Fréttablaðið - 01.02.2013, Qupperneq 24
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför,
HAFÞÓRS ARNAR SIGURÐSSONAR
Þverbraut 1, Blönduósi.
Ragnheiður Þorsteinsdóttir
Þorsteinn Hafþórsson Edda Brynleifsdóttir
Auður Ingibjörg Hafþórsdóttir Óli Guðlaugur Laursen
og barnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og
vinsemd við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐNÝJAR SIGURBJARGAR
THORDERSEN (NÍNU)
Hæðargötu 1, Njarðvík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk D-deildar
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Vigdís Thordersen Magnús B. Hallbjörnsson
Stefán Thordersen Sigurbjörg Björnsdóttir
Ólafur Thordersen Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför,
HANNESAR KRISTMUNDSSONAR
garðyrkjubónda, Hveragerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunar-
heimilinu Ási, Hveragerði, fyrir frábæra
umönnun.
Sigurbjörg Gísladóttir
Kristmundur Stefán Hannesson
Sigurður Elí Hannesson Helena Sif Ericson
og barnabörn.
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
GEIRFINNUR HELGI KARLSSON
Vestursíðu 9, Akureyri,
lést þriðjudaginn 29. janúar. Útför hans
fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
7. febrúar kl. 10.30. Blóm og kransar eru
afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans
er bent á öldrunarheimili Akureyrar.
Arnór Karlsson
Jón Karlsson
Inga Karlsdóttir
og systkinabörn.
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar,
mágur og frændi,
RÚNAR ARNBJÖRNSSON
sem lést þann 27. janúar síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Snartarstaðakirkju
hinn 5. febrúar klukkan 13.00.
Jóhanna Sigurðardóttir
Kristinn María
Sigurður Filippía
Magnús
Stefán Anna
Arna Kristján
börn og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRA BIRGIT BERNÓDUSDÓTTIR
Brimhólabraut 17, Vestmannaeyjum,
sem lést 26. janúar sl., verður jarðsungin frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn
2. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Kvenfélagið Líkn.
Sveinn Halldórsson
Ágústa Berg Sveinsdóttir Gunnar Árni Vigfússon
Bernódus Sveinsson Kristín Björg Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR
fæddist í Fagradalstungu,
Saurbæjarhreppi, Dalasýslu,
11. ágúst 1927. Hún lést 29. janúar á
Dvalarheimilinu Dalbraut, Reykjavík.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 4. febrúar klukkan 13.00.
Kristján Zophoníasson Björk Ólafsdóttir
Viðar Zophoníasson
Hrönn Harðardóttir Þorsteinn Lýðsson
Erna Harðardóttir
Vala Brynja Viðarsdóttir Davíð Þór Björnsson
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR
frá Hrísum í Fróðárhreppi,
síðast til heimilis á Höfða, Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir
einstaka hlýju og umönnun.
Eygló Tómasdóttir Þorgils Sigurþórsson
Tómas Rúnar Andrésson
og ömmubörn.
„Þjóðfræðin fer svo víða og ritgerðin
mín er alls ekki bara um kyn og kyn-
gervi, þetta er bara einn kafli hennar,“
segir Védís Ólafsdóttir þjóðfræðingur
spurð hvað efni fyrirlestursins Karl-
mannlegar konur? Kyn og kyngervi í
Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur hafi
með þjóðfræði að gera. „Rannsókn
mín fer mjög víða og fjallar fyrst og
fremst um Flugbjörgunarsveitina sem
ákveðinn menningarkima. Ég tók þátt
í tveggja ára nýliðaþjálfun og tók við-
töl við átján aðila sem ýmist eru enn
starfandi í Flugbjörgunarsveitinni eða
hafa starfað þar og eins nokkra sem
störfuðu aldrei með henni en höfðu þó
einhver afskipti af sveitinni.“
„Flugbjörgunarsveitin mótaðist
mjög af því að konur fengu ekki
fulla aðild fyrr en 1995, þótt sérstök
kvennadeild tæki til starfa 1966. Það
er staðreynd sem ekki verður litið
fram hjá þannig að það var eigin-
lega óhjákvæmilegt að láta einn kafla
af sjö í ritgerðinni fjalla um hana.
