Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 26
FÓLK|HELGIN
Eina kvöldstund í janúar sett-ist við matarborð í Hvassaleiti heiðursfólkið Ebenezer Halliday,
greifinn De La Rochefour, Jane Mason,
Rupert Carrington, Alex Simpson, lafði
Swansea, Marie Mignon og Jessica Lyle.
Morð var framið í miðju matarboðinu
og þurftu matargestir að komast að því
hver þeirra væri morðinginn.
Þetta hljómar kannski eins og saga
eftir Agöthu Christie og það er ekki
fjarri lagi, en rétt er að þetta er einnig
lýsing á matarboði sem hjónin Jakob
Hrafnsson og Sigríður Heiðar héldu
fyrir vinafólk sitt. „Sigga gaf mér fyrir
nokkru pakka með uppskrift að sér-
stöku matarboði sem bar heitið Agatha
Christie, Murder Mystery Party. Við
höfðum lengi beðið færis að halda
það,“ segir Jakob. Sigríður bætir við
að slíkt matarboð þarfnist mikils og
nákvæms undirbúnings þar sem allt
þurfi að ganga upp. „Boðið er fyrir átta
manns og í pakkanum eru allar upplýs-
ingar. Til dæmis fær hver og einn mat-
argestur sent boðskort með nokkrum
fyrirvara auk bæklings með upplýsing-
um um sína persónu, klæðnað, hegðun
og umræðuefni,“ lýsir Jakob. Enginn
veit nákvæmlega hvernig framvinda
boðsins verður, ekki einu sinni gestgjaf-
arnir. „Við fengum aðeins að vita hvaða
stemning ætti að vera varðandi mat,
hvernig ætti að dekka borðið og hvaða
tónlist ætti að hljóma,“ segir Sigríður
en í sögunni fer matarboðið fram á
ensku óðalssetri.
Matseðillinn var glæsilegur og marg-
rétta en krafðist þó nokkurrar yfir-
legu að sögn hjónanna. „Við erum ekki
með þjónustufólk á hverju strái og því
ákváðum við að stíla inn á mat sem
þyrfti ekki mikla yfirlegu í eldhúsinu
á meðan á matarboðinu stæði,“ segir
Jakob. „Við byrjuðum hins vegar að
elda strax um morguninn til að hafa
allt klárt um kvöldið,“ segir Sigríður og
brosir.
Þau eru sammála um að miklu skipti
að velja boðsgesti af kostgæfni. „Fólk
verður að skuldbinda sig til að mæta
því leikurinn er ónýtur ef einn vantar,“
segir Sigríður og bætir við að fólk verði
einnig að vera tilbúið til að nota leik-
listarhæfileika sína.
En hvernig fer leikurinn fram? „Í
matar boðinu fylgir hver sínum bækl-
ingi. Aðeins má lesa visst mikið í hvert
sinn og svo koma stundum heillangar
senur þar sem matargestir þurfa að
leika,“ útskýrir Jakob en matarboðið
fór aðallega fram á ensku enda leið-
beiningarnar á því máli. Inn á milli
rétta var spilaður dvd-diskur þar sem
Hercule Poirot dró saman það sem á
undan hafði gengið og veitti vissar upp-
lýsingar. „Allir fá síðan að giska á hver
morðinginn er og af hverju. Að lokum
fer Poirot yfir málið og upplýsir það,“
segir Jakob, en aðeins einn matargest-
anna giskaði rétt. „Þetta var nefnilega
alls ekki einfalt enda voru allar persón-
urnar með tilefni,“ bætir Sigríður við.
En er aðeins hægt að spila sama
spilið einu sinni? „Já, nú vitum við hver
morðinginn er og því væri það ekki
skemmtilegt,“ segir Sigríður. Hins vegar
hafi hún og móðir hennar gripið tæki-
færið fyrir jólin og keypt nokkrar fleiri
útgáfur. Þær á stórfjölskyldan í samein-
ingu og getur þannig notað til skiptis.
„Þar á meðal er til dæmis matarboðið
Death by chocolate,“ segir hún og hlær.
Jakob og Sigríður mæla heilshugar
með þessari upplifun. „Við buðum
þremur vinahjónum sem ekki endilega
þekktust sín á milli. Eftir hálftíma voru
allir farnir að grínast og hlæja enda allir
í búningi, í karakter og andrúmsloftið
létt og skemmtilegt,“ segir Jakob glað-
lega og er viss um að annað matarboð
með svipuðu sniði sé ekki langt undan.
Hópurinn verði þó líklega ekki sá sami.
„Það er nefnilega mikill félagslegur
þrýstingur frá öðrum vinum okkar um
að fá að vera með,“ segir hann og hlær.
■ solveig@365.is
MORÐ Í MATARBOÐI
HLUTVERKALEIKUR Hjónin Jakob Hrafnsson og Sigríður Heiðar héldu afar
óvenjulegt matarboð. Þau buðu þremur vinahjónum til veislu og fékk hver og
einn fyrirmæli um sérstakan búning, persónuleika og umræðuefni.
MATARGESTIR OG
MÖGULEGIR MORÐ-
INGJAR Í fremri röðinni
eru Sigurlaug Jóhanns-
dóttir, Kristín Ögmunds-
dóttir, Bryndís Péturs-
dóttir og Sigríður Heiðar.
Í þeirri aftari: Sverrir Jan
Norðfjörð, Baldur Már
Vilhjálmsson, Jakob
Hrafnsson og Sigurður
Elí Haraldsson.
FORDRYKKUR: Appelsínukampavínskokteill
með koníakstári.
LYSTAUKI: Ofnbakaður camembert með mangó-
chutney. Piparostur, vínber og kex.
FORRÉTTUR: Sterk ítölsk tómatsúpa með
baguette-brauði.
MILLIRÉTTUR: Sítrónusorbet með myntu og
kampavíni.
AÐALRÉTTUR: Himneskar, hægeldaðar
kjúklingabringur með ríkri appelsínusósu. Borið
fram með rósmarínkartöflubátum og rótarsteiktu
grænmeti.
EFTIRRÉTTUR: Heimagerð New York-ostakaka með
hindberjagljáa.
DRYKKIR: Vatn úr Gvendarbrunnum og
eðalguðaveigar úr ýmsum áttum.
HÖFUNDURINN
■ DROTTNING LEYNILÖG-
REGLUSÖGUNNAR
Lafði Agatha Mary Clarissa
Christie (1890-1976) var bresk-
ur glæpa-
sagnahöfund-
ur. Hennar er
helst minnst
fyrir þær 66
leynilögreglu-
bækur sem
hún skrifaði
en hún gaf
einnig út 15
smásagnasöfn, skrifaði leikrit
og gaf auk þess út sex skáld-
verk undir nafninu Mary West-
macott. Meða þekktra persóna
úr sögum hennar má nefna þau
Hercule Poirot og Miss Jane
Marple.
MATSEÐILL Í
MORÐGÁTU-MATARBOÐI
Fyrir árshátíðina
Fleiri myndir á Facebook
50 %
afsláttur
af
síðkjólum
og völdum
stuttum
kjólum
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*S
am
kv
æ
m
t p
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t G
al
lu
p
nó
v.
-s
ep
t.
20
12
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en inni í Fréttablaðinu.
60% landsmanna skoða fjölpóst. Auglýsingaefnið lendir á
eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað!
75% íbúa höfuðborgarsvæðisins lesa Fréttablaðið daglega.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi orn@365.is
Útvegum einnig hagstæð verð í prentun.
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir