutt af Rauða krossi Íslands.
Hann komst fljótt að því að þetta
var nákvæmlega sami skóli og
hann hafði heimsótt stuttu eftir
hamfarirnar 1989.
„Við ræddum við fólkið og nem-
endurna um viðbragðs áætlanir.
Svo þegar ég er að ganga út kemur
upp að mér miðaldra kona og
segir: „Ég hef séð þig áður!“ Hún
mundi eftir mér frá því ég var hér
sem fréttamaður,“ segir hann.
„Þetta er afskaplega lítill heimur
og búinn að vera ótrúlegur dagur.“
Skólinn var endurbyggður með
fjármagni sem fékkst með því að
selja úr landi málverk og teikning-
ar sem fundust í rústum skólans
eftir að skjálftinn reið yfir.
sunna@frettabladid.is
Þekktist í Armeníu
eftir aldarfjórðung
Fyrir tilviljun var Þórir Guðmundsson í gær staddur í sama armenska skóla og
hann heimsótti sem fréttamaður fyrir aldarfjórðungi eftir miklar náttúruham-
farir. Kennari þekkti hann aftur. Grét með syrgjendum eftir hamfarirnar 1989.
REISTUR Á NÝ ÚR RÚSTUNUM Skólinn sem hrundi í skjálftanum stóra var endur-
byggður fyrir fé sem fékkst fyrir að selja listaverk og teikningar sem fundust í rúst-
unum úr landi. MYND/ÞÓRIR GUÐMUNDSSON
Í EGILSHÖLL Gabriel Folkesson frá Svíþjóð sýnir listir sínar á Norðurlandamótinu í
listhlaupi á skautum sem hófst í Egilshöll í Grafarvogi í gær. Að lokinni keppni drengja
tók við stúlknaflokkur þar sem Ísland átti fjóra keppendur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Stórfenglegir tilburðir á svellinu
Ég hef séð þig áður!
Hún mundi eftir mér frá
því ég var hér sem frétta-
maður.
Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar-
starfssviðs Rauða kross Íslands og fyrr-
verandi fréttamaður
SAMGÖNGUR Evrópudómstóllinn
í Lúxemborg hefur úrskurðað að
írska lággjaldaflugfélagið Ryan-
air hafi átt að útvega farþega,
sem komst ekki heim til Írlands
frá Portúgal vegna gossins í Eyja-
fjallajökli vorið 2010, gistingu,
fullt fæði og ferðir milli flugvallar
og gististaðar á meðan tafir urðu
á heimkomu.
Farþeginn, Denise McDonagh,
fékk enga aðstoð frá flugfélag-
inu, sem bar því við að aðstæður
væru svo óvenjulegar að þær gætu
ekki fallið undir þær „óvenjulegu
kringumstæður“ sem um er talað
í viðkomandi lögum um neytenda-
vernd.
Dómstóllinn hafnaði þessari
túlkun, en tók fram að flugfélag-
inu bæri ekki að greiða neinar við-
bótar skaðabætur heldur einungis
þann kostnað, sem hlotist hefði af
því að útvega henni gistingu, fullt
fæði og ferðir allan þann tíma sem
hún beið eftir að komast heim.
Upphaflega hafði McDonagh ætlað
að fljúga til Írlands 17. apríl en var
ekki komin heim fyrr en 24. apríl.
Dómstóllinn hafnaði því einn-
ig að flugfélög þyrftu einungis að
sinna farþegum sínum í takmark-
aðan tíma ef langar tafir yrðu á
flugi, heldur yrðu þau að greiða
kostnað fyrir allan þann tíma sem
beðið væri flugs. - gb
Evrópudómstóllinn um tafir vegna Eyjafjallajökuls:
Ryanair hefði átt að
borga kostnað farþega
FLUGFARÞEGAR Fjöldi manns þurfti að bíða dögum saman á flugvöllum meðan
Eyjafjallajökull gaus vorið 2010. NORDICPHOTOS/AFP
„Allir í borginni misstu einhvern í skjálftanum 1988,“ segir Þórir. „Ég var
hér þann 7. janúar 1989 sem fréttamaður og var viðstaddur tvö þúsund
manna minningarathöfn þar sem syrgjendurnir komu saman. Allur
salurinn grét og ég stóð þarna með myndavélina, hágrátandi líka.“
Á sínum ferli hefur Þórir oft rætt um skjálftann í Armeníu, afleiðingar
hans og þann lærdóm sem má draga af honum um hvernig brugðist er
við skjálftum. Þótt 7. desember sé ekki löglegur frídagur í bænum mætir
enginn til vinnu þann dag. Fólk nýtir daginn til að hitta fjölskyldu sína og
vini, skoðar myndir og minnast þeirra látnu.
Hágrét með syrgjendum eftir skjálftann