Fréttablaðið - 01.02.2013, Page 33

Fréttablaðið - 01.02.2013, Page 33
LÍFIÐ 1. FEBRÚAR 2013 • 7 sem gæti náð mér heim. Eins og er þá er heimilið mitt enn þá í Sofíu. Hvað ef leið þín liggur svo heim fljótlega, hvað sérðu þá fyrir þér að þú farir að gera? Nú, ef ég kem heim veit ég ekki hvað bíður mín. Ég hef verið að skoða ýmislegt, bæði nýjar við- skiptahugmyndir og líka að koma inn í minni fyrirtæki sem þurfa á smá hressingu að halda. Svo er ég með einhver bókatilboð á borðinu frá útgefendum. Ég hef ekki tekið þeim síðustu ár en þetta gæti verið rétti tíminn. Hvernig gengur l íf ið eftir skilnaðinn? Það gengur svona ágætlega, takk. Lífið er búið að vera mjög ævintýraríkt en á sama tíma tómlegt. Auðvitað sakna ég þess að hafa alla fjölskylduna saman þegar ég vakna og þegar ég fer að sofa. Ætli það sé ekki tilfinning sem ég verð að venjast, held að hún sé ekkert á förum. Börnin þín, fjölskyldan og uppeldið, segðu okkur aðeins hvernig þú tekst á við móður- hlutverkið samhliða forsíðu- myndatökunum og öllum hinum verkefnunum. Ég er svo heppin að eiga þrjú heilbrigð og frábær börn. Ég átti mitt fyrsta þegar ég var aðeins sautján ára gömul, hann Róbert minn. Hann er al- gjör töffari sem er núna að klára 10. bekk í vor. Hann er ekkert svakalega hrifinn af Búlgaríu en er að skoða það að koma út eftir skólann og fara að vinna í kvik- myndaiðnaðnum. Þeir eru mjög virkir þarna í Búlgaríu og fram- leiða um 50 erlendar myndir á ári, bæði stórar og litlar. Svo er það hann Hektor Bergmann, hann er sjö ára fótboltastrákur og býr hjá pabba sínum. Hann æfir mikið og er mjög efnilegur í boltanum, þeir feðgar stunda þetta áhugamál af krafti ásamt Gunnlaugsfjölskyld- unni sem styður þá eftir bestu getu. Ef það er ekki fótbolti úti á velli þá horfa þeir á hann í sjón- varpinu. Síðust í röðinni er svo prinsessan hún Vict oria Rán, hún er fimm ára og býr úti hjá mér. Hún er ótrúlega klár lítil skelli- bjalla og talar fjögur tungumál; búlgörsku, þýsku, ensku og ís- lensku. Hún hefur aldrei búið á Íslandi og líður vel úti í Búlgaríu þar sem hún hefur verið stærst- an hluta af lífi sínu. Hún mun lík- lega fara í rússneska og enska einkaskóla fljótlega eftir að við förum út aftur. Við Garðar höfum verið mikið á flakki síðustu ár og börnin að mestu alin upp erlendis eða í Skotlandi, Svíþjóð, Búlgaríu, Þýskalandi og Austurríki. Hvernig hafa börnin fund- ið sig í þessu flökkulífi? Þetta hefur allt gengið mjög vel enda þekkja þau nánast ekkert annað. Ég var mjög mikið ein með litlu krakkana þessi ár sem Garðar stundaði fótboltann af krafti og ferðaðist. Við vorum ein í burtu frá öllum ættingjum öll þessi ár en okkur leið bara vel og þetta átti vel við okkur að ferðast svona og upplifa ný lönd og tækifæri. En í lokin þá var orðið svolítið erf- itt að hafa ekki fótfestu og vita aldrei hvað myndi gerast næst. Ég á góðar minningar frá þess- um tíma og fannst þetta aldrei neitt mikið mál þó svo að ég væri með tvö ung börn. Róbert bjó að mestu leyti hjá pabba sínum og fjölskyldu á þessum tíma og heimsótti okkur út þegar tæki- færi gáfust eða við komum heim. Þetta eru orðin sjö ár núna sem við erum búin að vera á flakki á milli landa. Í lokin þráði Garðar að fara heim en ég var ekki til-   Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Liður með slitnum brjóskvef Heilbrigður liður NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA Verkjalaus og svaf eins og engill Á einhverjum tímapunkti ákvað ég að hætta að taka inn NutriLenk, mér leið svo vel - verkjalaus og svaf allar nætur eins og engill en eftir nokkra daga fann ég fyrir gamalkunnum verkjum og var ég fljót að byrja aftur að taka inn NutriLenk. Nú tek ég NutriLenk Gold að staðaldri, 3 töflur á dag eða fleiri – því þar sem mér finnst gaman af allri útiveru og fer til dæmis í golf, göngur og sund þá þarf ég að “hlusta” á líkamann og taka fleiri töflur þá daga sem ég er í meiri hreyfingu – allt upp í 5 töflur á dag. Nutrilenk Gold hefur reynst mér hin besta heilsubót og undravert hversu vel það virkaði eftir aðgerðina. Frábært að hægt sé að endurbæta liðheilsuna með náttúrulegu efni og get ég svo sannarlega mælt með Nutrilenk Gold. Anna K Ágústsdóttir Endurheimt liðheilsa og laus við lyfin! Fyrir 3 árum gekkst ég undir liðskiptaaðgerð á mjöðm, hafði ég þurft að taka inn gigtarlyf í 5 ár þar á undan vegna slitgigtar í báðum mjöð- mum og hálsliðum. Eftir aðgerðina var ég í tiltölulega stuttan tíma á sterkum verkjalyfjum því ég byrjaði meðfram þeim að taka inn Nutrilenk og fann ég fljótt fyrir mun betri líðan. NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, Hagkaup, Krónunni, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum NUTRILENK NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Við mikið álag og með árunum getur brjósk- vefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar og hnjáliðum. Þess vegna er allt til vinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifið breytinguna! Victoria Rán, dóttir Ásdísar og Garðars er aðeins fimm ára gömul en talar nú þegar fjögur tungumál. Hér má sjá öll börnin sam- ankomin, þau Róbert, Hektor og Victoriu á góðri stundu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.