Sveitin var stofnuð 1950 og það er
því engin smáræðis saga sem liggur
þarna að baki. Sú saga mótar starf
sveitarinnar enn þann dag í dag. Til
dæmis fékk sveitin í upphafi ýmsan
búnað og þjálfun í fallhlífar hjá banda-
ríska hernum á Keflavíkurflugvelli.
Á þeim tíma kölluðu útköll oft á mjög
erfiðar göngur og langa fjarvist frá
heimilinu sem átti auðvitað sinn þátt
í því að starf með sveitinni þótti ekki
henta konum.“
Kvennadeildin var stofnuð 1966.
Hvaða hlutverk hafði hún? „Hún var
ákveðið fjárhagslegt bakland og alveg
nauðsynleg starfinu á þeim tíma. Hún
hjálpaði líka við að skaffa búnað og
mat og var til staðar á meðan á út-
köllum stóð. Fulltrúi kvennadeildar
var líka stundum í stjórn sveitarinnar,
þótt konurnar fengju ekki fulla félags-
aðild. Kvennadeildin var að stærstum
hluta skipuð eiginkonum, systrum,
dætrum og mæðrum félagsmanna sem
óhjákvæmilega drógust inn í þetta þar
sem starf í sveitinni setti svo sterkan
svip á heimilislífið.“
Hverju breytti það fyrir starf flug-
björgunarsveitarinnar þegar konur
fengu fulla aðild? „Það eru skiptar
skoðanir um það reyndar. Flestir segja
að það hafi breytt einhverju, stemn-
ingin orðið öðruvísi og sumir ganga
svo langt að segja að sveitin væri bara
ekkert til í dag ef konur hefðu ekki
fengið aðild. Það höfðu orðið miklar
breytingar í þjóðfé laginu á þessum
tíma, konur voru orðnar áberandi í
öðrum björgunar- og hjálpar sveitum
og krafan um inntöku kvenna varð
ekki lengur hunsuð. En það hefur
verið alveg skýrt frá upphafi að konur
þurfa að ganga í gegnum sömu þjálfun
og karlarnir, það er engin undanþága
gefin frá því.“ Hvað er stór hluti sveit-
arinnar konur í dag? „Það er mjög mis-
jafnt hlutfall á nýliða námskeiðum,
stundum eru konurnar fleiri en með-
altal kvenna starfandi í sveitinni er
svona einn þriðji af heildar fjöldanum.“
Og er fullkomið jafnrétti innan
sveitarinnar? „Á yfirborðinu, já.
Konur eiga að hafa alveg sömu tæki-
færi og karlar. En það er svona lúmskt
misrétti, til dæmis eru þrír lokaðir
hópar, undanfarahópur, fallhlífa-
hópur og sleðahópur og þar eru konur
í miklum minnihluta. Þegar ég spurði
viðmælendur mína hvort jafnrétti
ríkti hjá sveitinni vitnaði fólk mjög
mikið í það að það hefði einu sinni
kona verið formaður. Minnti mann
dálítið á umræðuna þegar Vigdís var
kosinn forseti, að það þýddi að jafn-
rétti væri náð. En auðvitað er það
ákveðið skref í jafnréttisátt að í sveit
sem var búin til af körlum fyrir karla
skuli kona hafa orðið formaður. Það
sýnir að fólk er tilbúið til að breyta.
Það gerist hægt en það er að gerast.“
fridrikab@frettabladid.is
Kona formaður, þýðir
það að jafnrétti sé náð?
Védís Ólafsdóttir fl ytur í hádeginu í dag fyrirlestur sem hún hefur unnið upp úr MA-
ritgerð sinni í þjóðfræði. Fyrirlesturinn nefnist Karlmannlegar konur? Kyn og kyngervi í
Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og verður fl uttur í Þjóðminjasafninu.
ÞJÓÐFRÆÐINGURINN Þjóðfræðin snertir eiginlega öll svið í menningu okkar, að sögn Védísar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM