Fréttablaðið - 01.02.2013, Side 30

Fréttablaðið - 01.02.2013, Side 30
4 • LÍFIÐ 1. FEBRÚAR 2013 Húsið var byggt 1882 og er þar með eitt elsta hús borgarinnar. Í næsta þætti af Heimsókn bankar Sindri upp á hjá þeim Sigurþóri og Ólöfu á Ægi- síðunni sem opna heimili sitt fyrir áhorfendum. Heimsókn er í opinni dag- skrá strax að loknum fréttum á laugardögum á Stöð 2. SJARMERANDI STEMNING Í GÖMLU HÚSI Fallegur frístandandi stigi upp á háa loft. 1 Farðu meðvitað í gegnum allan fataskápinn þinn með það í huga að losa þig við allar þær flík- ur sem gera ekkert fyrir þig, hvorki líkamlega né andlega. Ef bunkinn er stór gæti verið hagstætt að fara eina ferð í Kolaportið og selja gömlu fötin fyrir ný. 2 Gættu þess að henda ekki klassísku flíkunum eins og pilsum, skyrtum, drögtum, höttum, frökkum og skóm. Þær gætu öðlast nýtt líf með breyttum stíl. 3 Skoðaðu blöð, heimasíður, stíl stjarnanna, sjónvarps- þætti og fleira í þeim dúr og vertu búin að gera þér í hugarlund hvaða stíl þú vilt tileinka þér; töff, kven- legan, rokkaðan eða rómantískan, og hvaða litir heilla þig. Ef þú ert engu nær leitaðu ráða hjá vinkonu eða fagaðila. 4 Ekki fara fram úr þér þegar kemur að því að versla. Vertu búin að ákveða hvaða grunnflíkur þú þarft til að breyta stílnum svo að þér líði vel. Verslaðu lítið í einu og finndu taktinn. Þetta gæti orðið mjög skemmtilegt tímabil fyrir fata- skápinn sem og sjálfstraustið. 5 Hugaðu að lokum að því að gera örlitla útlitsbreytingu á sjálfri þér á sama tíma. Hún þarf ekki að vera mjög róttæk en gæti verið flott klipping, nýr hárlitur eða jafnvel varalitur. Gangi þér vel! 5 LEIÐIR AÐ BREYTTUM STÍL Hvernig þú klæðir þig segir mikið til um þína persónu, sjálfsmynd og líðan. Hins vegar eigum við það öll til að festast í einhverju fari sem okkur líkar ekki endilega. Er hugsanlegt að stíllinn þinn megi við smá hressingu? Björt og falleg stofa. Rauði liturinn brýtur rýmið skemmtilega upp. Húsbóndinn í stofunni. Gömul ljósakróna skreytir ganginn. ÞÚ FÆRÐ BOURJOIS Í LYF OG HEILSU; Austurveri, Domus Medica, Glæsibæ, Kringlu, Eiðistorgi, Hamraborg, Firði, Keflavík Akureyri, Dalvík, Selfoss, Hellu, Hvolsvelli, Vestmanneyjum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.